Fréttablaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 40
24 2. nóvember 2009 MÁNUDAGUR
sport@frettabladid.is
VIÐ EIGUM
15 ÁRA AFMÆLI
humar
Lúða
Lax
Skötuselur
Ýsufl ök
Fiskréttir
og margt fl eira
20% afsláttur af öllum fi ski í dag
Challenge Cup, 32 liða úrslit
Anadolu University-Fram 27-30 (13-16)
Mörk Fram: Ásta Birna Gunnarsdóttir 10, Stella
Sigurðardóttir 6, Karen Knútsdóttir 4, Marthe
Sördal 4, Hildur Þorgeirsdóttir 3, Hafdís Inga
Hinriksdóttir 1, Pavla Nevarilova 1, Anna María
Guðmundsdóttir 1.
Varin skot: Írís Björk Símonardóttir 20, Helga
Vala Jónsdóttir 3.
Fram-Anadolu University 30-20 (18-11)
Mörk Fram: Stella Sigurðardóttir 8, Ásta Birna
Gunnarsdóttir 5, Karen Knútsdóttir 4, Hildur
Þorgeirsdóttir 4, Marthe Sördal 3, Anna María
Guðmundsdóttir 2, Pavla Nevarilova 2, Arna Eir
Einarsdóttir 1, Sigrún Björnsdóttir 1.
Varin skot: Helga Vala Jónsdóttir 15, Íris Björk
Símonardóttir 5.
N1-deild kvenna
KA/Þór-Haukar 24-34 (11-17)
Víkingur-Fylkir 13-31 (7-16)
HK-FH 21-31 (12-15)
Iceland Express-deild karla
Njarðvík-KR 76-68 (41-41)
Stigahæstir hjá Njarðvík: Guðmundur Jónsson
21, Jóhann Árni Ólafsson 17.
Stigahæstir hjá KR: Semaj Inge 20, Brynjar Þór
Björnsson 17.
ÍR-Stjarnan 83-92 (32-26)
Stigahæstir hjá ÍR: Nemanja Sovic 19, Steinar
Arason 17.
Stigahæstir hjá Stjörnunni: Justin Shouse 37
(10 fráköst, 5 stoðsendingar), Jovan Zdravevski
22, Kjartan Kjartansson 16.
Tindastóll-Breiðablik 66-52 (35-27)
Stigahæstir hjá Tindastóli: Amani Bin Daanish
20, Svavar Atli Birgisson 16 (8 fráköst).
Stigahæstir hjá Breiðabliki: John Davis 16 (13
fráköst), Hjalti Friðriksson 12.
Iceland Express-deild kvk
KR-Snæfell 69-37 (37-14)
ÚRSLIT
Fram vann sannfærandi 30-20 sigur gegn tyrkneska liðinu Anadolu
University í seinni leik liðanna í 32 liða úrslitum Challenge Cup í
handbolta. Framkonur unnu einnig fyrri leik liðanna, 27-30, og
einvígið því samanlagt 57-50 og bókaði því farseðilinn í 16 liða
úrslitin með stæl en báðir leikirnir fóru fram í Tyrklandi.
Sigur Fram í gær var í raun aldei í hættu en staðan í hálfleik
var 18-11 Framkonum í vil. Fram hélt uppteknum hætti í síðari
hálfleik og bætti heldur í ef eitthvað var. Stella Sigurðardóttir
var markahæst hjá Fram í gær með 8 mörk en Ásta Birna
Gunnarsdóttir kom næst með 5 mörk. Einar
var fremur ósáttur með spilamennsku liðsins
í fyrri leik liðanna á laugardag en mjög ánægð-
ur með viðbrögðin sem leikmenn hans sýndu
í seinni leiknum í gær. „Þetta var miklu skárra í
seinni leiknum. Við tókum bara á því og vorum
mjög sannfærandi í leik okkar og einvígið var í raun
og veru búið í hálfleik. Við fengum líka betri dóm-
gæslu í seinni leiknum og tempóið var því mun betra í staðinn fyrir
gönguboltann sem dómararnir í fyrri leiknum leyfðu að viðgangast.
Það var óttalegt hnoð og ég lét eftirlitsmanninn heyra það duglega
eftir þann leik og kannski hefur það skilað einhverju,“ segir Einar
ánægður.
Það kemur í ljós um næstu helgi hverjir verða mótherjar Fram í
16 liða úrslitunum en Einar er þegar byrjaður að gíra sig upp.
„Við vorum að fara yfir þetta og mér sýndist í fljótu bragði að
það væru þarna gríðarlega spennandi möguleikar í stöðunni
eins og Úkraína og Serbía þannig að við verðum að vera
klár fyrir löng og ströng ferðalög. Það er reyndar líka
möguleiki fyrir hendi að við mætum liðum frá Hol-
landi eða Þýskalandi þannig að við skulum sjá hvað
setur,“ segir Einar.
Línumaðurinn Pavla Nevarilova spilaði báða leikina
með Fram en hún er að koma aftur eftir meiðsli og
er vitanlega gríðarlegur liðstyrkur.
„Hún er laus við þessi brjóskloseinkenni sem hafa
verið að hrjá hana og hún var frábær í leikjunum
tveimur og það er ómetanlegt fyrir okkur að fá
hana aftur í liðið,“ sagði Einar að lokum.
EINAR JÓNSSON: ÁNÆGÐUR EFTIR AÐ FRAM KOMST ÖRUGGLEGA ÁFRAM Í 16 LIÐA ÚRSLIT CHALLENGE CUP
Einvígið var í raun og veru búið í hálfleik
> Leikið í Iceland Express-deild karla
Þrír leikir fara fram í Iceland Express-deild karla í kvöld.
Grindvíkingar fá Hamarsmenn í heimsókn í Röstina en
Grindvíkingar eru búnir að tapa tveimur leikjum í röð og
leggja eflaust allt í sölurnar í kvöld. Snæfell tekur á móti
Fjölni en Snæfellingar hafa líkt og Grindvíkingar
tapað tveimur leikjum í röð. Fjölnismenn
hafa hins vegar tapað öllum fjórum leikjum
sínum til þessa en veittu bæði Grindavík og
Njarðvík harða mótspyrnu. Þá leitar FSu
einnig að sínum fyrsta sigri þegar
Keflavík kemur í heimsókn en Kefl-
víkingar hafa unnið þrjá af fyrstu
fjórum leikjum sínum í deildinni.
FÓTBOLTI Íslendingar voru áberandi
í lokaumferð norsku úrvalsdeildar-
innar í gærkvöldi. Rosenborg var
búið að tryggja sér norska meist-
aratitilinn fyrir löngu síðan.
Framherjinn Garðar Jóhanns-
son skoraði þriðja mark Fredrik-
stad í 0-5 bursti liðsins gegn Lyn
en Garðbæingurinn lagði einnig
upp annað mark gestanna í leikn-
um.
Garðar var líklega að leika sinn
síðasta leik með Fredrikstad en
dregist hefur hjá honum að skrifa
undir nýjan samning við félagið.
Arnar Darri Pétursson var í
markinu hjá Lyn í leiknum en
hann fékk að líta rauða spjaldið á
57. mínútu í stöðunni 0-3.
Birkir Bjarnason var líkt og
Garðar á skotskónum í gær en
hann skoraði eina mark leiksins í
sigri Viking gegn Tromsö.
Kristján Örn Sigurðsson, Ólaf-
ur Örn Bjarnason og Birkir Már
Sævarsson voru allir í byrjunar-
liði Brann sem gerði 1-1 jafntefli
gegn Noregsmeisturum Rosenborg
en Gylfi Einarsson kom inn á sem
varamaður í leiknum.
Þá kom Pálmi Rafn Pálmason
inn á sem varamaður á 86. mín-
útu í 1-3 sigri Stabæk gegn Sand-
efjord.
Markverðirnir Árni Gautur
Arason og Stefán Logi Magnússon
voru á sínum stað í byrjunarliðum
liða sinna, Árni hjá Odd og Stefán
Logi hjá Lilleström. Odd gerði 1-1
jafntefli gegn Bodö/Glimt en Lill-
eström tapaði 3-0 gegn Molde.
Björn Bergmann Sigurðarson
kom inn á sem varamaður hjá Lill-
eström. - óþ
Lokaumferðin í norsku úrvalsdeildinni fór fram í gær:
Garðar og Birkir á
skotskónum í gær
GARÐAR JÓHANNSSON Skoraði eitt og
lagði upp annað í stórsigri Fredrikstad í
gær.
KÖRFUBOLTI Njarðvík vann góðan
76-68 sigur gegn Íslandsmeistur-
um KR í Njarðvík í gær.
Fyrir leikinn voru Íslandsmeist-
ararnir taplausir en grimmir
Njarðvíkingar sáu til þess að sig-
urgöngu þeirra lauk í gær.
Njarðvíkingar mættu ákveðnir
til leiks, staðráðnir í að halda sig-
urgöngunni sinni áfram. Þeir hafa
nú unnið alla sína leiki og virðast
óstöðvandi.
Mikið jafnræði var annars með
liðunum framan af leik og skiptust
þau á að leiða leikinn.
Guðmundur Jónsson átti tólf
af fyrstu fimmtán stigum heima-
manna á meðan Tommy Johnson
lét vita af sér hinum megin og setti
þrjár þriggja stiga körfur í röð á
einu bretti. Það var jafnt eftir
fyrsta leikhluta, 25-25, en bæði lið
spiluðu góðan varnarleik.
Ungu strákarnir í Njarðvík,
Hjörtur Einarsson og Rúnar
Erlingsson, tóku af skarið á meðan
að Friðrik Stefánsson lét lítið fyrir
sér fara. Semaj Inge bar upp bolt-
ann fyrir gestina og á meðan
Fannar Ólafsson stjórnaði varn-
arleiknum. Staðan var enn jöfn í
hálfleik, 41-41.
Heimamenn komu kaldir frá
búningsherbergjum eftir leikhlé
og misstu boltann klaufalega í
fyrstu þremur sóknunum.
Semaj Inge hélt áfram að minna
á sig og var frábær í sókninni fyrir
KR-inga á meðan Fannar Ólafsson
gjörsamlega þurrkaði Friðrik Stef-
ánsson út.
Það voru ungu strákarnir ásamt
Guðmundi Jónssyni sem héldu
heimamönnum inni í leiknum á
meðan að reynsluboltarnir Frið-
rik Stefánsson og Páll Kristinsson
virtust heillum horfnir. Munurinn
var tvö stig, 54-56, þegar einn leik-
hluti var eftir.
Á síðustu fimm mínútum leiks-
ins var spennustigið hátt í báðum
liðum og virtist sem KR-ingar
gætu ekki staðist pressuna.
Heimamenn tóku leikinn í sínar
hendur og kláruðu leikinn á meðan
ekkert gekk upp hjá meisturunum.
Jóhann Ólafsson tók af skarið fyrir
heimamenn þegar á mest á reyndi
og skoraði mikilvægar körfur.
Niðurstaðan var sem segir mik-
ilvægur sigur heimamanna í mikl-
um baráttuleik.
„Hörkuleikur og tvö góð lið
mættust hér í dag. Spiluðu góðan
varnarleik og tóku aðalvopnin frá
hvort öðru, það gekk vel sérlega
í seinni hálfleik hjá okkur. Ég er
sáttur með sigurinn því að KR-
liðið er mjög gott,“ sagði Sigurður
Ingimundarson, þjálfari Njarðvík,
í leikslok. -rog
Meistararnir felldir í Ljónagryfjunni
Njarðvíkingar eru enn með fullt hús stiga í Iceland Express-deildinni en liðið vann 76-68 sigur gegn Íslands-
meisturum KR í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gær. Þetta var jafnframt fyrsta tap KR í deildinni í vetur.
ÁFRAM Á TOPPNUM Njarðvíkingar eru enn taplausir í Iceland Express-deildinni eftir
76-68 sigur gegn KR-ingum í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöldi. Jóhann Árni Ólafs-
son átti góðan leik fyrir Njarðvík og skoraði 17 stig. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI