Ljósberinn - 01.06.1952, Blaðsíða 5

Ljósberinn - 01.06.1952, Blaðsíða 5
LJOSBERINN 53 ÞORSMQRK \Jér elólziAm joi^ uort póótur^rón Vér elskum þig, vort fósturfrón, sem forna vegsemd ber. Með hjarta, máli, heyrn og sjón vér hélgum líf vort þér. Svo frajntíð verði fornöld lík, af fremdarverkum sœl og rík, og samtíð að því stuðli sterk við stórt og göfugt verk. Og fána vorn vér hefjum hátt til heiðurs, land vort þér. Hann blaktar yfir sœmd og sátt og sigurteikn hann er. í litlum þrem er hugsjón há, og hélgur kross oss minnir á að sœkja fram með sannri dáð, unz síðsta sigri er náð. Vér aldrei gleymum áa frœgð né íslands fornu tíð. En meiri sœmd og gœfugnœð skal gefast vorum lýð í framtíð, ef vér fylkjum oss um fánans hvíta og rauða kross, í feldi blám er blasir mót, þá blómgast land og sjót. Friðrik Friðriksson.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.