Ljósberinn - 01.06.1952, Blaðsíða 2

Ljósberinn - 01.06.1952, Blaðsíða 2
50 LJDSBERINN 6URNAR HENNAR MÖMMltí Góð tiGaga Drengjahópur stó5 úti á götu. Það var far- ið að dimma og þeir voru að brjóta heilann um, hvað þeir ættu nú að taka sér fyrir hend- ur. Þeir urðu að finna upp á einhverju, sem væri alveg sérstaklega skemmtilegt. Þá sjá þeir, hvar Pétur gamli halti kemur rambandi eftir veginum með kartöflupoka á bakinu. — Nú vissu þeir, hvað þeir ætluðu að gera. Það yrði nú eitthvað varið í það! Þeir voru fljótir að leggja á ráðin. Þeir ætluðu að leggja snúru yfir veginn, svo að gamli maðurinn dytti um hana, er hann færi fram hjá, og missti niður kartöflurnar sínar. Þeir voru alveg vissir um að geta komizt undan í myrkrinu, án þess að gamli maður- inn sæi, hverjir þeir væru. Rétt í sama bili bar Jóhannes þar að. Það var nú verri sagan, því að það var alls ekki víst, að þeir mundu geta fengið Jóhannes til að vera með í þessu uppátæki. Hann var alltaf svo þver og alvarlegur! Drengirnir voru fljótir að skýra honum frá, hvað í ráði væri. Jóhannes hlustaði þegjandi á þá. Síðan tók hann rólega til máls: — Hver vill hjálpa mér til að bera kartöfl- urnar heim fyrir Pétur gamla? Það sló þögn á drengjahópinn. Tveir dreng- ir gáfu sig fram. Hinir fóru leiðar sinnar við svo búið. Pétur gamli ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum, þegar þrír röskir drengir komu til hans og buðust til að bera pokann fyrir hann heim. Hann varð hálfsmeykur um, að hér væru einhver svik í tafli. En brátt sá hann, að drengjunum var alvara og með tárin í aug- unum þakkaði hann þeim ástúðlega fyrir: — Guð blessi ykkur fyrir að hjálpa göml- um og fátækum vesaling! Drengirnir höfðu áreiðanlega varanlegri á- nægju af því að hjálpa gamla manninum en að hrekkja hann. Lífsnauðsyn Kínverji nokkur spurði eitt sinn kristni- boða, hvernig á því stæði, að hann talaði alltaf um Jesúm Krist. — Þú hefur nú talað hér hjá okkur í þrjá daga og aldrei talað um neitt annað en Jesúm Krist, sagði hann. — Hvað borðar þú í morgunverð? spurði kristniboðinn. — Hrísgrjón, svaraði Kínverjinn. — En í kvöldverð? spurði kristniboðinn. — Hrísgrjón, svaraði hinn. — Hvað hefur þú helzt borðað fram til þessa? spurði kristniboðinn enn. — Hrísgrjón, svaraði Kínverjinn hissa. — Hvers vegna borðar þú alltaf hrísgrjón á hverjum einasta degi? spurði kristniboðinn. — Vegna þess að hrísgrjón er aðalfæða okk- ar hér, svaraði Kínverjinn, við getum ekki lifað án þess að hafa hrísgrjón. — Já, einmitt, svaraði kristniboðinn, þann- ig er því líka farið með okkur. Kristur er okkar líf, andlega talað, við getum ekki lif- að án hans. Gott mannsefni Einu sinni var maður á gangi. Hann hitti lítinn dreng, sem sat á stórum steini. Dreng- urinn hélt um annan fótinn og söng hátt. Maðurinn var hissa á þessu og spurði drenginn, af hverju hann sæti þarna á stein- inum og syngi. ,,Ég datt og meiddi mig svo mikið á fæt- inum, að ég get ekki gengið,“ svaraði dreng- urinn. ,,En af hverju ertu að syngja?“ spurði mað- urinn. „Ég get ekki hlegið,“ svaraði drengurinn, „svo að ég verð að syngja til þess að gleyma sársaukanum." Þessi drengur verður einhvern tíma dug- legur maður, hugsaði maðurinn, er hann hélt áfram.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.