Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1997, Qupperneq 9

Iðnneminn - 01.10.1997, Qupperneq 9
BYGGETEKNISK HÖJSKOLE Mhorsens Xs,léndíngur i Horsens í augnablikinu eru 328 nemendur við skólann og þar af eru 37 Islendingar á aldrinum 20-46 ára. Aðrir námsmöguleikar við skólann : Korta- og landmœlinjjar, Véliðnfr&ði, Txkniteiknun, Alþjúðanámskeið í byggingarfraði og landakortajjerð. Frá verktaka til nemenda. í Reykjavík útskrifaðist Hjörtur Hans Kolsoe sem trésmiður og var í læri hjá Agústi Ágústs- syni húsasmíðameistara. I gegnum árin hefúr Hjörtur stundað margvísleg störf. Hann hefur unnið sjálfstætt sem smiður og verið í verktakabransanum. Árið 1994 losaði hann og fjölskylda hans sig við allar sínar eigur og keypti ferjumiða til Danmerkur. „Pað hefúr alltaf verið draumur minn að læra meira, svo rann stundin upp og ég var staddur í ferju á leið til Danaveldis með hnút í maganum og hugsaði um hvern fjandann ég væri búin að koma mér út í. Ég væri nú ekkert unglamb lengur“ segir Hjörtur. „Það voru 11 íslendingar sem hófu nám sama haust og ég og hefúr þetta verið í alla staði jákvæður og skemmtilegur tími. Danskan var erfið fyrstu mánuðina, en áður en ég vissi, var maður farin að halda uppi samræðum“ segir Hjörtur og glottir. í dag er Hjörtur 44 ára og segist vera tilbúinn að takast á við veröldina og setjast að hvar sem er. íslendingur í Horsens. Hjörtur Hans Kolsoe varð lengi hugsi, þegar skólafélagar hans völdu hann til að vera formann fyrir Kúltinn - menningar- og hátíðar- deild skólans og jafnframt formann ljósmynda- klúbbs nemendafélags Byggeteknisk Hojskole í Horsens. Þegar þetta gerðist var hann búin að vera stuttan tíma í Danmörku og enn styttri í skólanum. „En hann sagði já. Síðan hafa nemendur, skólinn og hann verið mjög ánægðir. I’að hcfúr verið rneiri háttar að vera með í þessari starfsemi og vinna með nemendum, umsjónar- mönnum, kennurum, starfsfólki eldhúss, já öllum í skólanum“, segir Hjörtur. „I Horsens er fjölmennt Islendingafélag með dagskrá allan ársins hring, en ég valdi að nota krafta mína og frítíma við skólann.“ „Mér líður ekki eins og útlendingi hér“, segir Hjörtur, sem er útskrifaður byggingar- iðnfræðingur og les áfram til Byggingar- fræðings. Hans, ens og hann kallar sig í Danmörku, hefur verið með í að undirbúa veislur, böll, menningardaga, revíur, opin hús og vígslu á nýuppgerðum byggingum skólans. Alþjóðalína. Nám til byggingarffæðings valdi hann að taka á alþjóðalínu við Byggeteknisk Hojskole í Horsens, sem fram fer alfarið á ensku og þar sem skiptinemar koma allstaðar að úr Evrópu og vinna með nemendum í hópum. „Ég fer ekki sjálfúr sem skiptinemi, því ég þarf að hafa mikið fyrir náminu og finnst þá betra að vera hér í skólanum. En það gegnir öðru máli þegar ég er búinn, þá get ég vel hugsað mér að vinna í öðrurn löndum. T.d. í Evrópu, Afríku eða s-Ameríku. Námið er byggt upp á mikilli hópvinnu og er það mjög spennandi að vinna með nemendum frá Spáni, Póllandi, Wales, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Frakkalandi og Pý- skalandi. Maður lærir ntikið af þessu fólki og menningu þeirra“, segir Hjörtur. Hann er núna á 6 önn, þar sem nemendur vinna mikið með skipulagningu á stór- spenntum mannvirkjum svo sem íþróttahöllum og iðnaðarmannvirkjum. Áður var hann búin að vinna með íbúðarhús, blokkir og enduruppbyggingu á gömlum húsum og á lokaönn á hver nemandi fyrir sig að velja sér verkefni og skrifa ritgerð um eitthvert sérverkefni innan byggingageirans. Með prófskírteini höndunum í desember mun Hjörtur sækja um vinnu í faginu hér í Danmörku til að ná sér í reynslu. Hann og fjöl- skylduna langar að sjá meira af Evrópu. „Okkur hefur alltaf langað að ferðast og í gegnum námið hefúr maður kynnst mörgum Evrópubúum og hef ég niörg heimilisföng hjá fólki sem hefúr verið með mér í skólanum“, segir Hjörtur Hans Kolsoe að lokum. I ð n n e m i n n 9

x

Iðnneminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.