Fréttablaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 17
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 „Þessi stóll er meira en sextíu ára gamall. Afi minn í móðurætt smíð- aði hann og átti. Hann hét Gunnar Magnús Theódórsson og er látinn en hann lærði húsgagnabólstrun og innanhússarkitektúr í Danmörku á stríðsárunum og þessi stóll er sveinsstykkið hans.“ Þannig byrj- ar Margrét frásögn sína um leið og hún strýkur létt yfir nettan hæg- indastól á heimili sínu. Heldur svo áfram: „Þegar stríðinu lauk og afi hafði lokið námi þá sigldi hann til Íslands með Gullfossi en skipið var svo fullt af fólki að hann fékk ekki nokkurt sæti þar. Þá kom sér vel fyrir hann að hafa stól í far- teskinu sem hann gat tekið fram. Þarna sat hann á sveinsstykkinu á margra daga siglingu heim yfir hafið og þóttist heppinn, því ann- ars hefði trúlega farið heldur illa um hann.“ Eftir lát afa síns árið 2002 segir Margrét móður hennar hafa erft stólinn og látið bólstra hann upp á nýtt og yfirdekkja. „Stóllinn var inni í svefnherbergi hjá mömmu og hún var svo elskuleg að leyfa mér að fá hann til mín enda nýtur hann sín mun betur hér og kemur að meiri notum,“ segir Margrét bros- andi. „Ég sest oft í hann og virði fyrir mér útsýnið úr glugganum. Ég sest í hann með kaffibollann minn og þegar ég tala í símann. Hann er penn, frekar lágur og passar mér voða vel. Þetta er bara uppáhalds- hægindið mitt á heimilinu.“ Margrét á ekki bara stólinn eftir afa sinn heldur líka góðar minningar. „Ég var alltaf léleg í saumaskap og hannyrðum í skóla en tókst betur til í smíðinni og þá var afi alltaf fyrstur til að hrósa mínum verkum. Hann var fagur- keri og kunni að meta það sem vel var gert.“ gun@frettabladid.is Varð að sitja á sveins- stykkinu milli landa Þegar Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, talar í símann heima hjá sér situr hún oft úti við stofugluggann í stól sem afi hennar smíðaði í Danmörku og á sér merka sögu. „Þetta er uppáhaldshægindið mitt á heimilinu,“ segir Margrét. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N SÝNINGIN ÍSLENSK HÖNNUN 2009 stendur yfir í Ketilhúsinu á Akureyri til 7. nóvember. Þar gefur að líta húsgögn, vöruhönnun og arkitektúr. Sýnd eru verk frá um 30 hönnuðum á sýningunni sem er ætlað að vera spegill þess sem telja má á einn eða annan hátt gæði í íslenskri hönnun undanfarin ár. www.honnunarmidstod.is Viðhaldsfríar ÞAKRENNUR Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is Varmaskiptasamstæður loftræstistokkar og tengistykki Hágæða Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur. Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar. A u g l. Þ ó rh il d a r 1 4 6 0 .2 4 Listhúsinu Laugardal, 581 2233 • Baldursnesi 6, Akureyri, 461 1150 Opið virka daga kl. 12.00 - 18.00 – laugardaga 12.00 - 16.00 6 mán. vaxtalausar greiðslur Fyrst og fremst í heilsudýnum Lím og þéttiefni í úrvali Tré & gifsskrúfur. Baðherbergisvörur og höldur. Glerjunarefni. Hurðarhúnar og skrár. Rennihurðajárn. Hurðarpumpur. Rafdrifnir hurðaropnarar. Hert gler eftir máli. Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h. Barkarvogsmegin. 104 Reykjavík S: 58 58 900. - www.jarngler.is Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.