Ljósberinn - 01.11.1944, Síða 23
ljósberinn
159
að, en þess vegna fer þeim líka vel fram“,
svaraði gamla konan. Hún stóð fyrir
framan rósatré, er bar tvær gular rósir.
Onnur var útsprungin, en hin var enn
þá knappur. Hún sleit hina síðarnefndu
af og gaf Ingu hana.
„Kærar þakkir. En er það ekki synd,
að slíta knappinn af?“
„Blómin eru til þess að gleðja, og þar
sem þú sjálf enn þá ert knappur, fannst
niér það eiga svo vel við, að gefa þér
þenna knapp. Hann springur út og visn-
ar síðan. En hvað gerir það til, ef hann
getur vakið gleði með liinu stutta lifi
sínu“.
Það lá eitthvað sérstakt í orðum gömlu
konunnar og Inga skildi það. En hún
gerði aðra kröfu til lífsins.
„Maður lifir þó líklega til að njóla
gleðinnar líka“, sagði liún.
„Það er til tvenns konar gleði: hin
forgengilega og hin óforgengilega“, sagði
gamla konan.
Inga reigði höfuðið þrjózkulega, því
hún skildi það vel, að sú von er spádóni-
urinn lét rætast, var einmitt vonin um
forgengilega gleði. Hin óforgengilega
gleði hafði ekkert aðdráttarafl fyrir hana.
Gamla konan stóð þarna meðal blóm-
anna sinna og liorfði á Ingu með hinu
glaðlega og blíða augnaráði sínu.
„Þegar þú hefur komist að raun um
að sú gleði, sem þú nú sækist svo mjög
eftir, er forgengileg, þá mundu það, að
til er óforgengileg gleði og leitaðu lienn-
ar“.
Inga flýtti sér að kveðja, því henni var
ekki mikið gefið um áminningar. Hún
þakkaði aftur fyrir rósina og hélt svo af
stað heimleiðis gegnum skóginn. Það var
PÁLL JÓNSSON ÁRDAL:
I fyrsta hausthretinu.
Nú syrtii■ í álinn, og svífur að él
með svalköldum noróangjósti,
og blómgrösin fellir hin harölynda Hel;
þau hallast að mó'Surbrjósti.
Nú dauft er að líta yfir blásvellin ber
og blómreitinn auóan, kalinn.
En — sœtt er að hvílast, er sumariS þver
og sólin er éljum falin.
Hi<5 fegursta blóm á viö skafrenningsskafl
liér skiptist, sem lán og nauóin,
og Ijósið og svartnœttió leika sitt tafl,
og lífinu skákar dau’ðinn.
Til hamingju náttúran bœtur oss bjó
þótt blómreidnn sjáum auðan,
á endanum lífinu efalaust þó
mun auðnast að sigra daupann.
Þótt blómgrösin deyi, þau felt hafa frœ,
sem frjóvgast á nœsta vori,
og fjölmargur lífsneisti felst undir snœ
og fjárafl í dauðans spori.
komið kvöld og farið að skyggja. Inga
gekk sem í draumi, hugsandi um spádóm-
inn, sem þó hafði þegar misst mikið af
ljóma sínum. En seinna, löngu eftir að
hún hafði gleymt honum, komu henni
í hug síðustu orð gömlu konunnar, um
liina óforgengilegu gleði. Því sannleiks-
orð eru varanleg, þó innantóm orð verði
að engu.
O. K. (Lögberg).