Fréttablaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 2. nóvember 2009 3
Gaffall er ekki aðeins tól til að færa mat af
diski og í munn.
Fæstir velta fyrir sér hönnuninni að baki hag-
nýtu fyrirbæri á borð við hnífapör en þó er
stór iðnaður sem snýst einmitt um að búa þau
í sem bestan búning til að laða að fagurkera.
Enda skiptir það marga máli að geta boðið upp
á fallegan borðbúnað í veislum og fjölskyldu-
boðum.
Royal VKB fékk nýlega fjóra alþjóðlega
hönnuði til að hanna hnífapör fyrir fyrirtæk-
ið. Þetta voru Bow-Wow, Gijs Bakker, Ineke
Hans og Richard Hutten.
Bow-Wow hönnunarteymið vísaði í hönn-
un sinni til frumstæðari tíma þegar maður-
inn uppgötvaði að hægt væri að nota grein-
ar sem verkfæri. Richard Hutten hugsaði um
gleðina við það að borða mat og vildi að
hnífapör sín væru skemmtileg og auð-
veld í notkun. Gijs Bakker hafði vatns-
dropa í huga auk þess sem hann hafði
tindana á göfflunum sérstaklega langa.
Hnífapör Ineke Hans eru gróf og líta
út fyrir að vera ósköp einföld í fyrstu.
Þegar nánar er að gáð er önnur hlið þeirra
fallega útflúruð.
Nánar má skoða þessa hönnun á www.roy-
alvkb.com. - sg
Þar stendur
hnífurinn í kúnni Danska hönnunarfyrir-tækið GamFratesi hefur
hannað frumgerð að
skemmtilegu skrifborði
með þili sem helst
minnir á helli. Þannig
vildu hönnuðirnir
mynda gott vinnuum-
hverfi þar sem auðvelt
væri að einbeita sér.
Skrifborðið kallast
Re write, eða Endur-
skrift, og var kynnt á
dögunum í lista- og
hönnunarsafni Dan-
merkur.
Skrifborðið er hugsað sem nokkurs konar vinnukúla sem getur staðið ein og
sér hvar sem er og veitt vinnufrið þeim sem á þarf að halda.
Vinnufriður við skrifborðið
SKRIFBORÐIÐ REWRITE GERIR FÓLKI AUÐVELT AÐ EINBEITA SÉR VIÐ VINNU SÍNA.
Hollenski hönnunarneminn Erik De Nijs kynnti stórfurðulega hönnun á
hönnunarviku í Eindhoven á dögunum.
Hann hafði hannað fjórar ferðatöskur sem raða mátti saman þannig að úr
yrði sófi. Verkið kallaði hann „Suited Case“ og markmiðið var að hanna eitt-
hvað sem myndi minna ferðamenn á heimili sitt þegar þeir væru á ferðalagi.
Ferðatöskurnar eru fóðraðar og bólstraðar með efni sem margir upplifa
sem sófaáklæði. Hvort þægilegt er að ferðast með slíka
hlunka er önnur saga, en vissulega myndi það
gera ferðamönnum auðveldara fyrir að finna
töskur sínar í ferðatöskuhafi flugvalla.
Furðulegur ferðatöskusófi
GOTT ER AÐ HVÍLA SIG Á FERÐALAGI EF MAÐUR Á FERÐATÖSKUR SEM BREYTAST
Í SÓFA.