Fréttablaðið - 02.11.2009, Síða 36

Fréttablaðið - 02.11.2009, Síða 36
20 2. nóvember 2009 MÁNUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Jæja, hvað eigið þið fleira sameiginlegt? Annað en að það er vond lykt af ykkur? Hjónabands- ráðgjafi Í dag gerist það! Í dag skapa ég MEISTARAVERKIÐ! Eða kannski kemur það bara seinna... Pabbi, það var hringt í þig og í þetta skiptið tók ég niður skilaboð! Ég náði ekki nafninu, en ég skrifaði niður hluta af númerinu. Blekið kláraðist í pennanum. Spurðirðu hvað málið snerist um? Ókei, kannski eru „skilaboð“ ekki rétta orðið... Rauðvín, núna! Eru þetta ekki nýju gallabuxurn- ar þínar? Jú. Eins gott... ... ég þurfti að nota alveg hálfa rúllu af límbandi. Ég hélt að þær væru allt of stórar á þig en þær virðast alveg hanga uppi. BAKÞANKAR Þórhildar Elínar Elínardóttur ...ég sá það á visir.is SKÓLALÍFIÐ ER Á VISIR.IS Skólalíf er fyrsti fréttavefur sinnar tegundar á Íslandi þar sem framhalds- skólanemar birta fréttir og myndir frá félagslífi skólanna, auglýsa viðburði og þú getur nálgast vefútgáfur skólablaðanna. Við viljum bjóða þinn skóla velkominn á fréttavef framhaldskólanna á visir.is. Sú frétt sem mestu uppnámi olli í síð-ustu viku var óumdeilanlega brott- hvarf hins ameríska McDonald´s frá Íslandi. Þúsundir landsmanna lögðu upp í pílagrímsferð til að éta síðasta ham- borgarann, skrifuðu tárvot blogg í stór- um bunkum og stofnuðu stuðningssíður á fésbókinni. Margir lögðu djúpan skilning í þessa breytingu og litu á hana sem mik- inn missi eða jafnvel byltingu eða þjóðar- hreinsun. Verstu afleiðingar kreppunnar eða þær bestu. Mikið frelsi eða einmitt þvert á móti. Jafnvel virtust skoð- anir fólks á þessum skyndibita haldast í hendur við stjórnmála- viðhorf og sívinsæl persóna rit- stjóra Moggans flaut með á furðulegan hátt. FYRIR stuttu sýndu fjöl- miðlar þeim fréttum áhuga að umræddir hamborgarar virðast hafa sömu eiginleika og plastpokar, þ.e. þeir rotna ekki. Þótt einhverjum kunni að finnast dálítið ókræsilegt að borða plastpoka láta aðdáendurn- ir svona slúður ekki spilla fyrir sér ánægjunni eitt augnablik. Því ef til er örugg leið að hjarta mannsins þá liggur hún svo sannarlega í gegnum magann. Við hér í velsældinni sem þurfum fæst að hafa nokkrar áhyggjur af hung- ursneyð höfum þess í stað komið okkur upp alls kyns fræðingum sem fjalla um það sama: Hvað skal éta og ekki éta. NÚ er til dæmis enginn maður með mönnum án þess að hafa farið í sérlega afeitrun. Að baki því liggur sú fullyrð- ing að við innbyrðum svo mikið eitur sem líkaminn ráði ekki við, að í alls kyns venjulegum mat séu svo rosalega mörg aukaefni að hinum vesæla velsældarlík- ama fallist hendur. Nauðsynleg endur- hæfing felist í rándýrri innlögn á sérlegt heilsuhæli og meðferð með föstu og stól- pípum. Slíkt vinni á offitu, hjartasjúk- dómum, þunglyndi, ofnotkun lyfja, húð- sjúkdómum og gigt svo fátt eitt sé nefnt. ÞÓTT líkaminn hafi marga undursam- lega hæfileika er ekkert kerfi fullkomið sé farið út fyrir ystu þolmörk. Sé fyllstu sanngirni gætt er hægt að gera kröfu um dálitla ábyrgð hvers og eins á eigin heilsu. Ég fullyrði að slíkt er alveg hægt að gera jafnt og þétt án þess að taka hlé frá raunverulega lífinu og leggjast í sjálfhverfa ristilskolun. Góð byrjun er til dæmis að hætta að éta plastpoka. And- virði meðferðarinnar væri svo tilvalið að leggja inn á reikning ABC hjálparstarfs sem bjargar litlum börnum sem eiga í alvörunni bágt. Má bjóða þér að éta plastpoka?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.