Ljósberinn - 01.11.1944, Side 25
ljósberinn
161
„En getur allt vatnið allt af fengið
framrás gegnum gatið?“ spurði ég. „En
ef of mikið vatn kemur niður eftir, þá
flæðir það hér yfir?“
„Þvaður!“ svaraði frændi stuttaralega.
í5Ég hef unnið hér í þrjátíu ár og hér
hefur aldrei komið flóð“.
Við vorum nú komnir til þess staðar
í námunum, þar sem hann vann, og þeg-
ar vagninn hafði verið fylltur með kol-
nm, kenndi hann mér, hvernig ég ælti
að ýta honum þangað, sem vögnunmn
væri lyft upp. Vinnan var létt, en mér
fannst það undarlegt, að ýta vögnunum
í dimmum göngunum, án annarrar birtu
en frá litla lampanum mínum og án þess
að heyra önnur hljóð en tilbreytingarlaus
hamarshöggin. Þannig leið dagurinn til
kvölds. Flestir verkamennirnir höfðu yf-
^rgefið námuna, og við vorum í þann veg-
lrui að fara. Ég var búinn að fylla vagn-
mn og var kominn með hann gegnum
fyrsta ganginn, þegar ég heyrði hræðí-
^egan dyn^ Það var sem þrumu hefði sleg-
ið niður. Skelfdur stóð ég andartak kvrr
°g hlustaði. Dynur hélzt við, og ég gat
greinilega heyrt undarlegt hljóð, sem í
rennandi vatni eftir gólfinu. Ég tók lamp-
ann og lýsti á gólfið. Við fætur mína
streymdi vatnið með ógurlegum þunga;
hraðar og hraðar ultu öldurnar og hærra
°g hærra steig vatnið. Ég flýtti mér aftur
Þ1 Kasper frænda. Hann beið og var að
tala við nokkra námumenn, sem þang-
að höfðu komið, þegar þeir heyrðu dyn-
inn.
„Það er vatn í námunni“, hrópaði ég
^ueð andann á lofti.
Allir hlustuðu andartak, hávaðinn varð
Hieiri og meiri.
„Guð varðveiti okkur“, sagði Kasper
frændi. „Þetta hlýtur að vera í ánni, sem
hefur flætt inn í námuna. En hvernig
getur á því staðið?“
„Hún hefur brotið sér göng“, sagði
einn af námumönnunum.
„Vatnið lilýtur þá að liafa stigið svo
hátt, að það flæðir inn um öll þrjú stóru
göngin“, svaraði frændi, „þau hafa allt
af legið of lágt“.
Vatnið steig hratt, það náði okkur þeg-
ar upp að hnjám.
„Það er úti um okkur“, sagði annar
námumaður.
„Ekki ennþá“, svaraði Kasper frændi,
„áfram að opinu!“
„Að opinu, að opinu!“ hrópuðu allir
og í miklum æsingi fylgdu þeir frænda
eftir, en hann liljóp á undan.
Opið var há hvelfing, sem hafði mynd-
ast við jarðsig. Annars vegar var kletta-
helti, og þar leituðum við liælis. Stein-
arnir voru ósléttir svo það var ekki erf-
itt að klifra upp eftir þeim. Vatnið vall
fram undir fótum voriun; það steig stöð-
ugt, og ef það næmi ekki staðar, áður en
það næði til okkar, vorum við dauðan-
um ofurseldir.
Við þrýstum okkur þétt hverjir að
öðrum. Það var þröngt um okkur, og við
urðum að hafa gát á okkur, ef við ált-
um ekki að hrapa ofan í. Óttaslegnir
fylgdumst við með því hvernig vatnið
steig.
„Börnin mín!“ sagði Kasper frændí,
og rödd hans varð hærri í hinni djúpu
þögn. „Börn! Við verðum að búa okkur
undir dauðann. Eftir tíu mínútur hefur
vatnið skolað okkur burtu. Við skuluin
biðja“.