Fréttablaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 20
 2. NÓVEMBER 2009 MÁNUDAGUR2 ● fréttablaðið ● híbýli og viðhald ● LISTAVERK ÚR GÓÐGÆTI Þessir skemmtilegu vasar vöktu athygli á hönnunarviku í Hollandi á dögunum. Tvíeykið Andrea Trimarchi og Simone Farresin, eða Formaf- antasma eins og þeir kalla sig, standa á bakvið vasana sem nefnast einu nafni The Baked project. Þar fóru þeir Trimarchi og Farresin þá óhefðbundnu leið að nota hráefni eins og hveiti, salt, sykur og kaffi út í leirinn, mótuðu svo vasana og skreyttu útkomuna svo með kringlum, brauði og fleira góðgæti. ● SÉRSTÖK SJÁLFSMYND Hollenski hönnuð- urinn Ka-Lai Chan hefur verið að velta lífinu og til- verunni fyrir sér að undanförnu eins og sést meðal annars af nýjasta útspilinu, stólnum Sjálfsmynd eða Selfportrait. Chan er að eigin sögn lokaður persónu- leiki sem hefur oft bælt niður tilfinningar sínar, með þeim afleiðingum að henni finnst hún vera að því komin að springa. Hnúður- inn á stólnum endurspeglar þá upplifun og gerir stólinn hvort tveggja í senn heill- andi og óhugnanlegan. ● MÍNIMALÍSKT Á VEGGINN Breski hönn- uðurinn Simon Lumb á heiðurinn af þessari skondnu klukku, sem kallast Target Clock. Lumb var tvö ár að hanna klukkuna þar sem hann reyndi eftir fremsta megni að einfalda í útliti dæmigerða vegg- klukku. Svarta línan, sem sést á klukkunni á myndinni, kemur í stað vísis og fer heil- an hring á mínútu, eða þar til skífan er öll svört. Þá tekur hvítur við og svo aftur svartur og þannig skiptir klukkan „litum“ á mínútufresti. Áhugi er fyrir því að koma vöru Guðrúnar Sigríðar Guðrúnardóttur hugvitskonu í um 1.500 byggingar- vöruverslanir í Frakklandi einu. Hún getur þó ekki sent vörur sínar þangað þar sem hún fær ekki vör- una leysta úr tolli. Gámar eru fastir í Frakklandi og Íslandi og má áætla að yfir tíu milljónir eða 50 þús- und evrur þurfi til að greiða flutningskostnað á þeim en á því strandar málið. Fyrirtæki Guðrúnar heitir Gips-plug ehf. og hefur það einkaleyfi fyrir gifstöppum sem notaðir eru til að gera við veggi á einfaldan hátt. Varan er til sölu í flestum byggingarvöruverslunum hér á landi. Fram- leiðslan fer fram í Kína en Guðrún segir að ekki hafi verið áhugi fyrir því að hefja framleiðslu hér á landi þótt það hefði hún gjarnan viljað. Í september flutti hún svo til Frakklands og segir ástæðuna vera þá að of erfitt sé að vera í fyrirtækjarekstri hérlendis. Guðrún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir vöru sína, meðal annars fékk hún silfurverðlaun frá Samtökum evrópskra hugvitskvenna (European women inventors and innovators network, EUWIIN). Markaðurinn fyrir vöruna þykir ógnarstór enda hús- eigendur æði margir í veröldinni. Hún segist þó eiga í miklum erfiðleikum með að útvega fyrirgreiðslu frá fjárfestum og opinberum aðilum þar sem rekst- ur hennar þyki of áhættusamur. „Samt er ég að fram- leiða áþreifanleg verðmæti sem markaður er fyrir út um allan heim og hentar öllum hópum.“ Hún bætir við að sama hafi verið upp á teningn- um fyrir bankahrun. Hennar fyrirtæki hafi þó lifað hrunið ólíkt mörgum þeim sem ekki þótti áhættu- samt að fjárfesta í. Guðrún segir að uppgjöf sé ekki til umræðu. Of mikil vinna hafi verið lögð í kynningu, einkaleyfi og til að fá réttu aðilana til samstarfs við sig. „Ég er allt of þrjósk til þess að gefast upp enda veit ég að vara mín er góð.“ - kdk Kemur ekki vörunni áfram Guðrún Guðrúnardóttir hugvitskona segir sárt að geta ekki skapað verðmæti úr vöru sinni vegna skorts á fyrirgreiðslu og stuðningi. Lengi voru sett upp dökk gluggatjöld fyrir veturinn og ljós á vorin. Svo virðist sem sú tilhneiging hafi breyst og jafnvel snúist við auk þess sem margir velja ljós gluggatjöld allan ársins hring. Gluggar spila stórt hlutverk á heimilinu. Með því að þrífa rúð- urnar og skipta um gluggatjöld stöku sinnum fá gluggarnir nýtt líf, og ekki bara þeir, heldur líka veröldin beggja vegna við þá. Heppilegt er að vera í takt við árstíðirnar og skipta um glugga- tjöld haust og vor. Lengi var til- hneigingin sú að setja upp þykk- ar, dökkar og hlýlegar gardínur á haustin sem virkuðu eins og hýði bjarnarins og lífga svo upp á heim- ilið á vorin með léttum og ljósum tjöldum og leyfa birtunni flæða inn. Þetta er auðvitað ósköp fallegt en ekki að sama skapi skynsam- legt. Á haustin þurfum við nefni- lega á þeirri litlu dagsbirtu að halda sem í boði er og ættum því heldur að setja upp ljósar gardín- ur, þótt ekki sé mælt með gegnsæj- um þar sem ljósanotkun innanhúss eykst á dimmum vetrarkvöldum. Á vorin er hins vegar meiri ástæða til að draga fram dekkri tjöld til að vera ekki með sólina í augum alla nóttina yfir sumarið. Ásdís Sigurðardóttir hjá Z-brautum og gluggatjöldum segir viðskiptavini í auknum mæli velja ljósar gard- ínur jafnt á haustin sem á vorin. „Á vorin er hins vegar mikið keypt af myrkvunartjöldum en þau geta líka verið ljós. Mér finnst obbinn af fólki velja ljósar gardínur allan ársins hring þótt auðvitað sé það einstaklingsbundið.“ Hvað sem öðru líður þá skipt- ir líka máli hvernig gluggarn- ir sjálfir eru, hvort húsið er nýtt eða gamalt, hvaða stíll fer þar best og hvernig innbúið er á heim- ilinu. Líka í hvaða átt svefnher- bergisgluggarnir snúa en það eru ekki síst þeir sem þarf að draga vel fyrir. Einnig þarf að taka til- lit til útsýnisins úr stofugluggum. Þeir sem búa við vítt útsýni vilja ógjarnan hylja það með þykkum tjöldum. -gun, ve Í takt við árstíðirnar Margir hafa það fyrir venju að setja upp dökk gluggatjöld á veturna en í raun er skynsamlegra að hafa þau ljós til að hleypa inn sem mestri dagsbirtu og draga hin dekkri fram á vorin. NORDICPHOTOS/GETTY Gardínusamsetning sem þessi hentar vel yfir vetrartímann. Hún hleypir inn birtu en kemur líka í veg fyrir að mikið sjáist inn. – VERKIN TALA Gylfaflöt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 www.velfang.is • velfang@velfang.is Fr um Nýtt og traust umboð fyrir á Íslandi varahlutir þjónusta verkstæði vélar Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.