Fréttablaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 16
16 2. nóvember 2009 MÁNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Um 20 ár eru liðin frá því að Alina
Dubik kom hingað til lands frá Pól-
landi ásamt lítilli dóttur sinni og eigin-
manni sem þá ætlaði að spila um stutta
hríð í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Dvöl
fjölskyldunnar ílengdist mjög og Alina
hefur getið sér afar gott orð sem óp-
erusöngkona hér á landi auk þess að
vera eftirsóttur söngkennari. Nokkr-
ir af nemendum hennar ætla að halda
henni til heiðurs söngveislu í kvöld
í tilefni þess að nú eru um 20 ár frá
komu hennar hingað til lands.
„Mér finnst þetta mjög fallegt og
hlakka mikið til,“ segir Alina um uppá-
tæki nemenda sinna. Að henni með-
talinni koma fram á tónleikunum sjö
söngkonur. Flutt verða sönglög, aríur
og dúettar eftir Tsjækovski, Saint-
Saens, Caccini, Jón Ásgeirsson, Fauré,
Vivaldi, Ponchielli, Poulenc, Puccini,
Mussorgsky, Catalani og Bizet. Tón-
leikarnir fara fram í Salnum í Kópa-
vogi og hefjast klukkan átta. Með á
píanó leikur Ástríður Alda Sigurðar-
dóttir
Ferill Alinu spannar langan tíma. Í
stuttu máli sagt útskrifaðist hún frá
Tónlistarskólanum í Gdansk í Pól-
landi árið 1985 eftir að hafa stundað
nám hjá prófessor Barböru Iglikow-
sku. Samhliða námi söng hún með Óp-
erunni í Kraká í heimalandi sínu. Hún
hefur komið fram sem einsöngvari í
Þýskalandi, Lúxemborg, Ítalíu, Sviss
og hér á landi meðal annars með Sin-
fóníuhljómsveit Íslands í óperuupp-
færslunni á Óþelló eftir Verdi.
Alina og eiginmaður hennar eiga þrjú
börn sem öll hafa látið til sín taka í
tónlistinni. Elst þeirra er Magdalena
Dubik fiðluleikari, en hún var kjörin
fegurðardrottning Reykjavíkur fyrir
skömmu.
Alina segist alla tíð hafa notið þess
mjög að starfa við kennslu, jafnvel
þótt það hafi orðið til þess að hún hafi
haft minni orku til að syngja á tónleik-
um. „Ég hef mikla ánægju af því að
vinna með fólki,“ segir hún.
Undanfarið segist Alina hafa verið
að endurnýja tengsl sín við pólska tón-
listarstrauma. Hún kenni meðal ann-
ars nokkrum nemendum sínum að
syngja á pólsku áður en þeir halda til
keppni í Varsjá. Auk þess hefur hún
sungið allar aríur Fryderyks Chop-
in inn á disk en Jónas Ingimundar-
son sér um upptökuna. En þar fyrir
utan segist hún hafa verið að end-
urnýja kynni sín á pólska tónskáld-
inu Karol Szymanowski. „Þegar ég
var yngri þótti mér skemmtilegra
að syngja á rússnesku, frönsku eða
þýsku heldur en pólsku en nú er ég að
enduruppgötva Szymanowski í gegn-
um Youtube,“ segir Alina glettnislega
og bætir við að þótt hann sé ekki jafn
þekktur og margir aðrir tónsnillingar
sé tónlist hans afar fögur.
karen@frettabladid.is
ALINA DUBIK: HEIÐRUÐ AF NEMENDUM SÍNUM Á TÓNLEIKUM Í KVÖLD
Endurnýjar kynni sín við
pólsk tónskáld á Íslandi
FJÖLHÆF LISTAKONA Söngkonan Alina ætlaði sér aðeins að stoppa í fáeina mánuði þegar hún
kom fyrst hingað til lands árið 1989. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Þennan dag árið 1906 hóf fyrsta
kvikmyndahús á Íslandi göngu
sína í Fjalakettinum við Aðal-
stræti í Reykjavík og nefndist
Reykjavíkur Biograftheater og
varð seinna Gamla bíó.
Þegar Fjalakötturinn var rifinn
1985 í borgarstjórnartíð Davíðs
Oddssonar var bíósalurinn tal-
inn einn sá elsti uppistandandi í
heiminum. Ákvörðunin um nið-
urrif hússins var mjög umdeild
og um hana stóð töluverður
styr og er um hann getið í bók-
inni Ljósin slökkt og filman rúllar eftir Björn Inga
Hrafnsson.
Fjalakötturinn var teiknaður af Valgarð Ö.
Breiðfjörð og oft kallað Breiðfjörðshús. Árið 2005
var opnaður veitingastaður með nafninu Fjala-
kötturinn í nýju hóteli Hotel
Reykjavik Centrum en það var
teiknað með það fyrir augum
að það liti út eins og þau þrjú
hús sem áður stóðu við Aðal-
stræti, og sá hluti byggingarinn-
ar sem veitingastaðurinn er í er
teiknaður eftir Fjalakettinum.
Fjalakötturinn var ekki lengi
eina kvikmyndahúsið á Íslandi
því árið 1912 tók Nýja bíó til
starfa. Við það varð Reykjavík-
ur Biograftheater að Gamla bíói
í hugum bæjarbúa þótt það
hefði vart slitið barnsskónum. Gamla bíó flutti
svo á þriðja áratugnum upp á Ingólfsstræti þar
sem kvikmyndasýningum var áfram haldið þar til
á níunda áratugnum. Nú er þar Íslenska óperan.
Heimild: Wikipedia.org.
ÞETTA GERÐIST: 2. NÓVEMBER 1906
Íslendingar fá kvikmyndahús
FJALAKÖTTURINN AÐALSTRÆTI
Nú stendur hús Tryggingamið-
stöðvarinnar á sömu lóð við hlið
Morgunblaðshöllinni.
MERKISATBURÐIR
1912 Skátafélag Reykjavíkur er
stofnað í Fjósinu, bakhúsi
Menntaskólans í Reykjavík.
1913 Morgunblaðið hefur
göngu sína. Stofnandi og
fyrsti ritstjóri þess er Vil-
hjálmur Finsen.
1914 Lög um notkun bifreiða
ganga í gildi. Réttur til að
stjórna bifreið er bundinn
við 21 árs aldur. Hámarks-
ökuhraði er 15 km/klst
í þéttbýli en 35 km/klst
utan þess.
1941 Mesta flugslys á Íslandi
fram til þessa verður er
bandarísk flugvél ferst á
Langahrygg á Reykjanesi
og með henni 11 menn.
1946 Íslendingar taka við yfir-
stjórn flugumferðar yfir
Norður-Atlantshafi, allt frá
Hjaltlandseyjum til Græn-
lands og á norðurpól.
MARIE ANTOINETTE (1755 – 1793)
FÆDDIST ÞENNAN DAG.
„Í ógæfunni þekkir maður
sjálfan sig.“
Fædd sem hertogaynja Aust-
urríkis, varð síðar drottning
Frakklands og Navarra. Hún
var gift Loðvík XVI., Frakk-
landskonungi og var móðir
„týnda“ ríkisarfans Loðvíks
XVII. Hún var hálshöggvin í
frönsku byltingunni eftir að
hafa verið dæmd fyrir landráð
og fleiri glæpi.
AFMÆLI
ÓFEIGUR
SIGURÐS-
SON skáld er
34 ára.
KJARTAN
ÓLAFSSON
stjórnmála-
maður er
56 ára.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Þuríður H. Beck
Breiðuvík 18, Reykjavík,
sem andaðist 24. október, verður jarðsungin frá
Langholtskirkju þriðjudaginn 3. nóvember kl. 13.00.
Jón Gunnar Júlíusson
Hallfríður Jónsdóttir
Kristín G. Jónsdóttir Guðmundur B. Kristinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar og amma,
Jóhanna Herdís
Sveinbjörnsdóttir
frá Vestmannaeyjum,
Borgarholtsbraut 20, Kópavogi,
lést á Landspítalanum, Landakoti, sunnudaginn
25. október. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju
föstudaginn 6. nóvember kl. 15.00.
Ríkharður H. Friðriksson
Jóhanna Vigdís Ríkharðsdóttir
Kristín Helga Ríkharðsdóttir.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður, stjúpföður, tengdaföður, bróð-
ur, mágs, afa og langafa,
Þorsteins Kristinssonar
Hörgshlíð 20, Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á líknardeild
Landspítalans í Kópavogi fyrir einstaklega góða
umönnun og viðmót.
Frida Petersen
Kristinn Már Þorsteinsson
María Þorsteinsdóttir Karl Sigurðsson
Ingibjörg Þorsteinsdóttir Hans Jakob Beck
Ester Þorsteinsdóttir Þröstur Jensson
Eyðstein Wardum Súsanna S. Wardum
Alf Wardum Unnur Sigurjónsdóttir
Hallur Wardum Marjun F. Wardum
Klara Kristinsdóttir Vignir Daníel Lúðvíksson
afabörn og langafabörn.
Eiginkona mín,
Helga Ingólfsdóttir
semballeikari,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju í dag, 2. nóv-
ember, kl. 15 en tónlistarstund hefst kl. 14.30. Þeim
sem vilja minnast Helgu er bent á Sumartónleika í
Skálholtskirkju, kt. 700485-0809, reikningur 0334-13-
554431.
Þorkell Helgason.
Ástkær eiginmaður minn, sonur, faðir,
bróðir, stjúpi og afi,
Þorlákur Gestur Jensen
Skúlagötu 64, Reykjavík,
sem lést á líknardeild Landspítalans Kópavogi
fimmtudaginn 22. október, verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. nóvember kl.
15.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Blóm
og kransar afbeðin. Þeim sem vilja minnast hans
láti Krabbameinsfélög njóta þess. Sérstakar þakkir
til Sigurðar Björnssonar læknis og Kristjönu hjúkr-
unarfræðings ásamt öllu starfsfólki líknardeildar í
Kópavogi fyrir alla ástúð og hlýju er þið sýnuð honum
og okkur. Guð blessi ykkur öll.
Hólmfríður Jónsdóttir
Hálfdán Ingi Jensen Soffía Sveinbjörnsdóttir
Hulda Margrét Þorláksdóttir Davíð Ingvason
Guðni Óskar Jensen Kristbjörg Sveinsdóttir
Jón Múli Franklínsson
börn og barnabörn.