Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 34

Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 34
 1 1 | ‘ÍM i 1 * ' Iðnnemasamband íslands hefar löngum lagt mikið upp úr erlendri samvinnu líkt og aðrar námsmannahreyfingar. Þar sem við búurn á hjara veraldar er það okkur lífsnauðsyn að líta stundum út fyrir landsteinana í þeim tilgangi að fá samanburð við störf okkar og ekki síst nýjar hugmyndir að bættu samfélagi fyrir námsmenn. Undanfarin ár hefur INSÍ átt aðild að OBESSU (Organizing Bureau of European School Student Unions) eða Evrópusamtök námsmanna á framhaldsskólastigi. Aðildin hefur gefið góða raun og iðnnemar hafa fengið góða speglun og stuðning við gerðir sínar hérlendis. I’ví miður er iðnnemasambandið hérlendis það eina sinnar tegundar í heiminum (að því er við best vitum) og því ekki um sérhæfða samvinnu við erlend iðnnemafélög að ræða. Vegna sérstöðu okkar höfum við þó getað miðlað þekkingu okkar út fýrir Island og gjarnan er leitað til okkar af öðrum iðnnemum í Evrópu. Hlutverk OBESSU er að stuðla að aukinni samvinnu evrópskra námsmannahreyfinga í Evrópu og eru í þeim tilgangi haldnar ráðstefnur víðsvegar um Evrópu, 3-4 á ári. Viðfangsefni ráðstefnanna eru breytileg en allar eiga þær sammerkt að námsmenn hittast, miðla þekkingu, bera saman bækur sínar og snúa til síns heimalands stútfullir af nýjum hugmyndum og eldmóði. Ráðstefnan sem hér verður fjallað um var haldin í júní í Amsterdam og voru þátttakendurnir um fjörtíu talsins frá flestum hornum Evrópu. Fyrir hönd INSI fóru utan Drífa Snædal formaður og Anna Sigurlín Hallgrímsdóttir alþjóðafulltrúi. Ef utanfararnir hefðu einhverntíman haldið að þessi ferð yrði djamm og djús í útlöndum þá var sá misskilningur leiðréttur við kornuna á hótelið. Dagskráin var stíf og hvergi slakað á kröfimum. Að sjálfsögðu var okkur mikið í mun að korna heim með sem mesta þekkingu í farteskinu og var stefnan því í upphafi sú að taka sem virkastan þátt í öllu sem fram fór þessa sex daga í 34 Ið n n e min n

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.