Ljósberinn - 01.06.1952, Blaðsíða 19
LJDSBERINN
67
alveg með sjálfum sér — og hann er svang-
ur.
Hólm kom rétt á hælunum á Ebba og stað-
festi, að það væri rétt, sem hann segði.
— Ég hef líka fengið áfall, sagði hann og
hné niður á stól. — Hann hefur engan grun
um tímann, sem liðinn er síðan. Gjörið svo
vel að fara með bakka inn til hans.
— Haldið þér í raun og veru, að hann sé orð-
inn heilbrigður og að það vari við? spurði jóm-
frú Möller og þurrkaði af sér tárin með upp-
þvottatuskunni. — En hann vaknar aðeins
upp til mikillar sorgar. Hvernig fer, þegar
hann fær að vita, að Leifur hefir verið horf-
inn í þrjú ár, og að öll von er úti?
— Ættum við ekki að senda skeyti til
Vanbergs prófessors í Kaupmannahöfn?
Læknirinn hér ræður líklega ekki við þetta,
og Vanberg er fremsti taugasérfræðingur okk-
ar.
Jómfrú Möller fannst þetta góð uppá-
stunga. Á meðan Hólm stílaði skeytið, flýtti
hún sér að smyrja brauð handa Ebba, því
að hann átti að hjóla til bæjarins með það.
Á eftir tók hun til mat á bakka handa Wenk.
Hendur hennar titruðu, og bæði gleði og sorg
börðust um yfirráðin hjá henni. Það vakti
að vísu fögnuð hjá þessum tveim trúföstu
manneskjum, að Wenk skyldi vera kominn
til sjálfs sín aftur, en það var sárt til þess að
hugsa, hve ömurlegt það yrði fyrir hana, er
hann fengi að vita sannleikann um Leif.
Nokkrum mínútum síðar hjólaði Ebbi af
stað með skeytið. Ef allt færi samkvæmt ráða-
gerð þeirra, gæti hinn þekkti sérfræðingur
komið með síðdegislestinni.
Þegar Wenk hafði matazt, lagðist hann ró-
legur til svefns. Er hann vaknaði aftur nokkr-
um klukkustundum síðar, fannst honum, að
hann hefði hvílzt vel og væri miklu hress-
ari. Hann hefði gjarna viljað spyrja Hólm um
ýmislegt, en Hólm var svo önnum kafinn við
allt mögulegt, að þeir gátu ekki talazt við
neitt að ráði. Wenk varð því ekki mikils vís-
ari. En honum skildist þó svo mikið, að sjúk-
dómur hans hlyti að hafa staðið all-lengi yfir.
Hvorki Ebbi né Óli gátu unnið neitt til
gagns þennan dag. Þeir urðu að taka^ sér
hvíld við og við til þess að tala saman um
kraftaverkið, sem gerzt hafði, því að Óli var
þrár og hélt því fast fram, að þetta hefði
I*ú iii ii ii I aldrei sjjá eltir,
að hafa lifað hreinu lífi,
að hafa tekið rétta afstöðu,
að hafa lesið Guðs orð,
að hafa verið góður við minni máttar,
að hafa verið trúr Guði,
að hafa hugsað, áður en þú framkvæmdir,
að hafa beðið afsökunar, er þú hafðir
rangt fyrir þér,
að hafa veitt þínum lægri hvötum viðnám.
George Williams
stofnandi K.F.U.M.
verið kraftaverk, þó að Ebbi segði, að lækn-
arnir hefðu talið, að ofsalegt áfall kynni að
gefa Wenk vitið aftur.
— Hann fékk þrýsting sextán í ennið,
sagði Óli og sneri tóbakstuggunni nokkrum
sinnum uppi í sér. — Og gatið, sem kom á
höfuðið á honum, kom auðvitað öllu vonda
blóðinu, sem þrýsti á heilann, til þess að
renna út.
— Heldur þú að hann fari aftur yfir hafið
til þess að leita að Leifi? spurði Ebbi hugs-
andi.
Hugsanir hans höfðu snúizt um það, alveg
frá því er Wenk opnaði augun.
— Nei, svo heimskur er hann varla. Dreng-
urinn er vafalaust dáinn fyrir löngu. Ég er
sannarlega feginn, að ég á ekki að Ijúka hon-
um reikningsskap, þegar hann fer að spyrja.
En það fela þau sjálfsagt þessum prófessor
frá Kaupmannahöfn!
— En setjum svo, að Leifur sé ekki dáinn?
sagði Ebbi í mótmælaskyni. — Ég held ekki,
að Hollendingurinn hafi ætlað að taka hann
af lífi.
— Til hvers var hann þá að stela honum,
sagði Óli vantrúaður. — Það er bara bull, að
hann sé lifandi. Hafi Hollendingurinn ekki
tekið hann af lífi, hafa villimennirnir eflaust
gert það fyrir löngu.
Þeir gátu ekki orðið á eitt sáttir, og héldu
því þegjandi áfram að vinna, þangað til þeir
byrjuðu að nýju að tala um kraftaverkið.
Þeim fannst báðum, að þeir mættu slæpast
svolítið í dag. —
Framh.