Fréttablaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 18
„Þetta eru sex til átta hlutir, ætl-
aðir bæði til skrauts og nota og
kokkteilhristarar eru þeir fyrstu
á markað. Aðrir koma úr fram-
leiðslu á næstu vikum, en verða
þó bara gerðir í takmörkuðu upp-
lagi,“ segir Hendrikka Waage um
nýja gjafavöru úr hennar smiðju,
þá fyrstu sinnar tegundar. Hún
segir frumkvæðið hafa komið frá
Einari Bárðarsyni hjá Víkinga-
heimum á Suðurnesjum. Hann hafi
óskað eftir að hún smíðaði eitthvað
fyrir þá sem bæði væri þjóðlegt og
nútímalegt.
Hendrikka kveðst frá unga aldri
hafa haft áhuga á víkingum og því
hafi henni þótt heiður að því að
hanna gjafavöru sem endurspegli
þá einstöku menningu sem teng-
ist þeim og sagnaarfinum. „Línan
heitir „Designing my culture“
og ég var búin að skoða margar
bækur áður en ég byrjaði að forma
gripina,“ segir hún.
Hendrikka býr og starfar í
London en ferðast mikið og þegar
haft var samband við hana vegna
þessa viðtals var hún stödd í New
York. Nýlega voru hanastélshring-
ar hennar útnefndir meðal sex
bestu hringja heims af tímaritinu
Times og hönnun hennar hefur
birst á síðum Vogue, Elle, Hello
og fleiri þekktra tímarita. Hún
hefur einnig tekið að sér að hanna
dýra muni fyrir einstaklinga og
samtök.
Flestir hlutirnir úr hinni nýju
gjafavörulínu eru úr silfri og ker-
amiki en kokkteilpinnarnir eru úr
silfri og tré. Þeir eru 20 cm langir
og henta vel í djúp glös. Þeir fást
í Víkingaheimum en Hendrikka
kveðst vonast til að þeir verði til
á fleiri stöðum. gun@frettabladid.is
Sótti form í
sagnaarfinn
Íslenskar fornbókmenntir veittu Hendrikku Waage skartgripahönnuði
innblástur er hún hannaði nútímalegar gjafavörur úr silfri, leir og tré.
Fyrstir til að nema land eru kokkteilpinnar með víkingum á skafti.
Kokkteilpinnarnir eru það fyrsta sem
kemur á markað.
Hendrikka bregður fyrir sig alls konar stíl í sinni smíði. Nú leikur hún sér með forn-
sögurnar í nýlegri hönnun.
LJÓSMYNDABÆKUR eru nýjung hjá Hans Petersen.
Hægt er að búa til persónulega ljósmyndabók á einfaldan hátt
með því að skrá sig inn á www.ljosmyndabok.is og bæta inn
myndum. Einnig er hægt að fá dagatöl og tækifæriskort.
Belgískur arkitekt hefur hannað
fellihýsi í formi óperuhússins í
Sydney.
Opera heitir fellihýsið sem belgíski
arkitektinn Axel Enthoven hannaði
og hafði að fyrirmynd óperuhúsið
fræga í Sydney í Ástralíu.
Húsið opnast líkt og tjaldvagn
og í því eru tvö rúm, klósett, heitt
og kalt vatn og LED-lýsing. Lúxus-
inn er ekki fjarri þar sem vínkæl-
ir, espresso-kaffivél og innbyggð
verönd mynda fallega umgjörð
utan um sumarfríið.
Opera verður frumsýnd í fyrsta
sinn á hönnunarsýningu í Kortrijk
í Belgíu í desember.
Verið er að leggja lokahönd á
fyrsta óperufellihýsið, sem búið
er til í höndunum í Geldrop í Hol-
landi. Húsið er handgert og búið til
úr harðviði, ryðfríu stáli og leðri.
Mjög takmarkað magn af óperu-
fellihýsunum mun koma á markað
árið 2010.
Sumarfrí í óperu
Arkitektinn belgíski hafði óperuhúsið í Sydney sem fyrirmynd þegar hann hannaði
fellihýsið.
www.elin.is • Bæjarhrauni 2 Hfj. • Sími: 696 4419
Rope Yoga
Námskeið hefjast 2. og 3. nóvember
Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is | www.raudakrosshusid.is | Opið virka daga kl. 12-17
Ókeypis námskeið og ráðgjöf
Mánudagur 2. nóvember Miðvikudagur 4. nóvember
Fimmtudagur 5. nóvember
Qi – Gong - Æfingar sem hjálpa fólki að afla, varðveita
og dreifa orku um líkamann. Tími: 12.00-13.00.
Gönguhópur - Við klæðum okkur eftir veðri og göng-
um rösklega út frá Rauðakrosshúsinu. Tími: 13.00 -14.00.
Skiptifatamarkaður - Útiföt barna - Komdu og
skiptu útifötum barnanna í aðrar stærðir og gerðir.
Tími: 13.30 -17.00.
Táknmál fornaldar, kristin og gyðingleg talna-
speki og Týnda táknið– Sr. Þórhallur Heimisson
fjallar um talnaspeki, forn tákn, frímúrara og nýjustu
bók Dans Brown. Tími: 13.30-14.30.
Baujan sjálfstyrking - Byggð á slökunaröndun og
tilfinningavinnu til sjálfshjálpar. Fullt! Tími: 15.00 -16.30.
Samsöngur - Hefur þú gaman af því að syngja? Við
léttum lundina með söng og gítarspili.
Tími: 15.00 -16.00.
Uppeldi sem virkar - Fyrsti hluti af fjórum sjálfstæðum
fyrirlestrum. Uppeldi og foreldrafærni. Tmi: 12.30-13.30.
Opnar umræður - Tilgangur lífsins. Tími: 12.30-13.30.
Föndur, skrapp-myndaalbúm og jólakort - Gott er
að hafa skæri meðferðis. Tími: 13.00-15.00.
Saumasmiðjan - Gerðu nýjar flíkur á barnið úr gömlu
fötunum þínum. Komdu með saumavél ef þú getur.
Tími: 13.00-15.00.
Jóga - Viltu prófa jóga? Tími: 15.00-16.00.
Spænska og menning hins spænskumælandi
heims - Fjórði hluti af fjórum. Framhald frá því í ágúst.
Tími: 12.30-14.30.
Íslenskuspilið – Glænýtt spil sem nýta má í íslensku-
námi útlendinga. Komdu og spilaðu með!
Tími: 13.00-15.00.
Hláturjóga - Viltu losa um spennu og fylla lífið af hlátri
og gleði? Tími: 15.30-16.30.
Föstudagur 6. nóvember
Tekist á við breytingar. 24 stundir - Kenndar verða
aðferðir við að takast á við breytingar á jákvæðan hátt.
Fyrri hluti. Lokað! Tími: 12.30-14.30.
Prjónahópur - Vertu með! Tími: 13.00-15.00.
Hraðskákmót - Tefldar verða nokkar umferðir með sjö
mínútna umhugsunartíma eftir Monradkerfi. Verðlaun
veitt og Róbert Lagerman Fide meistari verður skákstjóri.
Tími: 13.30-15.30.
Af kynslóðabilunum og öðrum bilunum í sam-
skiptum fólks - Þórhildur frá Þekkingarmiðlun fjallar
um eldgamla liðið, ábyrgðalausu kynslóðina, skyndi-
kynslóðina og þá ofdekruðu. Einnig um hve ótrúlegt sé
að samskipti þeirra gangi upp! Tími: 15.00 -16.00.
Allir velkomnir!
Tekist á við breytingar. 24 stundir - Seinni hluti.
Lokað! Tími: 12.30-14.30.
Áhugasviðsgreining - Taktu áhugasviðskönnun og
fáðu einkaráðgjöf í framhaldinu. Tími: 13.00-15.00.
Tölvuaðstoð - Fáðu persónulega aðstoð og komdu
með eigin tölvu ef þú getur. Tími: 13.30-15.30.
Bókaklúbbur - Spjallað verður um bókina Nornin í
Portobello eftir Paulo Coelho. Tími: 14.00-15.00.
Sálrænn stuðningur - Fjallað er um áhrif alvarlegra
atburða á andlega líðan fólks. Tími: 15.00-16.30.
Var týndi sonurinn týndur? - Hefur þig alltaf langað
að lesa Biblíuna en aldrei byrjað? Tími: 15.30-16.30.
Þriðjudagur 3. nóvember
Rauðakrosshúsið
Auglýsingasími
– Mest lesið