Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1997, Side 3

Iðnneminn - 01.10.1997, Side 3
f n i Frá formanni Nú líður að hápunkti vetrarstarfs Iðnnema- sambands Islands, nefnilega þinginu. Þegar þessi orð eru skrifúð er hinum árlega erindrekstri um landið nýlokið og hugað er að skólunum á höfiið- borgarsvæðinu. Að þessu sinni vorum það ég og Brjánn framkvæmdastjóri sem fórum ferðina sem tókst í alla staði vel. Þó verð ég að viðurkenna að fresta þurfti einum fundi á Vopnafirði þar sem við borgarbörnin æduðum að freista þess að keyra yfir heiðina á sumardekkjum. Þarna var um óþarfa bjartsýni að ræða af okkar hálfu og var mikið hlegið að okkur. Aðrir fúndir gengu þó mjög vel og kom félagsvitund dreifbýlisbúa mér skemmtilega á óvart. I allflestum sját'arþorpum sem við heimsóttum var fúll mæting á fúndi og mikiil áhugi á starfi Iðnnemasambandsins. Þegar komið er inn í þéttbýlisstaðina er síðan annað uppi á teningnum. Þar lufsast einn tíl tveir inná fúnd og horfa sljóum augum á aðra fúndarmenn. Oft lenda fúlltrúar Iðnnemasambandsins f því að þurfa að útskýra fyrir fundarmönnum hvað Iðnnemasambandið getur gert fyrir þá. Nú segi ég eins og Kennedy; spurðu ekki hvað Iðnnema- sambandið getur gert fyrir þig, heldur hvað þú getur gert fyrir Iðnnemasambandið. Hinn súri sannleikur í þessu máli er nefnilega sá að öll berum við ábyrgð á stöðu okkar sem náms- menn. Það þýðir nefnilega lítið að treysta endalaust á einhver félagsmálafrík til að redda málunum. Á þeim rúmu fimmtíu árum sem liðin eru frá stofnun INSI hafa kjör iðnnema batnað til muna og það er eingöngu fyrir óeigingjarnt starf iðn- nema að þakka. I dag er veruleikinn sá að vegið er að iðn- og starfsnámi frá öllum áttum og við þurfúm að standa vörð um þau réttindi sem hafa áunnist á undanförnum árum. Á þinginu að þessu sinni er áætlunin að hefja umræður um sameiningu iðn- og starfsnámsnema í ein öflug samtök og stóran þrýstihóp. Ef þessi draumur verður að veruleika erum við að tala um stærstu námsmannasamtök á Islandi þar sem við höfúm tækifæri til að hafa áhrif á þá byltingu sem mun eiga sér stað í menntamálum á næstu árum. Til þess að svo megi verða verður hver iðn- og starfsnámsnemi að gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem hann ber á sínu námi og þróun þess í framtíðinni. Eg vil því hvetja alla að taka iðnnema í dreifbýlinu sér til fyrirmyndar og láta félags- vitundina njóta sín. Drífa Sn&dal 5 Viðtal við qullsmiðanema 6 55. þing INSl 8 Horsens 10-29 Verkmenntaskólar á landsbyqqðinni 31 Heimasíða lNSl 34 OBESSU 36 Viðtal við Jón Boqa Boqason 40 Ólympíuleikarnir I ð n n e m i n n 3

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.