Fréttablaðið - 02.11.2009, Blaðsíða 12
12 2. nóvember 2009 MÁNUDAGUR
EFNAHAGSMÁL Ríkið hefur ekki heildarupp-
lýsingar um kostnað stofnana hins opinbera
vegna leigu á leyfum á séreignahugbúnaði.
Ekki liggja því fyrir upplýsingar um hugsan-
legan sparnað ríkisins af innleiðingu opins
hugbúnaðar.
Þetta kom fram í máli Höllu Bjargar Bald-
ursdóttur, verkefnastjóra í rafrænni stjórn-
sýslu hjá forsætisráðuneytinu, á hádegisfundi
Skýrslutæknifélags Íslands í vikunni.
Nokkrar stofnanir hafa aukið vægi og notk-
un opins hugbúnaðar en menntamálaráðuneyt-
ið hvatti til þess í ágúst að menntastofnanir
tækju upp notkun á opnum og frjálsum hug-
búnaði í meira mæli en áður. Dæmi eru um að
framhaldsskóli greiði erlendum hugbúnaðar-
fyrirtækjum 1,5 milljónir króna í leyfisgjöld á
ári fyrir notkun á séreignahugbúnaði.
Á fundinum benti Sigurður Ólafsson, skipu-
lagsstjóri Þjóðleikhússins, á að við breytingu
á tölvukerfi leikhússins í vor hafi verið leit-
að tilboða bæði frá fyrirtækjum sem bjóða
séreignahugbúnað, svo sem frá Microsoft, og
frjálsum búnaði.
Niðurstaðan hafi verið opna hugbúnaðin-
um í vil og var í kjölfarið Ubuntu-stýrikerf-
ið innleitt hjá Þjóðleikhúsinu. Stýrikerfið er
ókeypis og fylgir með því skrifstofuvöndull og
póstforrit ásamt öðru sem ekki þarf að greiða
fyrir. Þrátt fyrir þjónustusamning við inn-
lenda kerfisþjónustu er kostnaðurinn 75 pró-
sentum lægri fyrsta árið en ef hin leiðin hefði
verið farin.
Fram kom í máli Halldórs Jörgensson-
ar, framkvæmdastjóra Microsoft á Íslandi,
að sparnaður vegna innleiðingar á opnum
og ókeypis hugbúnaði kunni að vera ofmet-
inn. Þótt kostnaðurinn kunni að vera lágur í
upphafi verði hann sambærilegur að þremur
árum liðnum og ef séreignahugbúnaður væri
keyptur. jonab@frettabladid.is
AF FUNDINUM Kostir og gallar opins hugbúnaðar ræddir í þaula. Þar kom fram að mikil fjárútlát megi spara
með innleiðingu á nýjum stýrikerfum og ókeypis hugbúnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Engar upplýsingar um sparn-
að vegna opins hugbúnaðar
Ríkisendurskoðun hefur ekki sérstaka bókhaldslykla um greiðslu leyfa fyrir notkun á hugbúnaði. Ekki er
vitað hvað kostar að skipta séreignahugbúnaði út fyrir opinn. Þjóðleikhúsið sparaði mikið við umskiptin.
Ný uppfærsla af Ubuntu-stýrikerfinu, Karmic Koala,
kom út í gær. Hún varð aðgengileg á vefsíðunni
ubuntu.com.
Ubuntu-stýrikerfið er fullbúið, ókeypis og byggir
á Linux-stýrikerfiskjarnanum. Því má hala niður af
íslenskum vefþjóni og setja upp með lítilli fyrirhöfn.
Með stýrikerfinu fylgir Mozilla Firefox-vafri,
tölvupóstforritið Evolution og skrifstofuvöndullinn
OpenOffice.org. Þá má hlaða utan á kerfið öðrum
hugbúnaði sem finna má á netinu.
Þetta ku vera eitt vinsælasta stýrikerfið sem
byggir á Linux-kóðanum. Ekki liggur nákvæmlega
fyrir um fjölda notenda stýrikerfa sem byggja á
Linux-kóðanum en hlutfallið er talið á bilinu eitt
til tólf prósent allra tölvunotenda. Talið er að um
þrjátíu prósent þeirra noti Ubuntu-stýrikerfið.
Fyrsta útgáfa Ubuntu-stýrikerfisins kom út í okt-
óber árið 2004 og hefur verið uppfært á hálfs árs
fresti síðan þá, ætíð í apríl og október.
Fyrir viku kom út ný útgáfa af Windows-stýri-
kerfinu frá Microsoft, Windows 7. Bæði stýrikerfin
má setja upp í einni og sömu tölvunni og geta
notendur þeirra valið hvort stýrikerfanna þeir vilja
nota þegar tölvan er ræst.
NÝ UPPFÆRSLA AF UBUNTU
BRETLAND Vonir Tonys Blair, fyrr-
verandi forsætisráðherra Bret-
lands, um að verða fyrsti forseti
ráðherraráðs Evrópusambands-
ins fara nú dvínandi. Leiðtogar
sambandsins hittust fyrir helgi
og á fundinum tókst stuðnings-
mönnum Blairs ekki að tryggja
nægilegan stuðning við hug-
myndina.
Evrópskir sósíalistar munu
ekki vera ýkja hrifnir af því að
tilnefna Blair í embættið. Leið-
togarnir urðu hins vegar ásáttir
um að skipa þriggja manna nefnd
um málið en í henni sitja meðal
annarra austurríski kanslar-
inn Werner Faymann, sem þegar
hefur lýst yfir efasemdum sínum
um að Blair sé rétti maðurinn í
starfið.
Bretar og Evrópusamband:
Vonir Blair um
forsæti ESB
fara dvínandi
SIGRINUM FAGNAÐ Choi Na-yeon
sigraði á golfmóti í Suður-Kóreu í
gær, klædd hefðbundnum kóreskum
klæðnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP