Iðnneminn


Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 11

Iðnneminn - 01.10.1997, Blaðsíða 11
skólans einu sinni í mánuði. Fá eru hin ýmsu mál er varða nemendafélagið rædd og ákvarðanir teknar, auk þess sem boðið er upp á ýmis skemmtiatriði. Það er vonandi að þú lesandi góður sjáir af framantöldu að félagslíf í FVA er mjög íjölskrúðugt og flestir finna þar sitthvað við sitt hæfi. Eins og allir vita er félagslífið mikilvægur hluti af skólagöngunni ekki síður en námið. Því man fólk hvað mest eftir er það rifjar upp skólaár sín og þátttaka í félagslífi er eitthvað sem maður býr að alla ævi. Um síðustu áramót gekk í garð frjáls félagaaðild að nemendafélögum. Fað þýðir að námsmenn eru ekki lengur skyldaðir til að vera í nemendafélögum. Stjórn NFFA var uggandi yfir því að félagsmönnum myndi fækka verulega en raunin varð önnur. Yfir 80% nemenda kaus að vera í nemendafélaginu og hefur hið nýja fyrirkomulag ekki komið niður á félagslífinu. Það kostar meiri vinnu en áður fyrir stjórnarmenn því svona hátt hlutfall næst ekki sjálfkrafa og nauðsynlegt er að vera stöðugt á verði eigi það að haldast áfram. Mikill hugur er í mönnum og ekki annað að sjá en að NFFA geti verið öflugt félag nemenda um ókomin ár. Strákafög - stelpufög Viðtal við Jónínu Margréti Sigmundsdóttur rafvirkjanema Skipting kynjanna í hin hefðbundnu stráka- og stelpufög er ansi lífseig. I’að er því undantekning ef stelpur sjást úti í verknámsdeild en ef vel er leitað má stundum finna eina og eina. Jónína Margrét Sigmundsdóttir er ein þeirra. Hún hefiir lokið grunndeild rafiðna og stundar nám í rafvirkjun. Hvers vegna ákvaðst þú að fara í nám í rafvirkjun? Mig langaði til að prófa eitthvað nýtt, eitthvað sem ég hef aldrei prófað áður. Mér fannst þetta nám hljóma mjög spennandi. Fegar ég hugsa til framtíðarinnar þá vil ég frekar vinna við eitthvað verklegt en til dæmis skrifstofustörf eða álíka. Hvernig viðbrögð hefur þú fengið? Mjög góð. Vinir mínir voru fýrst mjög hissa en jákvæðir. Mér var vel tekið hjá strákunum úti í verknámi. Feir “bögga” mig samt stundum af því ég er eina stelpan en það er bara stríðni. Við náum mjög vel saman og hjálpumst að. Kennararnir tóku mér mjög vel og hafa verið einstaklega hjálplegir. Hvers vegna velja svona fáar stelpur iðngreinar? Ég veit það ekki. Mér sjáltri fannst mjög skrítið að byrja í þessu námi. Mér fannst þetta vera strákaheimur og þeir einir ættu að þekkja þessa hluti. Ég kunni ekki neitt og hafði ekki áhuga á þessu áður en ég byrjaði í náminu. En ég kom hingað til að læra og það gengur vel þótt stundum finnist mér það taka lengri tíma hjá mér en hjá strákunum. Margir þeirra hafa það sem áhugamál að rífa í sundur hluti, t.d. er einn með skerta sjón eftir að hafa fengið sýru úr rafgeymi framan í sig sem hann var að rífa í sundur. Mér finnst stelpur hafa jafnmikið a'ð gera í þetta fag og strákar jafnvel þótt þær hafi ekki verið að rífa í sundur raftæki allt sitt líf eða fengið sýru úr rafgeymi í andlitið. Rifur þú í sundur raftæki í frístundum? Nei, ég þori það ekki strax. Herbergið mitt hefur því ekki að geyma sundurrifin tæki út um allt. Eina tilraunin mín á þessu sviði var þegar ég var að prófa fjölsviðsmælinn sem marnrna gaf mér í jólagjöf. Ég stakk honum í innstunguna en þá sprakk hann og eyðilagðist. Eiríkur kennari ætlar að reyna að laga hann. Hvernig heldurðu að þér gangi að fá starfssamning að námi loknu? Ég veit ekki hvernig það gengur fýrir sig en ég hef enga ástæðu til annars en að vera bjartsýn. Hver eru þín framtíðaráform? Ég stefni á að klára sveinspróf í rafvirkjun. Mig langar til að hanna lýsingar í byggingar og um þessar mundir er ég að kanna hvernig ég eigi að haga mínu námi í samræmi við það. CAD/CAM forrit. Sá sem hannar hlut byrjar á því að teikna hann í forritinu. Samfara býr það til undirforrit fyrir hlutinn og tiltekna gerð af tölvustýrðri iðnaðarvél. Aður þurfti að teikna hann upp og síðan að búa til forritið fýrir vélina. Fetta sparar mikinn tírna. I’eir sem þekkja til segja þetta forrit eitt hið öflugasta fyrir tölvustýrðar vélar í dag. Forritið sem skólinn fékk er eitt aðalforrit en einnig fýlgir skólaútgáfa þar sem möguleiki er að afrita það fyrir nemendur og geta þeir þá unnið með það heinra. Nemendur sem eru á fimmtu önn í vélsmíði læra á forritið en FVA er í fararbroddi íslenskra verknámsskóla hvað varðar kennslu og búnað fyrir tölvustýrðar iðnaðarvélar og er eini framhaldsskólinn sem hefixr sérstakan áfanga þar sem kennt er á tölvustýrðar vélar. Nemendafélagið - NFFA Innan FVA starfar Nemendafélag Fjölbrautaskóla Vesturlands, NFFA. Fað sér urn félags- og skemmtanalíf nemenda og stendur fyrir ýmsum viðburðum. Með æðstu völd NFFA fer aðalstjórn en hana skipa forseti, gjaldkeri og ritari. Far að auki eru fjölmörg önnur embætti, t.d. skemmtanastjóri, viðburðarstjóri, formenn hinna ýmsu klúbba svo eitthvað sé nefnt. NFFA á einnig sína fulltrúa í skólaráði og skólanefnd. Síðastliðinn vetur var starfið mjög blómlegt og verður hér getið þess helsta sem fram fór. A haustönn fór fram busavígsla, haustdagar NFFA, leikhúsferð, skólaheimsókn í útibú FVA á Snæfellsnesi, spútnikvika, tónlistarkeppnin „Frumurokk“ sem síðan var gefin út á geisladiski, tónleikar með Todmobile o.fl. A vorönn var hápunkturinn leiksýningin „Fú ert í blóma lífsins, fiflið þitt“, opnir dagar voru 25.2. til 1.3. og enduðu þeir með árshátíð NFFA. Nemendur söfnuðu fyrir skólauppbyggingu á Indlandi í Islensku dagsverki, haldið var málþing um álverið á Grundartanga o.fl. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru því fjölmargt annað var gert. Klúbbar NFFA eru alls 9 og starfa þeir hver á sínu sviði, t.d. tónlistar-, kvikmynda-, lista-, íþróttaklúbbur o.fl. Kaffihúsakv'öld hafa notið mikilla vinsælda og þannig kvöld voru haldin með jöfnu millibili og var þá mötunevtissalnum breytt í kaffihús þar sem fjölbreytt dagskrá fór fram. NFFA sendi fulltrúa sína í ræðukeppni Morfís og spurningakeppni framhaldsskólanna og nemendur fjölmenntu og studdu sína rnenn. Tvisvar s.l. vetur rak NFFA úwarpsstöðina „Blómið“ tímabundið þar sem nemendum gafst kostur á að vera með þætti. Stjórn NFFA fundar með öllum nemendum I ð n n e m i n n n

x

Iðnneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnneminn
https://timarit.is/publication/361

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.