Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 26

Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 26
FíVlVVlkílM( (fcÓliHH Iðn- og verknám í Vestmannaeyjum. Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum er nú sá skóli sem annast alla kennslu fyrir nemendur í verknámsgreinum í Eyjum. Skólinn er fjölbrautarskóli og var stofnaður 1979. A síðasta ári sameinaðist Stýri- mannaskólinn Framhaldsskólanum. Fað nám sem hér verður til umfjöllunar undir samheitinu verknám er iðnnámið, vélstjóra- námið og nám skipstjórnarmanna. Skólinn býður einnig upp á hefbundið nám til stúdentsprófs, nám fyrir sjúkraliða og nokkrar styttri námsbrautir. Nemendur eru nú 300 talsins og af þeim stunda milli 70 og 80 iðn- eða verknám, þ.e. um 25 %. Iðnnámið Iðnnámið er annars vegar verklegt nám í grunndeildum, sem tekur einn vetur, og hins vegar bóklegur hluti samningsbundins iðnnáms hjá meistara. Grunndeildirnar sem bjóðast eru í rafiðnum og málmiðnum, en tréiðnir bíða vegna húsnæðisskorts. Aðsókn að grunn- deildum hefur verið nokkuð sveiflukennd, sérstaklega í málmiðnum. Nú er kennslu- aðstaða orðin mjög góð og atvinnumöguleikar í málmiðnum hafa batnað mikið, þannig að þessi námsleið er góður kostur fyrir unga menn og konur. Nám á grunndeild tekur 9 mánuði og er að verulegu leyti verklegt. Námið styttir samningstíma hjá meistara um eitt ár. Samningsbundna iðnnámið fer fram á mörgum námsbrautum. Pessar eru helstar: bifvéla- virkjun, húsasmíði, pípulagnir, raft'irkjun, rennismíði, stálskipasmíði og vélsmíði. Náminu er hagað þannig að nemendur þurfa fýrst að ljúka almennum greinum (kjarna) sem er svipaður á öllum þessum brautum. Er þar um að ræða einn vetur í fullu námi eða lengri tíma ef náminu er dreift að ósk nemenda. Síðan eru fagbóklegar greinar, sem eru mismunandi eftir brautum. Þar er nemum „safnað saman“ og þeir kallaðir inn þegar að þeirra greinum kemur. Faggreinarnar eru í flestum tilfellum teknar á hálfu ári í fullu námi. I öðrum iðngreinum þarf að sækja fagbóklega hlutann í aðra skóla og hefur Framhaldsskólinn átt ágætt samstarf við iðn og verkmenntaskóla á suðvesturlandi og í Reykjavík í því sambandi. Fjöldi iðnnema í skólanum hefur undanfarið verið nálægt 30, en þeir sem útskrifaðir eru mættu vera fleiri. Iðnnámið er stutt hagnýtt nám sem gefiir ágæta starfs og tekjumöguleika og einkennilegt að ekki sæki fleiri í það. Skipstjórnamámið Skipstjórnarnámið er nýr valkostur innan Framhaldsskólans, því að fram til þessa hefur starfað í Eyjum sérstakur Stýrimannaskóli. Nemendur geta lokið námi bæði af fyrsta og öðru stigi. Hvort stig er eins vetrar nám. Um 30 nemendur stunda þetta nám nú við skólann. Framundan eru breytingar á skipulagi og inni- haldi skipstjórnarnámsins. Pá þurfa nemendur fyrst að ljúka tt'eggja ára sjávarútvegsbraut, sem að mestu er almennur grunnur, en síðan tekur fagnámið við (mest tvö ár í viðbót). Sjávar- útvegsbrautin verður í boði við Framhalds- skólann næsta vetur og síðan væntanlega einhver hluti fagnámsins, því að hér hefur verið byggð upp góð aðstaða til kennslunnar og ntikil reynsla. Störf skipstjórnarmanna eru eðlilega fyrst og fremst til sjós. Því miður hefur störfum fækkað með færri skipum í kjölfar kvótakerfisins, en stöðugt er þó þörf á endurnýjun. Launin hafa verið mjög góð. 26 Iðnneminn

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.