Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 7

Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 7
2.02 Gæða- og kjarakannanir 55. þing Iðnnemasambands Islands hvetur næstu sambandsstjórn til að auka bæði gæðakannanir í skólum og kjarakannanir á vinnumarkaði þar sem þær veita mikilvægar upplýsingar sem INSI getur starfað eftir og gera nemendur meðvitaðri um réttíndi sín og skyldur. 2.03 Kjör nema á vinnumarkaði 55. þing Iðnnemasambands Islands skorar á att'innurekendur landsins að sjá sóma sinn í því að greiða iðnnemum mannsæmandi laun þrátt fyrir óviðunandi kjarasamninga. 55. þing Iðnnemasambands íslands krefst þess að nemar verði metnir að verðleikum í starfi en ekki notaðir sem ódýrt vinnuafl. 2.04 Lánasjóður íslenskra námsmanna 55. þing Iðnnemasambands Islands fagnar þeirri kjarabót sem ný lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna færðu námsmönnum og að fulltrúi INSÍ skuli nú sitja sem aðalmaður í stjórn LÍN. 55. þing Iðnnemasambands Islands harmar þó þá ákvörðun stjórnvalda að meta tækninám ekki sem framhald iðnnáms og skerða þar með möguleika iðnnema til áframhaldandi náms. 2.05 Efling baráttumáttar starfsnáms- nema 55. þing Iðnnemasambands Islands hvetur almenna starfsnámsnema sem standa utan INSI til að ganga tíl liðs við INSÍ og þar með að tryggja hagsmunastöðu sína betur. 2.06 Mismunur milli bóknáms og verknáms 55. þing Iðnnemasambands íslands leggst eindregið gegn breytingum á framhaldsskóla- lögunum þar sem mismunur rnilli bók- og iðnnáms er lögfestur með mikilli hækkun efnisgjalda í verknámsgreinum. Þiujjhófijjestir /1 --'tM Rs7 ■ f Mm- í\ I J! i r8*- ■ I Félagsmálakafli 3.01 Fræðslustarf INSÍ 55. þing Iðnnemasambands Islands hvetur næsta fræðsluráð til að halda uppi öflugri fræðslustarfsemi fyrir félagsmenn og aðildarfélög Iðnnemasambandsins með því að standa fyrir námskeiðum af fjölbreyttu tagi. Einnig hvetur þingið fræðsluráð til að láta iðnfélagsfræðina verða að veruleika og koma á almennri notkun hennar í verkmenntaskólum landsins. Nauðsynlegt er að iðnfélagsfræðin verði kennd í grunndeildum iðngreina þannig að nemar geti fræðst um réttindi sín og skyldur á vinnumarkaði og í skóla bæði hvað varðar námssamninga, kaup og kjör, veikindaréttindi, slysabætur svo og starfsemi INSI og sveinafélaga. 3.02 Starfsemi nefnda innan INSI 55. þing Iðnnemasambands Islands hvetur alla félagsmenn Iðnnemasambandsins til að koma að starfi sambandsins næsta vetur og leggja sitt af mörkunum til bættrar iðn- og starfsmenntunar í landinu. 55. þing Iðnnemasambands Islands hvetur stjórnina tíl að efla starf fastanefnda og gefa sem flestum tækifæri til að koma að störfum þeirra. Einnig mælist þingið til þess að föstu skipulagi verði komið á varðandi formanna- fundi og reglugerð sett þar að lútandi. 3.03 Félagsíbúðir iðnnema 55. þing Iðnnemasambands Islands hvetur Húsnæðisstofnun tíl að veita Félagsíbúðum iðnnema aukna úthlutun eininga á komandi árum. 55. þing Iðnnemasambands Islands hvetur einnig félagsmenn INSÍ til að kynna sér betur möguleika á húsnæði hjá FIN meðan á námi þeirra stendur og hugsanlega uppbyggingu á landsbyggðinni. 3.04 Alþjóðleg samskipti 55. þing Iðnnemasambands Islands hvetur næstu stjórn til að halda áfram því sambandi sem verið hefur við námsmannahreyfmgar erlendis. Einnig vill þingið hvetja næsta alþjóðafulltrúa Iðnnemasambands Islands til að efla samskipti við iðnnema erlendis. 3.05 Aðgangur fatlaðra að verkmenntun 55. þing Iðnnemasambands Islands hvetur næstu stjórn til að gera úttekt á aðstöðu fatlaðra í iðnmenntaskólum landsins. Það er hlutverk INSI að gæta þess að allir hafi jafnan aðgang að námi f iðnmenntaskólum. NÝ OG AUKIN ÞJÓNUSTA IÐNÚ bókabúð IÐNÚ rekur nýja verslun í iðnnemasetrinu að Bergþórugötu 23, á horni Bergþórugötu ogVitastígs. Allar skólavörur: bækur - ritfgöng - verkfæri o.fl. IÐNÚ kappkostar að bjóða bækur og rekstrarvörur á sem hagstæðustu verði. Sími. 562 3376 bréfasími. 562 3497 I ð n n e m i n n 7

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.