Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1997, Síða 18

Iðnneminn - 01.10.1997, Síða 18
y >:•**>* ; Avái&tiVtf.'.fc r<iwkíiU( kÓiÍMH H/ííí/ nemniila ojj kcnnnra við upphaffjallíjöngu hnustið 1996. Framhaldsskólinn á Húsavík var stofnaður 1. apríl 1987 og settur í fyrsta skipti 15. september sama ár. Fyrsta árið voru nemendur 44 en í haust eru 156 nemendur skráðir við skólann. Fjölbrautaskóli með áfangakerfi Skólinn er fjölbrautaskóli með eins og tveggja ára verknámsbraut, nokkrar algengustu brautir samningsbundins iðnnáms, tveggja ára viðskiptabraut og uppeldisbraut, þriggja ára sjúkraliðabraut, fimm fjögurra ára stúdents- brautir og námsbraut fyrir þroskahefta. Afangakerfið gefur skólanum möguleika á að bjóða svo fjölbreytt nám án þess að kostnaður fari úr böndum. Þannig er hægt að þjóna að mestu þörfúm heils héraðs, Þingeyjarsýslnanna beggja, og urn leið mismunandi þörfúm íbúa þess sem hyggja á framhaldsnám. Áfangakerfið hentar líka mjög vel til að þjóna hverjum einstökum nemanda því enginn er eins og þarfirnar mismunandi. Þannig gefst tækifæri til að fara á hraðferð í gegnum skólann og ljúka jafnvel fjögurra ára námi á þremur árum. Aðrir þurfa meiri tíma og geta stillt námshraða eftir námsgetu sinni. Þessi kostur áfangakerfisins verður seint ofmetinn. Héraðshollur skóli Framhaldsskólinn á Húsavík hefúr sett sér það markmið að þjóna nemendum úr Þingeyjarsýslum með fjölbreyttu framhalds- námi og góðri heimavist ef ekki er kostur á heimangöngu. Hlutverk skólans er: • að veita almenna menntun sem nýtist í daglegu lífi og tómstundum • að mennta fólk til starfa í helstu iðngreinum • að veita aðra starfsmenntun sem gefur réttindi til starfa á heilbrigðissviði, við verslun, þjónustu og framleiðslustörf • að undirbúa nemendur til náms í sérskólum og háskólum • að skipuleggja og sjá um fúllorðinsfræðslu og endurmenntun • að taka þátt í nýsköpun atvinnulífs með fyrirtækjum og einstaklingum • að stuðla að gróskumikilli menningarstarf- semi Verðug viðfangsefni á verknámsbraut Á verknámsbraut er áhersla lögð á verknám og nám sem nýtist nemendum í samskipt-um við aðra, til dæmis að geta tjáð sig vandræða- laust í ræðu og riti. Þannig er markvisst unnið að því að auka sjálfstraust nemendanna svo þau geti metið stöðu sfna og áhugasvið. Lykilorðin hér á eftir sýna glöggt fjölbrcytt viðfangsefni brautarinnar: trésmíði réttritun tölvufræði líkamsbeiting rafsuða tjáning listir magnarasmíði lesskilningur járnsmíði vinna reikningur nemendafyrirtæki samskipti logskurður lestrarhraði íþróttir raffræði Allir nemendurfá námstækifæri Hið fjölbreytta námsframboð skólans gefúr öllum nemendum, sem sækja um skólavist, möguleika á námi við hæfi. Gildir þá einu hver fyrri árangur nemendanna er. Einn hópur stefnir á stúdentspróf og háskólanám að því loknu. Aðrir möguleikar bjóðast þeim sem áhuga hafa á iðnnámi og öðru starfsnámi. Verknámsbraut fúllnægir þörfúm þeirra sem koma illa undirbúnir úr grunnskóla og þroskaheftir hafa sína námsbraut. Skólinn er stoltur af þessu þjónustuhlutverki sínu og hefúr ekki hugsað sér að minnka það en 18 Iðnneminn

x

Iðnneminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.