Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 6

Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 6
Langar þig að hafa áhrif á þitt nám? Langar þig að kynnast öðrum iðn- og starfsnámsnemum? Langar þig að skemmta þér? Ef þú svarar öllum ofangreindum spurningum neitandi þá þarft þú ekki að lesa lengra. Ef þú svarar einhverri af spurningunum játandi þá vitum við hvað þú gerir síðustu helgina í Október. Þá helgi er nefnilega komið að hápunkti ársins hjá verknámsnemum en það er MNG IÐNNEMASAMBANDS ÍSLANDS. Á þinginu gefst fólki tækifæri til að móta starfsár næstu stjórnar INSÍ og jafnvel að bjóða sig fram í hin margvíslegu embætti, svo ekki sé talað um þátttöku í þinghófinu. Þá skiptir ekki máli hvort þú ert af höfuðborgarsvæðinu eða landsbyggðinni. Allir taka þátt. Til þess að gefa öllum tækifæri til að láta til sín taka þá munu fulltrúar Iðnnemasambandsins heimsækja alla verknámsskóla og nemafélög á landinu í september og kynna sig og starfsemi INSÍ. Jafnframt verður kosið á þingið úr röðum fundarmanna. Við búumst því fastlega við því að sjá þig fremsta/n í röðum fundarmanna í þínum skóla eða á fundi hjá þínu nemafélagi í september. Þér til glöggvunar fylgja hér drög að ályktunum sem lagðar verða fyrir þingið en af gamalli reynslu vitum við að allar eiga þær eftir að breytast töjuvert á þinginu áður en yfir lýkur. Iðnmenntakafli 1.01 Gæðastjórnun í iðnmenntun 55. þing Iðnnemasambands íslands krefst þess að stjórnvöld efli iðn- og starfsmenntun í samræmi við þau kosningaloforð sem gefin voru. Það hefur lengi verið ljóst að öflug iðn- og starfsmenntun leiðir af sér góðan hagvöxt og betri sarnkeppnisstöðu þjóðarinnar á erlendum vettvangi. 55. þing Iðnnemasambands íslands krefst þess að komið verði á fót eftirlitsnefnd með þátttöku atvinnulífs og skóla sem fylgist grannt með iðn- og starfsmenntun og gerir tillögur um nýjar eða bættar starfsnámsbrautir með tilliti til þarfa atvinnulífsins hverju sinni. 1.02 Fyrirkomulag og fjölbreytileiki starfsmenntunar 55. þing Iðnnemasambands íslands krefst þess að allt framhaldsskólanám verði tekið til gagngerrar endurskoðunar með tílliti til iðn- og starfsnáms. Mikil þörf hefur skapast fyrir tæknilært iðnaðarfólk og skólakerfið verður að mæta þeirri þörf. Þingið gerir því að tíllögu sinni að komið verði á fót skólastigi sem veitir menntun í iðngreinum samhliða tækni- greinum. 55. þing Iðnnemasambands Islands skorar á stjórnvöld að auka fjölbreytíleika starfsnáms í landinu, bæði hvað varðar námssvið og lengd starfsbrauta. Þetta er hægt að gera með því að koma á þrepaskiptum starfsbrautum í sem flestum greinum, þannig að eftir t.d. hvert ár í námi öðlist nemandinn áfangaréttindi. Skólakerfið getur best þjónað nemendum og atvinnulífi með því að bjóða uppá sem Dríftt Stu’dnl nýkjöritin formaður INSI. fjölbreyttasta menntunarmöguleika. 55. þing Iðnnemasambands Islands krefst þess að vandað verði til gerðar nýrra starfs- námsbrauta, að þær veití skilgreind starfs- réttindi og uppfylli kröfur atvinnulífsins. Þá þarf að taka brautir eins og Iðnhönnun, sem ekki veitir skilgreind réttindi, til gagngerrar endurskoðunar. Þannig er einnig hægt að tryggja lánshæfi nemendanna hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna og að menntunin skili sér vel úti á vinnumarkaði. 1.03 Ábyrgð verkmenntaskóla 55. þing Iðnnemasambands Islands krefst þess að skólarnir taki meiri ábyrgð á menntun nema í hinum hefðbundnu iðngreinum. Það er tillaga þingsins að skólarnir hafi yfirumsjón með námsferli hvers nemanda fyrir sig. Þannig má skapa meira jafnvægi og aðhald í iðnmennt- un. Það mikla bil sem skapast hefur milli skóla og atvinnulífs verður að brúa með sameigin- legri og gagnkvæmri ábyrgð á menntuninni. 1.04 Eftirlit með starfsþjálfun 55. þing Iðnnemasambands íslands krefst þess að eftirlit með starfsþjálfun nema verði hert tíl muna og að reglulega verði gerðar úttektir á vinnustöðum. Einnig þarf að fræða námssamningsnema um réttindi þeirra og skyldur á vinnumarkaðinum áður en námssamningur er undirritaður. Þannig mætti koma í veg fyrir alvarleg og síendurtekin brot á iðnnemum. 1.05 Námsráðgjöf í skólum 55. þing Iðnnemasambands íslands krefst þess að komið verði á víðtækri námsráðgjöf í grunnskólum landsins með tillití til allra þeirra möguleika sem í boði eru í framhaldsmenntun. Námsráðgjöfin þyrfti að vera virk í þremur efstu bekkjum grunnskólans þannig að nemendur fengju að kynnast sem flestum hliðum atvinnulífsins. Með þessu móti má gera iðn- og starfsmenntun að raunhæfum mögu- leika fyrir fleiri grunnskólanemendur en nú er. Kjaramálakafli 2.01 Gjaldtaka í skólum 55. þing Iðnnemasambands Islands harmar þá stefnu menntamálayfirvalda að nota peninga sem stjórntæki í skólum og innheimta fé af nemum fyrir sjálfsagða þjónustu sem skólarnir eiga að veita. Oft er einungis verið að innheimta dulbúin skólagjöld 55. þing Iðnnemasambands Islands krefst þess að fallskatturinn, eða eins og orðað er í lögum; endurinnritunargjaldið, verði afnuminn með öllu. ó I ð n n e m i n n

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.