Ljósberinn - 01.11.1944, Blaðsíða 21

Ljósberinn - 01.11.1944, Blaðsíða 21
LJÓSBERINN 157 ýmislegt til að bera, sem karlmönnum geðjast að“. Inga roðnaði af ánægju yfir hólinu og varð nú djarfari að spyrja. „Verður það af mikilli ást?“ „Það er mjög vafasamt, held ég, ef þú giftir þig fljótt. Sú, sem álítur það vera sjálfsagt, að aðrir vinni fyrir lienni og gefi henni allt, sem liún þarfnast, og sem ekki þakkar fyrir það, hefur vanþakklátt hjarta, og í slíku lijarta rúmast ekki mik- il ást“. „En verð ég elskuð af manninum mín- um?“ spurði Inga, sem ekki vildi fá áminningar, heldur bara lieyra um forlög sín. „Það er til margs konar ást. Það er lil ást, sem líkist loga í spónum, brakandi skjótt. Það er líka til önnur ást. Hún er líkari loganum í viðnum, björtum og hlýj- um, sem vermir og brennur hægt út“. Inga var ekki hrifin af þessari sam- líkingu. Hún óskaði einmitt eftir slíkri ást, sem blossaði upp, en lienni geðjað- ist ekki að því, að liún skyldi slokkna fljótt. „Hvernig á ég að fara að því að verða elskuð?“ „Til þess að verða elskuð með þeirri ást, sem brennur hægt út, þarft þú að líkjast viðnum: hafa það í þér, er nær ástinni. Ingu fannst svarið ónákvæmt. En hún skildi það samt betur en hún vildi láta uppi. Þess vegna sneri hún talinu að öðru. „Verð ég rík?“ „Sú er ekkert vill læra og sem finnst Öll vinna vera leiðinleg, getur ekki afl- að sér auðæfa“. „En getur maðurinn minn ekki verið ríkur?“ „Auðæfi renna úr greipum letingja og fljúga frá þeim, er elska óhóf og hégóma“. Ingu fannst, að svörin yrðu verri og verri. Átti allt að ganga henni svo illa? Það kom enn þá stærri ólundarsvipur á hana, lieldur en venjulega, og augnaráð hennar var í senn þrjózkufullt og biðj- andi. „Þarf ég þá allt af að sitja heima og vera höfð út undan?“ „Heimili þitt getur þú auðvitað yfir- gefið. En þér mun allt af finnast þú vera liöfð út undan, meðan þú krefst mikils af öðrum“. „Það er allt svo slæmt og leiðinlegl, sem þér segið mér“, sagði Inga grátandi. Hún þurrkaði tárin úr augunum með öðru liandarbakinu. Hina höndina kreppti liún reiðilega á kjöltu sinni. Þessa knýttu liönd tók nú gamla konan milli beggja handa sinna og klappaði lienni hægt, meðan hún talaði. „Það, sem ég hef sagt þér um fram- tíðina, er alls ekki óafturkallanlegt. Eg hef aðeins sagt það, er mér finnst trú- legast að verði, ef allt það, sem ég sé í þessum blómhnapp fær að þroskast í friði. En framtíðin getur orðið öll önn- ur. Þú gleymir því, litla vina mín, að framtíðin er ekki eitthvað, sem er laust við okkur. Framtíðin verður 'að mikíu leyti eins og við erum sjálf“. „Hvernig á ég að vera, til þess að ég geti orðið hamingjusöm í framtíðinni?“ spurði Inga. „Lifðu ekki í drauma-framtíð, heldur í líðandi stund og vertu það í sál og hjarta, \

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.