Fréttablaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 10
10 2. nóvember 2009 MÁNUDAGUR
Samsung Electronics ákvað að bjóða þessa þjónustu um leið og ljóst var, að
framleiðslugalli gæti hugsanlega valdið bilun í afþýðingarkerfi viðkomandi
kæliskápa.
Í undantekningartilvikum geta neistar myndast innan afþýðingarkerfisins og
hugsanlega valdið eldhættu og jafnvel slysahættu eða varanlegum skemmdum
á kæliskápnum.
Þó að afar litlar líkur séu á því að gallinn sé til staðar, hefur Samsung
ákveðið að bjóða eigendum viðkomandi kæliskápa ókeypis heimsóknar- og
viðgerðarþjónustu. Viðgerðarfólk okkar kemur í heimsókn, yfirfer kæliskápinn
og gerir við hann á staðnum ef þess reynist þörf. Í öryggisskyni mun þjónustan
einnig ná til þeirra tvöföldu kæliskápa sem eru með sambærilegt afþýðingar-
kerfi. Þær gerðir sem um ræðir eru taldar upp hér að neðan.
Ef þú ert eigandi að tvöföldum Samsung kæliskáp, hringdu í síma 530 2800
eða 461 5000 og fáðu nánari upplýsingar um kæliskápinn þinn. Þú getur
einnig sent okkur fyrirspurn í tölvupósti á netföngin oskarh@ormson.is eða
bjarni@radionaust.is. Ókeypis heimasóknar- og viðgerðarþjónusta Samsung
hefst 2. nóvember n.k.
Vörugæði, neytendavernd og ánægja viðskiptavina eru forgangsmál hjá Sams-
ung. Við kunnum viðskiptavinum okkar bestu þakkir og biðjumst velvirðingar á
þeim óþægindum sem þetta mál kann að valda.
ÁRÍÐANDI TILKYNNING
SAMSUNG RS 21 TVÖFALDIR KÆLISKÁPAR
Samsung Electronics á Íslandi hefur opnað heimsók-
nar– og viðgerðarþjónustu fyrir tvöfalda kæliskápa af
gerðinni RS21. Þjónustan tengist viðgerð á hugsanlegum
galla sem gert hefur vart við sig í einstökum kæliskápum,
framleiddum á tímabilinu mars 2005 fram í júní 2006.
Framleiðslu á þessari gerð kæliskápa hefur verið hætt.
Eftirfarandi gerðir falla undir ókeypis
heimsóknar- og viðgerðarþjónustuna okkar:
RS21, RS23, RS55, RS56, RS60, RSH1, RSH3,
RSE8, RSJ1, SN62, SN67
DÓMSMÁL Fatahönnuðurinn Guðmundur Hall-
grímsson hefur verið dæmdur til að greiða
verktaka ríflega 300 þúsund króna skuld.
Deilan snerist um smíði
fiskabúrs sem notað var á
tískusýningu á Nasa.
Verktakinn sem krafðist
launanna smíðaði stálgrind
utan um glerið í búrinu.
Þegar upp var staðið lak
vatn úr búrinu og um allan
staðinn og þurfti að lokum
að kalla til slökkvilið til að
dæla úr búrinu og hreinsa
af gólfinu.
Guðmundur hélt því fram
að hann hefði samið um að smíði stálgrindar-
innar myndi kosta 60 þúsund krónur. Hann
vildi auk þess fá greiðslu frá grindarsmiðn-
um fyrir kostnaðinum sem varð vegna lek-
ans.
Verktakinn sagðist hins vegar aldrei hafa
gert samning um 60 þúsund króna greiðslu
– verkið hefði þvert á móti kostað ríflega 300
þúsund krónur. Svo háa upphæð neitaði Guð-
mundur að borga.
Héraðsdómur féllst á rök verktakans úr
því að ekkert skriflegt samkomulag lá fyrir
um lægri greiðsluna. Dómurinn taldi einnig
að verktakinn hefði enga sök átt á lekanum
mikla úr búrinu. - sh
Fatahönnuður tapar máli sem smiður stálgrindar utan um fiskabúr höfðaði:
Hriplekt fiskabúr fyrir dómstóla
GUÐMUNDUR
HALLGRÍMSSON
FISKABÚR Það voru aldrei neinir fiskar komnir í búrið
leka á Nasa, þegar þurfti að taka það í sundur með því
að brjóta glerið.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/PJETU
R
MARAÞON New York-maraþonið fór
fram í gær og hlupu þátttakendur yfir
Verrazano Narrows-brúna í upphafi
hlaupsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
AFGANISTAN, AP Seinni umferð for-
setakosninga mun fara fram í
Afganistan um næstu helgi þrátt
fyrir að forsetinn, Hamid Karzai,
sé einn í framboði. Keppinautur
hans, Abdullah Abdullah, dró fram-
boð sitt formlega til baka í gær.
Abdullah segir að kosningarn-
ar verði ekki heiðarlegar. Kröf-
um hans um aðgerðir til að koma í
veg fyrir kosningasvindl hafi ekki
verið mætt, en hann hafði krafist
þess að forsetinn skipti út fulltrú-
um í kosningastjórn en það var ekki
gert. Eftir fyrri umferð kosning-
anna var þriðjungur atkvæða Karz-
ai ógildur af kosningaeftirlitsmönn-
um vegna svindls. Abdullah segir
það hag þjóðarinnar að hann dragi
framboðið til baka. Hann sagðist í
samtali við fréttamenn ekki ætla að
hvetja fólk til að sniðganga kosning-
arnar, stuðningsmenn hans ættu að
gera það upp við sig sjálfir hvort
þeir kjósi eða ekki. Hann hvatti
fólk þó til þess að mótmæla ekki.
Sendiherra Bandaríkjanna í land-
inu hafði fundað stíft með forseta-
frambjóðendunum tveimur langt
fram á nótt á laugardag með það
í huga að mynda samsteypustjórn
þar sem þeir myndu deila völdum.
Þar krafðist Abdullah þess að þrír
meðlimir kosningastjórnarinnar
yrðu látnir fara ásamt þremur ráð-
herrum. Þá vildi hann að breytingar
yrðu gerðar á stjórnarskránni svo
hann hefði áhrif á val á ráðherrum
og aðrar stórar ákvarðanir, sam-
kvæmt heimildum AP-fréttastof-
unnar. Karzai hafnaði þessu öllu
snemma á sunnudagsmorgun. Það
að Abdullah hafi ekki hvatt fólk til
að sniðganga kosningarnar er talið
benda til þess að hann sé tilbúinn
til frekari viðræðna, sé forsetinn
tilbúinn til þess.
Málið hefur komið sér illa fyrir
Bandaríkjastjórn, sem reynir að
ákveða hvort senda skuli tugi þús-
unda hermanna til viðbótar til
Afganistans. Hún telur að sam-
steypustjórn og samvinna sé besta
leiðin til þess að ná árangri í stríð-
inu gegn talibönum. Ágreining-
ur um kosningarnar hafi sundrað
þjóðinni, sem ætti að standa saman.
Átökin hafa harðnað og í október-
mánuði létust að minnsta kosti 57
bandarískir hermenn. Stjórnin
hafði ætlað að bíða eftir úrslitum
kosninganna til að tilkynna ákvörð-
un sína. thorunn@frettabladid.is
Forseti Afganistans
einn í framboði
Abdullah Abdullah dró framboð sitt til forseta Afganistans til baka í gær eftir
að viðræðum um samsteypustjórn var hætt. Hann segir að kosningarnar hefðu
ekki getað orðið heiðarlegar. Kosningarnar munu fara fram þrátt fyrir þetta.
BANDARÍKIN, AP Michael Bloomb-
erg, borgarstjóri í New York og
milljarðamæringur, eyðir 35
þúsund dollurum á klukkustund
í kosningabaráttu um þessar
mundir. Peningarnir koma allir
frá honum sjálfum og stefnir bar-
áttan í að kosta hann rúmar 100
milljónir dollara í allt. Barátt-
an er nú þegar orðin sú langdýr-
asta sinnar tegundar. Hann býður
sig nú fram þriðja kjörtímabilið
í röð.
Bloomberg hefur frá byrjun
haft forskot á William Thomp-
son, keppinaut sinn, og mælist
nú með 15 til 18 prósenta meira
fylgi. Hann hefur kaffært aug-
lýsingaherferðir Thompsons
frá því í apríl. Thompson hefur
gagnrýnt Bloomberg mikið fyrir
að hafa fengið í gegn breytingar
sem gerðu honum kleift að bjóða
sig fram í þriðja skipti. Lög höfðu
kveðið á um að borgarstjóri gæti
aðeins setið tvö samfelld kjör-
tímabil og Bloomberg hafði verið
fylgjandi því allt þar til í fyrra.
Hann sannfærði borgarráðið um
að borgin þyrfti á fjármálaþekk-
ingu hans að halda til þess að
komast upp úr kreppunni. Borg-
arráðið samþykkti það og því er
Bloomberg í framboði á ný.
- þeb
Michael Bloomberg borgarstjóri í New York heyr dýra kosningabaráttu:
Eyðir 35.000 dollurum á tímann
BLOOMBERG Borgarstjórinn er 67 ára
gamall og býður sig nú fram í þriðja
sinn.
Á FUNDINUM Abdullah tilkynnti um ákvörðun sína á fundi með fréttamönnum í
gærmorgun. Hann hélt tilfinningaþrungna ræðu þar sem hann ræddi kosninga-
svik og sagði ákvörðunina hafa verið mjög erfiða. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Fyrri umferð forsetakosninganna fór fram hinn 20. ágúst en endanleg
niðurstaða fékkst í október. Tvö þúsund kvartanir um kosningasvindl voru
tilkynntar og þær 600 alvarlegustu voru sérstaklega skoðaðar.
Um þriðjungur þeirra atkvæða sem forsetinn Hamid Karzai fékk var dæmdur
ógildur. Karzai fékk á endanum 49,7 prósent atkvæða en hefði þurft 50
prósent til þess að verða kjörinn í embættið. Abdullah Abdullah fékk 30,6
prósent atkvæðanna.
Hamid Karzai var kjörinn forseti landsins árið 2004, en hafði stjórnað því
frá því í desember 2001. Abdullah var utanríkisráðherra í stjórn Karzai en var
rekinn árið 2006.
KOSNINGARNAR
FR
ÉTTA
B
LA
Ð
IÐ
/A
P