Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 27

Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 27
Vélstjórnarnámið Vélstjórnarnámið er gamalgróið innan skólans og hefiir skólinn útskrifað stóran hóp vélstjóra á undanförnum árum. Aðstaða til kennslu heftir nýlega verið stórbætt með byggingu nýrrar verknámsálmu við skólann, enda fer aðsókn hægt vaxandi. Skólinn býður uppá vélavarðanám (ein önn) og nám tíl annars stígs, sem tekur tt'O vetur. Framtíðarmarkmið er að byggja upp nám tíl þriðja stígs. Störf vélstjóra eru fjölþætt og starfa þeir bæði til sjós og lands. Eftirspurn eftir vel menntuðum vélstjórum er vaxandi og laun þeirra mjög þokkaleg. Iðn- og verknám er góður valkostur, eins og sjá má á framansögðu og ættu fleiri ungmenni að velja sér slíkt nám. I nágrannalöndum okkar eru víðast yfir 50 % nemenda í slíku námi, sumsstaðar mun meira. Hér á landi flykkist unga fólkið í almennt bóknám tíl stúdentsprófs og síðan í háskólanám, sem í mörgum tílfellum skilar fólki svo í illa launuð störf t.d. við kennslu eða í heilbrigðiskerfinu. Er þetta ekki umhugsunarefni ? Prófadeild -öldungadeild Grunnskólastíg: Grunnnám. Fornám. Samsvarar 8., 9. og 10. bekk grunnskóla. Upprifjun og undirbúningur fyrir framhaldsskóla. Framhaldsskólastíg: Almennur kjarni fyrstu tveggja ára framhaldsskóla. Bóklegar greinar heilsugæslubrauta. aðstoðarkennsla í stærðfrœði fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskóla. Sérkennsla í lestri og skrift. Skólagjöld í Námsflokkum Reykjavíkur miðast við kennslustundafjölda og er haldið í lógmarki. Upplýsingar í síma 551 2992. fax: 562 94 8. Netfang: nfir@rvk.is SVO LENGI LÆRIR SEM LIFIR Iðnneminn 27

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.