Ljósberinn - 01.06.1952, Blaðsíða 8

Ljósberinn - 01.06.1952, Blaðsíða 8
56 LJDSBERINN í sögu og guðfræði með ágætiseinkunn. Tak- markinu var náð. Hann var orðinn prestur 23 ára gamall. Willie gerðist nú aðstoðarprestur í Ilford, einu af úthverfum Lundúna. Hann gaf sig að starfinu af lífi og sál og aflaði sér brátt mikilla vinsælda, einkum meðal æskulýðsins. Dreng- irnir horfðu með aðdáun á nýja prestinn sinn, er hann sýndi þeim listir sínar. Enginn gat sýnt aðra eins leikni í alls konar íþróttum og enginn gat tekið önnur eins stökk af sund- brettinu og hann. Hann talaði líka mikið við þá um Jesúm, sem þeir ættu að þjóna, og þeir tóku mark á öllu, sem hann sagði við þá. Þarna starfaði hann í fjögur ár. Þá gerðist hann prestur í Hoxton, einu af alræmdustu fátækrahverfum Lundúna. — Þetta er líkt Föður Jackson, sögðu dreng- irnir, hann er reiðubúinn til að fara til fá- tækrahverfanna, þó að hann eigi kost á góðri stöðu annars staðar. í Hoxton tók hann á leigu stórt hús, flutti sjálfur í tvö herbergi og auglýsti, að hinn hluti hússins væri til frjálsra afnota fyrir æsku- lýðinn í sókninni. Það Var brátt vel þegið. Þangað flykktust drengirnir og Faðir Jack- son kenndi þeim íþróttir og alls konar nyt- samleg störf. Árangurinn kom líka fljótt í ljós. Fólk fór að spyrja: — Hvað hefur komið fyrir, hvaða breyting hefur orðið á drengjunum í hverfinu? Nú víkur sögunni í annan heim. Systir Willies var gift kristniboða í Burma. Frá blautu barnsbeini hafði hann því drukkið í sig áhuga fyrir kristniboði. í Burma var mikið um blinda menn og mágur hans, sem Purser hét, hafði gert tilraun með skóla fyrir blinda drengi. Eitt sinn kom landstjórinn í Burma í heimsókn á kristniboðsstöðina til Pursers. Honum gazt alveg sérstaklega vel að starfi hans fyrir blindu drengina og bauðst til að sjá um kostnað fullkomins blindraskóla, ef hann gæti útvegað mann til að taka að sér rekstur hans. — Ég býst við, að ég hafi mánninn, svaraði Purser, svo framarlega sem hann er fáanleg- ur til að taka það að sér. Því næst sagði hann landstjóranum frá mági sínum. Willie Jackson var óðara sent skeyti, og hann var strax reiðubúinn til að fara. Þetta hafði hann þráð í mörg ár. Alla næstu nótt lá hann á bæn til Guðs, þakkaði honum hand- leiðsluna og bað um styrk og leiðsögn í þessu nýja starfi. Drengirnir í Hoxton urðu fyrir vonbrigðum, en þegar þeir heyrðu um það starf, sem Fað- ir Jackson ætlaði að vinna, sögðu þeir: — Þetta er einmitt honum líkt. Við skul- um ekki kvarta, heiðnu drengirnir þarfnast hans frekar en við. En við munum ekki gleyma honum. í heimsstyrjöldinni fyrri var ekki mikið um óþarfa feralög manna. Jackson tók sér far með skipi, sem fór um Súezskurðinn. Hann skrifaði heim, að 75% farþeganna væru kristniboðar, nefnilega þrír af fjórum far- þegum! Hann notaði tímann á leiðinni til að læra Burma-málið, og er skipið fór um Gíbraltar- sund, var hann búinn að læra Faðirvorið á Burma-máli og allmikinn orðaforða. Hann kom til kristniboðsstöðvarinnar í Kemendine 8. nóv. og um jólin sama ár gat hann haldið sína fyrstu ræðu á Burma-máli. Er Jackson tók til starfa á meðal drengj- anna sinna, byrjaði hann á því að taka að öllu leyti upp sömu lifnaðarhætti og þeir> Hann klæddist sem þeir, viðhafði sama mat- aræði og þeir og gekk að öllu undir sömu kjör og þeir urðu að búa við. — Með þessum hætti verðið þér búinn að gera út af við heilsu yðar, áður en mánuður er liðinn, sögðu kunningjar hans við hann. En drengirnir í skólanum tóku þessu á annan hátt. Þeir lærðu að meta hann og elska meira en nokkurn annan og gáfu honum nafn- ið Stóri faðir. Starf blindraskólans í Kemendine tók fljótt að eflast. Jackson gerði sér mikið far um að ná til sem flestra blindra drengja. Hann fór sjálfur heim til þeirra drengja, sem hann frétti um, að blindir væru og reyndi að fá þá í skólann. Hann kenndi þeim að lesa og vinna, en um fram allt að þekkja Jesúm Krist. Það leið ekki á löngu, unz stækka þurfti skólann til mikilla muna, og fór brátt víða um mikið orð af starfi Jacksons. Þannig hélt hann áfram í 10 ár. Þá þurfti hann að fara heim til læknisaðgerðar. Hann var tregur til að fara, en lét þó til leiðast, er honum var gefinn von um bata, svo að hann

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.