Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1997, Side 28

Iðnneminn - 01.10.1997, Side 28
Iðnfræðslu á Suðurnesjum má rekja til ársins 1943, en þá hófst iðnnám í Keflavík á vegum samtaka iðnaðarmanna í Iðnskólanum í Keflavík. Iðnfræðslunni var hagað með ýmsu móti næstu þrjá áratugi, en árið 1972 var Iðnskóli Suðurnesja formlega stofnaður og hóf starfsemi sína í nýju og glæsilegu húsi við Sunnubraut í Keflavík. Fjölbrautaskóli Suðurnesja var síðan stofnaður 1976 og er því nýlega orðinn tvítugur. Þriggja hæða viðbótarbygging, sem hýsir m.a. verknámið, var tekin í notkun 1992 og er nú allt starf skólans undir sama þaki. I skólanum eru grunndeildir í tréiðnum, málmiðnum, rafiðnum og hársnyrtingu. Auk þess eru áfangar í fatasaumi og framhaldsnám í rafiðnum og bóklegt framhaldsnám í byggingariðnum'. Meistaraskóli er einnig starfræktur við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Aðsókn að skólanum er góð og er oft ekki hægt að taka við öllum sem sækja um nám í verknámsgreinum. Heildarnemcndafjöldi er um 740 og geta verknámsdeildir rúrnað u.þ.b. 60 til 70 nemendur. Rétt er að geta þess að skólinn býður einnig upp á vélstjórnarnám bæði til 1. og 2. stigs réttinda og er stór hluti af því verklegur. Málmiðnaðarbraut Við FS er starfrækt grunndeild málmiðna. Nám í þeirri deild fer eftir sérstakri námsskrá og er nú tvær annir. Breytingar eru þó væntanlegar til lengingar í fjórar annir. Námið er að mestu verklegt og eru smíðaðir ýmsir hlutir. T.d. er smíðaður lítill vörubíll á haustönn þar sem reynir á marga þætti eins og að merkja, saga, sverfa, bora og renna. A vorönn eru fleiri verkefni tii kynningar á vinnu í pípulögnum, blikksmíði, vélsmíði og öðrum þáttum málmiðna. Málmsuða er kennd báðar annir, þ.e. rafsuða (pinnasuða), logsuða og hlífðargassuða. I lok vorannar hefur verið efnt til keppni innan skólans í málmsuðu og hafa verið veitt vegleg verðlaun fyrir bestu frammistöðuna. Farið er í skoðunarferðir í fyrirtæki og í maí s.l. var farið til Danmerkur í 10 daga ferð á vegum Leonardo áætlunarinnar og heppnaðist hún vel. Rafiðnaðardeild Viljir þú verða rafidrki þá getur þú komið í Fjölbrautaskóla Suðurnesja og skráð þig í grunndeild rafiðna, sem er tveggja anna nám eða einn vetur. I grunndeildinni geta verið 12 nemendur í einu. Að grunndeild lokinni er hægt að velja um tvær leiðir, það er að fara í samningsbundið iðnnám (sjá RK 9 í námsvísi) sem rniðast við að gerður er samningur við raftárkjameistara útí í bæ, eða velja þá leið að fara í framhaldsdeild rafiðna í skólanum (sjá RK 8 í námsvísi). Báðum leiðum lýkur með burtfararprófi úr skólanum og hafa þá nemendur rétt á að fara í sveinspróf í rafvirkjun sem aðilar vinnumarkaðarins leggja fyrir nemendur. Störf rafi'irkja tengjast öllum sviðum nútíma samfélags. Rafi'irkinn vinnur jafnt við orkuframleiðslu sem hinar flóknustu raflagnir og viðhald tækjabúnaðar sem notast í samtímanum. Skólinn leitast við að veita nemendum innsýn í alla þessa þætti og gera þá hæfa til að vinna að úrlausnum þeirra verkefna sem þeir taka að sér. 28 Iflnneminn

x

Iðnneminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.