Fréttablaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 42
26 2. nóvember 2009 MÁNUDAGUR FÓTBOLTI Íslendingaliðið Gauta- borg varð að bíta í það súra epli að tapa sannkölluðum úrslitaleik gegn AIK í sænsku úrvalsdeild- inni í gær. Leikurinn fór fram á heimavelli Gautaborgar og endaði 1-2 fyrir AIK en gestunum dugði jafntefli til þess að vinna deildina. Gauta- borg hefði aftur á móti með sigri getað hirt titilinn af AIK. Gautaborg byrjaði betur og komst yfir í leiknum með marki frá Thomas Olsson á 32. mínútu og staðan var 1-0 heimamönn- um í vil í hálfleik. Antonio Flá- vio jafnaði hins vegar leikinn fyrir AIK snemma í síðari hálf- leik og Daniel Tjernström inn- siglaði sigur AIK og gulltryggði meistaratitilinn með sigurmarki á 86. mínútu leiksins. Íslendingarn- ir þrír, Hjálmar Jónsson, Ragn- ar Sigurðsson og Theodór Elmar Bjarnason voru allir í byrjunarliði Gautaborgar í leiknum en Theod- óri Elmari var skipt af velli á 76. mínútu. Gautaborg fær hins vegar kjör- ið tækifæri til þess að hefna fyrir tapið um næstu helgi þegar liðin mætast í úrslitaleik sænska bik- arsins en Gautaborg hefur þar titil að verja. GAIS endaði tímabilið hins vegar með góðum 1-3 sigri gegn Halmstad í sænsku úrvalsdeild- inni í dag. Hallgrímur Jónasson og Eyjólfur Héðinsson léku allan leikinn með GAIS og áttu góðan leik en Hallgrímur skoraði þriðja mark GAIS og Eyjólfur lagði upp annað mark liðsins. Jónas Guðni Sævarsson var á sínum stað í liði Halmstad en Guðjón Baldvinsson og Guðmund- ur Reynir Gunnarsson voru ekki í leikmannahópi GAIs að þessu sinni. Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn í 1-0 sigri Elfsborg- ar í öðrum Íslendingaslag gegn Helsingborg en Ólafur Ingi Stígs- son var á sínum stað í liði Helsing- borgar. - óþ Lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar fór fram í gær þar sem Íslendingaliðið Gautaborg missti af titlinum: Gautaborg varð að sætta sig við silfrið RAGNAR SIGURÐSSON Átti enn eitt frábæra tímabilið með Gautaborg í sænsku úrvalsdeildinni. MYND/TOMMY HOLL FÓTBOLTI Real Madrid fékk upp- reisn æru með 2-0 sigri gegn Getafe í spænsku úrvalsdeild- inni um helgina á meðan Bar- celona missteig sig óvænt gegn Osasuna. Útlitið var ekki gott lengi fram- an af fyrir Real Madrid á Santi- ago Bernabeu-leikvanginum í kvöld því eftir tæplega hálf- tíma leik fékk Raul Albiol að líta beint rautt spjald fyrir gróft brot en staðan í hálfleik var markalaus. Í upphafi síðari hálfleiks fóru hlutirnir hins vegar að gerast og á 53. mín- útu opnaði Higuain marka reikninginn fyrir heimamenn eftir góðan undirbúning Marcelo. Higuain var svo aftur á ferðinni skömmu síðar þegar hann skoraði eftir hraða sókn Madridinga en hann fékk þá send- ingu frá Karim Benzema. Ljóst er að úrslitin verða til þess að taka hitann að einhverju leyti af knattspyrnustjóranum Manuel Pellegrini eftir slakt gengi und- anfarið. Higuian var sigur- reifur í leikslok og vandaði gagnrýnend- um liðsins ekki kveðj- urnar. „Þetta var gríð- arlega þýð- ingar- mikill sigur eftir erfiða viku þar sem við þurftum að hlusta á og lesa algjört þvaður um liðið í fjölmiðlum. Við sýndum það og sönnuðum með þessum sigri að við getum unnið deildina. Við létum það ekki á okkur fá þótt við spiluðum manni færri í klukkutíma og við sýndum að við erum með mann- skapinn til þess að ná góðum árangri,“ sagði Higuain í viðtali við Marca í leikslok. Flest benti til þess að mark Seydou Keita á 73. mínútu myndi duga Barcelona til sigurs gegn Osasuna. Það reyndist hins vegar ekki raunin því varnarmaðurinn Gerrard Pique varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í upp- bótartíma og niðurstaðan því eins og segir jafntefli. Barcelona er því aðeins með eins stigs forskot á Real Madrid á toppi deildarinnar en bæði lið eru búin að spila níu leiki. Þá hélt Sevilla pressunni á topp- liðin tvö með 0-2 sigri gegn Xerez þar sem framherjarnir Alvaro Negredo og Luis Fabiano voru á skotskónum. - óþ Real Madrid náði að minnka forskot Barcelona á toppi spænsku deildarinnar: Higuain hetja Real Madrid GONZALO HIGUAIN Stal senunni á Santiago Bernabeu- leikvanginum í fyrrakvöld. NORDIC PHOTOS/AFP KAPPAKSTUR Það var Sebasti- an Vettel hjá Red Bull sem vann á lokamóti tímabilsins í F1 en keppnin fór fram á glænýrri braut í Abu Dhabi í gær. Vettel tók forystu eftir að McLaren-bíllinn hjá Lewis Ham- ilton bilaði og leit aldrei til baka eftir það. Með sigrinum tryggði Vettel sér annað sæti í stiga- keppni ökuþóra en Jenson Butt- on hjá Brawn var sem kunnugt er þegar búinn að tryggja sér heimsmeistaratitilinn. Liðsfélagi Vettel hjá Red Bull, Mark Webber, varð annar í gær og Button varð þriðji. - óþ Lokakappakstur tímabilsins: Vettel fór með sigur af hólmi SEBASTIAN VETTEL Fagnaði vel eftir sigur sinn í gær. NORDIC PHOTOS/AFP HANDBOLTI Arnór Atlason er nú loksins laus við meiðsli eftir að hafa glímt við hnémeiðsli alveg frá því að Evrópumeistaramótinu í Noregi lauk fyrir næstum tveimur árum. Á þessum tíma hefur hann þurft að fara í þrjár aðgerðir en það var ekki fyrr en í mars síð- astliðnum að hann fór loksins að sjá fyrir endann á þessari þrauta- göngu. Þá gekkst hann undir stóra aðgerð hér á landi sem virðist hafa borið góðan árangur. „Ég er meiðslafrír og er búinn að spila hvern einasta leik á tíma- bilinu til þessa,“ segir Arnór, sem er á mála hjá FC Kaupmanna- höfn. Hann spilaði í raun meiddur á Ólympíuleikunum í Peking í fyrra- sumar og þurfti að fara í aðgerð í nóvember á síðasta ári. Hann náði sér þó aldrei að fullu og ákvað því að koma heim til að gangast undir aðgerð vegna meiðsla á liðþófa og brjóskskemmdum í hné. „Hingað til hef ég verið ánægð- ur með minn bata og ég er sífellt að komast í betra og betra form. En ég þarf þó alltaf að passa mig og vera klókur. Þetta situr alltaf í hausnum á manni,“ segir Arnór. Hann segir þó að það hái ekki sínum leik. „Ég er algjörlega far- inn að sleppa fram af mér beisl- inu. Ég gat ekki spilað mikið í byrjun tímabilsins en hef spilað sífellt meira upp á síðkastið og er því óðum að nálgast fyrra form.“ FCK er sem stendur í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með tólf stig eftir átta leiki. Arnór segir að liðið sé á réttri leið. „Við höfum tapað tveimur leikj- um í haust en báðir voru á mjög erfiðum útivöllum – gegn Kold- ing og Bjerringbro. Við erum þó búnir að vinna góða sigra í Meist- aradeildinni og stefnum óhikað á sextán liða úrslitin í henni. Þar að auki erum við komnir í undanúr- slit í bikarnum.“ Úrslitin í dönsku úrvalsdeild- inni ráðast í úrslitakeppni í vor og því hefur Arnór ekki áhyggjur af því þótt liðið misstígi sig örlítið í deildinni nú. „Aðalmálið er að vera í hópi efstu átta liða. Við misstum einnig leikstjórnandann okkar, Klavs Bruun Jörgensen, í sumar og það tekur tíma að byggja upp nýjan sóknarleik,“ sagði hann. Arnór hefur tekið að sér að leysa stöðu leikstjórnanda eftir að Jörgensen fór og kann vel við það hlutverk. „Mér líkar það vel. Það virðist henta mér betur því í þeirri stöðu get ég hlíft hnénu betur en þegar ég spila í skyttustöðunni. Hins vegar finnst mér mjög gott að koma aftur í landsliðið og kom- ast aftur í skyttuna.“ Þrátt fyrir baráttu sína við meiðslin gegndi Arnór gríðarlegu mikilvægu hlutverki í íslenska landsliðinu þegar það vann til silf- urverðlauna á Ólympíuleikunum. Ljóst er að Arnór verður liðinu einnig mikilvægur á EM í Aust- urríki. „Það miðast allt við að komast til Austurríkis og ætla ég mér að vera í toppformi þegar mótið fer fram. Ég hlakka mikið til.“ eirikur@frettabladid.is Farinn að sleppa fram af mér beislinu Arnór Atlason er nú kominn á fullt skrið eftir að hafa glímt við erfið hnémeiðsli í um eitt og hálft ár. Hann stefnir á að koma sér aftur í toppform fyrir Evrópumeistaramótið sem fer fram í Austurríki eftir áramót. SILFURHAFINN ARNÓR Fagnar hér sigri á Spánverjum í undanúrslitum Ólympíuleikanna í Peking í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 20% Afsláttur til 7. nóv körfuboltaskór Adidas Speed Cut Verð Kr. 19.990.- Nú kr. 15.990.- Adidas Pro Model Verð Kr. 18.990.- Nú kr. 15.190.- Adidas Commander LT Verð Kr. 24.990.- Nú kr. 19.990.- Adidas Attack Feather Verð Kr. 16.990.- Nú kr. 13.590.- Adidas 3 series barna Verð Kr. 10.990.- Nú kr. 8.790.- Ármúli 36, s. 588 1560 www.joiutherji.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.