Fréttablaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 14
14 2. nóvember 2009 MÁNUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
U
m þessar mundir eru 13 mánuðir frá hruninu og fátt
hefur gerst á þeim tíma sem fyllt hefur þjóðina bjart-
sýni. Mánuð eftir mánuð hefur hver hörmungarfréttin
rekið aðra og hefur hrunið sífellt undið upp á sig – fátt
jákvætt hefur verið í fréttum og þjóðin hefur sokkið
dýpra í nöldri, neikvæðni og svartsýni.
Síðasta vika var því mikið fagnaðarefni fyrir þá Íslendinga sem
vilja horfa með jákvæðni og bjartsýni til framtíðar í þeirri vissu að
þjóðin komist í gegnum þessa kreppu. Fyrir þá Íslendinga markaði
síðasta vika þá von að botninum væri náð og endurreisnin hafin.
Jákvæðar fréttir bárust um miðja vikuna þegar Alþjóðagjald-
eyrissjóðurinn endurskoðaði loks efnahagsáætlun Íslendinga og
í framhaldi voru lánafyrirgreiðslur Norðurlandanna og Póllands
í höfn. Vinnufriður á vinnumarkaði var á sama tíma tryggður. Á
laugardaginn tilkynnti svo Seðlabankinn að hafin væri aflétting
gjaldeyrishafta.
Nýhafin vika gefur einnig tilefni til bjartsýni. Reikna má með
því að Seðlabankinn lækki stýrivexti í vikunni. Óskandi er að aðil-
um vinnumarkaðarins öðlist í samvinnu við ríkisstjórnina að ryðja
úr vegi þeim hindrunum sem eru í vegi fyrir því að hjól atvinnulífs-
ins fari að snúast fyrir alvöru með framkvæmdum bæði erlendra
og innlendra aðila. Ef þetta gengur eftir er langt síðan þjóðin hefur
fengið jafnmargar jákvæðar fréttir á jafnstuttum tíma.
En þrátt fyrir að loksins hafi birt til verða enn nógu margir til að
draga kjark úr þjóðinni með neikvæðni og svartsýni. Sumir virðast
telja það sjálfskipað hlutverk sitt að draga upp enn dekkri mynd
af stöðunni en hún raunverulega er. Það er hins vegar verkefni
þeirra sem telja að endurreisnin sé loks hafin að láta þessa aðila
ekki hafa of mikil áhrif á sig.
Því það er rangt að bjartsýni við þessar aðstæður sé það sama
og óraunsæi. Það er rangt að til þess að þykjast skilja alvarleika
stöðunnar þurfi að vera með hangandi haus og gagnrýna allt og
alla. Og það er einnig rangt að einstaklingar sem vakna á morgn-
ana fullir tilhlökkunar til að takast á við verkefni komandi dags
átti sig ekki á alvarlegri stöðu þjóðarbúsins eða hafi minna til
málanna að leggja en aðrir.
Bjartsýni við þessar aðstæður er nefnilega nauðsynleg og veit-
ir mikilvægan kraft til að takast á við erfið viðfangsefni. Bjart-
sýni jafnt sem svartsýni smitar út frá sér og þjóðin þarf á fleiri
einstaklingum að halda sem smita jákvæðni út í þjóðfélagið – af
fýlupúkum er víst nóg. Fýlupúkarnir eru ekkert merkilegri en
bjartsýna fólkið og hafa ekkert merkilegri boðskap fram að færa
– þeir eru einfaldlega leiðinlegri.
Bjartsýni – svartsýni:
Er endurreisnin
hafin?
MARGRÉT KRISTMANNSDÓTTIR SKRIFAR
Og það er einnig rangt að einstaklingar sem vakna á
morgnana fullir tilhlökkunar til að takast á við verkefni
komandi dags átti sig ekki á alvarlegri stöðu þjóðarbúsins.
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Snemma í október var hald-in þjóðaratkvæðagreiðsla í
Frakklandi og snerist hún um
mjög svo umdeildar breytingar
sem nú er í bígerð að gera á póst-
þjónustunni. Reyndar var hún svo
óvenjuleg í alla staði, að óvíst er
að hægt sé að kalla hana þessu
nafni. Fyrir nokkru var stjórn-
arskránni að vísu breytt í þá
veru að efna skyldi til þjóðarat-
kvæðagreiðslu, ef ákveðinn hluti
kjósenda krefðist þess, og þótti
mörgum rétt að láta nú reyna á
þessa nýbreytni og bera breyting-
arnar á póstinum undir atkvæði
almennings. En þá kom í ljós að
enn vantaði lögin um framkvæmd
þjóðaratkvæðagreiðslu, stjórn-
arskrárparagrafinn um hana var
ekki annað en dauður bókstafur
að svo stöddu; því var þessi hug-
mynd úr sögunni.
En þeir sem vildu að almenn-
ingur fengi að segja álit sitt á
þessu máli voru ekki af baki
dottnir, og því tóku einir sex-
tíu aðilar sig saman, stéttarfé-
lög, önnur samtök af margvíslegu
tagi, ýmsir stjórnmálaflokkar
svo sem sósíalistaflokkurinn og
kommúnistaflokkurinn o.fl. og
efndu til „þjóðaratkvæðagreiðslu“
um allt landið upp á eigin spýtur.
Til að undirstrika að hér væri á
ferðinni nokkuð sérstætt fyrir-
bæri og nýlunda var ekki notað
venjulega franska heitið yfir slíka
atkvæðagreiðslu, heldur orðið
„votation“ sem er sömu merking-
ar en einungis notað í frönsku-
mælandi Sviss, þar sem slíkar
atkvæðagreiðslur eru algengur
viðburður. Framkvæmdin var
líka með óvenjulegum hætti, lík-
ari undirskriftasöfnun en venju-
legri atkvæðagreiðslu, og lágu
listarnir fáeina daga frammi á
margvíslegum stöðum, pósthús-
um, markaðstorgum, háskólum,
söfnum og þar fram eftir götun-
um.
Spurningin sem var borin undir
atkvæði hljóðaði á þessa leið:
„Ríkisstjórnin vill breyta fyrir-
komulagi póstþjónustunnar með
það fyrir augum að einkavæða
hana. Eruð þér fylgjandi því?“
Mikill áróður var nú rekinn fyrir
því, í vinstri sinnuðum fjölmiðl-
um og mjög víða annars staðar,
að menn segðu hljómmikið „nei“,
en enginn áróður var rekinn fyrir
„jái“. Þeir sem voru hlynntir þeim
breytingum sem fyrirhugað er að
gera vefengdu nefnilega spurn-
inguna sjálfa. Það eitt er á dag-
skrá, sögðu þeir, að breyta eilít-
ið stöðu póstþjónustunnar, gera
opinbera þjónustu að hlutafélagi,
en það á alls ekki á neinn hátt að
einkavæða hana, síður en svo, hún
á eftir sem áður að vera í eigu
ríkisins, ekki er um neitt annað
að ræða en smávegis hagræðingu
til að mæta nýjum tímum. „Ef ég
ímyndaði mér að þetta leiddi til
að póstþjónustan yrði einkavædd,
væri ég á móti þessari breyt-
ingu“, sagði einn leiðtogi stjórn-
arsinna.
En gallinn var sá að enginn tók
þessa menn trúanlega, og alls
staðar var spurt: til hvers í ósköp-
unum á að breyta skipulaginu ef
ekki er verið að stefna að einka-
væðingu, að öðrum kosti er breyt-
ingin út í hött? Og menn bentu á
fordæmin: í hvert skipti sem opin-
ber þjónusta hefur verið einka-
vædd hefur það verið gert með
sama hætti, fyrst er henni breytt
í e.k. hlutafélag með háværum
yfirlýsingum um að það yrði að
sjálfsögðu alfarið í eigu ríkisins,
og svo eftir smátíma hefur verið
byrjað á hægfara einkavæðingu.
Þannig fór með gasveituna og
þannig fór með franska símann,
sem mjög er nú fjallað um í fjöl-
miðlum. Þrýstingurinn er mik-
ill: erkiklerkar markaðsvæðing-
arinnar beita nú öllum tiltækum
ráðum til að einkavæða alla þjón-
ustu, þeir hafa sterkan bakhjarl
sem eru kommissarar í Brussel,
og þaðan er tilskipunin um einka-
væðingu póstþjónustunnar upp-
haflega komin.
En eins og skoðanakannanir
hafa leitt í ljós er mikill meiri-
hluti Frakka gersamlega andvíg-
ur þessum breytingum á póstþjón-
ustunni, sem leikur stórt hlutverk
í þjóðlífinu, sennilega mun stærra
en pósturinn á Íslandi, enda á
hún rætur sínar að rekja allt til
stjórnartíma Lúðvíks ellefta á 15.
öld. Víða í smáþorpum úti á landi
er pósthúsið mikilvæg miðstöð,
það er líka útibú sparisjóðs o.fl.
Við þetta bætist að reynslan af
einkavæðingu þjónustustarfsemi
að undanförnu er harla slæm,
svo hóflega sé til orða tekið. Hún
hefur æfinlega leitt til mun lakari
þjónustu, verðhækkana sem oft
eru faldar með alls kyns blekk-
ingum, auglýsingaskrums sem
dynur á mönnum, mikilla upp-
sagna starfsfólks og ömurlegrar
meðferðar á þeim starfsmönnum
sem eru eftir.
Tvær milljónir manna tóku þátt
í „þjóðaratkvæðagreiðslunni“,
mun fleiri en nokkur hafði búist
við, og níutíu af hundraði svör-
uðu „nei“. En ljóst er að stjórn-
völd ætla að láta sér þetta sem
vind um eyru þjóta; þau hafa farið
hinum háðulegustu orðum um
þetta fyrirtæki. Það verður haldið
áfram að dansa eftir lúðurhljómn-
um frá Brussel.
„Voitation“
EINAR MÁR JÓNSSON
Í DAG | Pósturinn
UMRÆÐAN
Björn Valur Gíslason skrifar
um stóriðju
Stóriðjufyrirtækin á Íslandi vilja leggja sitt af mörkum til
að hjálpa íslensku samfélagi á
miklum erfiðleikatímum. Þessu
lýsir upplýsingafulltrúi Rio Tinto
á Íslandi yfir í grein í Fréttablað-
inu sl. fimmtudag. Annað í grein-
inni er til að réttlæta að þau þurfi ekki að leggja
meira af mörkum en þau gera nú.
Upplýsingafulltrúinn segir að árlegar tekkju-
skattsgreiðslur fyrirtækisins séu 1,3 ma.kr. Hann
getur þess einnig að í upphaflegum fjárfestinga-
samningi fyrirtækisins við íslensk stjórnvöld hafi
verið gert ráð fyrir að fyrirtækið greiddi 33% tekju-
skatt en hann hefur nú lækkað niður í 15%. Án þess-
arar lækkunar má því ætla að fyrirtækið greiddi
tæpa 2,9 ma.kr. árlega í tekjuskatt eða 1,6 ma.kr.
meira en það gerir nú.
Upplýsingafulltrúinn rekur einnig hvernig áform-
uð umhverfis-, orku- og auðlindagjöld muni leggj-
ast á fyrirtæki sitt. Hann segir 30 aura orkugjald á
hverja kílówattsstund af rafmagni kosta fyrirtækið
900 m.kr. og gjald upp á 14 evrur á hvert losað tonn
af koltvíoxíði 700 m.kr. eða samtals 1,6 ma.kr. Þessi
gjöld myndu líklega lækka tekjuskatta fyrirtækisins
um 2-300 m.kr. svo hækkun skatta yrði minni en sú
skattalækkun sem því féll í skaut á liðinni blómat-
íð og skattaleg staða þess betri en þegar það ákvað
fjárfestingar sínar. Upplýsingafulltrúinn segir það
álver sem hann er talsmaður fyrir nota 18% af þeirri
raforku sem seld er á Íslandi. Með einföldum reikn-
ingi sést að öll raforkan dygði rúmlega 5 álverum.
Samanlagt myndu þau greiða 6,5 milljarða króna í
tekjuskatt. Það eru 0,4-0,5% af vergri landsfram-
leiðslu. Þessar skattgreiðslur eru meginhluti þess
arðs sem Ísland hefur af þeim orkuauðlindum sem
notaðar eru til raforkuframleiðslu.
Telur fyrirtækið, upplýsingafulltrúinn og aðrir
talsmenn þessa kerfis að þessir 6,5 milljarðar séu
hæfileg renta Íslendinga af þessum náttúruauðlind-
um sínum? Telja þeir það réttláta skiptingu að í hlut
alennings kom 6,5 milljarðar á móti 43 milljörðum í
hagnað álfyrirtækjanna eftir skatta? Finnst almenn-
ingi auðlindunum vel varið með þessum hætti?
Höfundur er alþingismaður Vinstri grænna.
Hverra er ávinningurinn?
BJÖRN VALUR
GÍSLASON
Hræðist samanburðinn?
Forsætisráðuneytið hafnaði ósk
Fréttablaðsins um að birta lista yfir
þá sem komið hafa á fund Jóhönnu
Sigurðardóttur forsætisráðherra. Til-
efni fyrirspurnar blaðsins var ákvörð-
un Obama Bandaríkjaforseta um
að birta gestalista Hvíta hússins. Nú
hefur sá fyrsti verið birtur. Bill Gates,
Brad Pitt, George Clooney,
Serena Williams, Denzel
Washington og Paul Krug-
man nóbelsverðlaunahafa
er að finna á listanum.
Kannski óttast Jóhanna
einfaldlega saman-
burðinn; því
trauðla er listi
hennar jafn
spennandi.
Vika eineltis
Síðasta vika var vika eineltis og
fórnarlömb eineltis og aðstandendur
þeirra sögðu ýmsar skelfilegar sögur
um þetta samfélagsmein. Ótrúlegt
er að heyra hvernig líf sumra er gert
hreint helvíti á jörð fyrir engar sakir.
Einhverjar augabrúnir lyftust því
þegar Jón Magnússon, fyrrum alþing-
ismaður, sakaði Egil Helgason um að
leggja son sinn í einelti. Sonurinn,
Jónas Fr. Jónsson, var eitt
sinn forstjóri Fjármála-
eftirlitsins. Spurning
hversu smekkleg
samlíkingin var í ljósi
sumra reynslusagnanna.
Surtla hin síðari?
Margir hafa orðið til að gráta smölun
villifjárins í Tálkna. Líkt og löngum
hefur verið landans siður hafa víða
hrotið vísur af munnum fram, órækur
vottur þess að ljóðið lifir þrátt fyrir
hrakspár Fræbbblanna og fleiri.
Einhverjir hafa orðið til að rifja upp
frægustu kind Íslandssögunnar, sjálfa
Herdísarvíkur-Surtlu. Hún forðaðist
smala um miðja síðustu öld og var
að lokum felld. Til þess þurfti
ekki færri en þrjú riffilsskot.
Nú er að sjá hvort í Tálkna
finnist jafnoki hennar.
kolbeinn@frettabladid.is