Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 17

Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 17
nemendur í fjarnámi getí lokið námi á ýmsum brautum hins almenna framhaldsskóla og þar með stúdentsprófi. Heilbrigðissvið Heilbrigðissviði Verkmenntaskólans er skipt í tvennt. I fýrsta lagi sjúkraliðabraut sem er þriggja ára nám tíl sjúkraliðaprófs. Á tveim fyrstu árunum er áhersla lögð á almennar kjarnagreinar. Á þriðja ári er verklegt nám á sjúkrastofnun og faggreinar. I öðru lagi nátt- úrufræðibraut sem lýkur með stúdentsprófi. Hússtjórnarsvið Á hússtjórnarsviði eru tv'ær námsbrautir, matvælabraut og mynd- og handmenntabraut. Á matvælabraut er lögð áhersla á matreiðslu og framreiðslu. Fyrsta hluta námsins lýkur með grunnnámsprófi sem veitir nemendum rétt á vinnu á hótelum og í mötuneytum. Öðrum hluta námsins lýkur með réttindum matar- tæknis og starfa þeir einkum í eldhúsum heilbrigðisstofnana, hægt er að bæta við þetta nám á náttúrufræðibraut og ljúka stúdents- prófi. Á mynd og handmenntabraut er megináherslan lögð á verk-og listgreinar, lokapróf brautarinnar er stúdentspróf. Tæknisvið Á tæknisviði fer fram kennsla í löggiltum iðngreinum og vélstjórn auk þess er boðið upp á almennt bóknám, kennslu í meistaraskóla og nám á tæknibraut til stúdentsprófs. Nám í löggiltum iðngreinum skiptist í bóklegt og verklegt nám og eru starfræktar við skólann grunn- og framhaldsdeild í tréiðnum, grunn- og framhaldsdeild í málmiðnum auk grunndeildar í rafiðnum og eitt ár í rafeindavirkjun. Nám í grunn- og framhaldsdeildum tekur tvö ár og þarf í flestum tilvikum hálft ár til viðbótar til að ljúka skólaþætti iðnnámsins. ekki er hægt að bjóða upp á kennslu í öllum faggreinum iðnnáms á hverjum vetri og fer námsframboð eftir fjölda nemenda í einstökum iðngreinum hverju sinni. Nám í vélstjórn er þrepanám sem lýkur með starfsréttindum eftir hvert þrep. 1. stig vélstjórnar tekur hálft ár, 2. stíg eitt og hálft tíl viðbótar, 3. stíg eitt og hálft ár til viðbótar og 4. stíg enn eitt og hálft ár til viðbótar, þannig að fúll réttindi nást eftir fimm ára nám. Nám til tæknistúdentsprófs tekur tvö ár að loknu bóklegu námi iðnnáms, þetta nám hentar vel til framhaldsnáms í raungreinum en gefúr sama rétt og aðrar gerðir stúdentsprófs. Uppeldissvið Uppeldissvið skiptist í þrennt, félagsfræða-, íþótta- og uppeldisbraut. Auk almennra kjarnagreina er aðaláherslan lögð á samfélagsgreinar svo sem félagsfræði, heim- speki, sálarfræði, sögu og íþróttagreinar á íþróttabraut. Viðskiptasvið Á viðskiptasviði Verkmenntaskóians eru tvær námsbrautir. I fyrsta lagi viðskiptabraut sem er tvö ár, henni lýkur með almennu verslunarprófi sem veitir réttindi til verslunarleyfis að öðrum skilyrðum uppfylltum. I öðru lagi hagfræði- braut sem er fjögur ár og lýkur með stúdents- prófi. Útvegssvið á Dalvík Á Dalvík gefst nemendum kostur á að stunda nám í almennum greinum fyrsta árs framhaldsskóla. Einnig er boðið upp á nám í fyrsta og öðru stigi skipsstjórnar ásamt fiskvinnslufræðum. Skipstjórnarnámið gefur starfsréttindi til skipsstjórnar á fiskiskipum. Fiskvinnslunámið gefúr möguleika á atvinnu á fjölmörgum sviðum í undirstöðuatvinnugrein þjóðarinnar.

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.