Ljósberinn - 01.06.1952, Blaðsíða 18

Ljósberinn - 01.06.1952, Blaðsíða 18
66 LJDSBERINN verðum sjálfsagt að gera ráð fyrir, að honum versni við þetta. En, — læknirinn stóð kyrr og hneppti frakkanum að sér — ég er sem sé ekki neinn sérfræðingur í geðsjúkdómum. Bæði Hólm og jómfrú Möller voru svo upp- gefin, að þau urðu að fá hvíld. Óli, sem var þéttur á velli og sterkur vel, bauðst til þess að vaka yfir sjúklingnum. Þau skyldu fá að vita, ef einhver breyting sæist. — Ebbi, viltu flýta þér að skipta um föt. Þú ert votur eins og hundur af sundi dreginn, sagði jómfrú Möller, þegar hún kom niður í eldhúsið. — Jú, þetta er nú að lagast, sagði hún brosandi, eins og hún gæti lesið hugs- anir drengsins. — Hann liggur nú kyrr, og við vonumst eftir að fá rólega nótt. Óveðrinu var nú nær því slotað. Enn var hellirigning, en loftið, sem streymdi inn um opna gluggana, var ferskt og hreint. Ebbi ætlaði að fara, eftir að hafa boðið góða nótt, en þá sló jómfrú Möller höndunum saman. — Hamingjan góða! Þú ert ekki farinn að fá kvöldmat, drengur minn. Setztu nú, þá skal ég útbúa eitthvað handa þér í skyndi. í kvöld skaltu sannarlega fá bolla af heitu kaffi líka. Það birtir. Þegar Ebbi fór á fætur á venjulegum tíma næsta morgun, voru þær, Metta og jómfrú Möller, þegar önnum kafnar við eldhússtörfin. Jómfrú Möller hafði sofið nokkrar klukku- stundir, og nú vakti Hólm yfir sjúklingnum, sem var enn meðvitundarlaus. — Viltu vera svo vænn að fara inn til Hólms með matarbita, sagði hún, þegar hún sá Ebba. — Hann þarfnast einhverrar hressingar. Ég skal útbúa morgunverð handa þér á eftir. Ebbi tók bakkann og hélt á honum inn til Hólms. Nú reið á að halda tungunni réttri í munninum. Hann afhenti hann og hneigði sig glæsilega um leið. — Ah, kaffi, sagði Hólm. — Það er líka sterkt og gott, að minnsta kosti eftir lyktinni að dæma! Hann stóð á fætur og gekk að borðinu. Bæði hann og Ebbi hvísluðust á, þó að þeir vissu, að Wenk gæti ekki heyrt til þeirra. Ebbi stóð kyrr, á meðan Hólm hellti kaffinu í bollann. Allt í einu sneru þeir sér báðir við. Það var einhver hreyfing í rúminu. Wenk lá með galopin augun. Þau virtust vera gljáandi af. sótthita, en samt voru þau skær. Hólm minntist þess ekki, að hann hefði séð svona svip í þeim, síðan óveðursnóttina fyrir þrem árum. — Hólm, sagði Wenk með veikum rómi. — hvar er ég? Hann ætlaði að setjast upp í rúminu, en var of máttfarinn. Hann hné stynjandi aftur á bak á svæfilinn. . X — Mig svimar og ég er svo einkennilegur! Hef ég verið veikur? — Prófessorinn hefur verið veikur, sagði Hólm. Rödd hans titraði, þó að hann reyndi af fremsta megni að tala rólega og hversdags- lega. — En nú er það versta afstaðið. — Nú, jæja, sagði Wenk. Það var auðséð, að hann átti erfitt með að hugsa skýrt. — Er ég heima í Danmörku, eða hvar er ég? Og Leifur — Hólm — hafa fundizt nokkur verks- ummerki eftir Leif? Rödd hans bar vott um svo mikla örvænt- ing, að Hólm fékk tár í augun. — Því miður getum við ekkert nýtt sagt um Leif. Það er rétt, að prófessorinn er heima í Danmörku. Þetta hefir verið erfiður og lang- vinnur sjúkdómur. — Ég get ekki munað neitt eftir óveðrið, sagði Wenk hikandi. — Ég hef þá legið veik- ur síðan — og þessar umbúðir — er það eitt- hvað, sem gerðist þá sömu nótt? Hólm var hræddur um, að það mundi slá út í fyrir Wenk aftur, ef hann reyndi að muna svona mikið, þess vegna kinkaði hann aðeins kolli. Hann þorði ekki að segja Wenk, hve lengi hann hefði verið veikur, eða hvers konar sjúkdóm hann hefði haft, fyrr en hann væri búinn að ráðgast við lækninn. Það gat verið, að þetta væri aðeins stund- arfróun, og að innan skamms sækti aftur í sama horfið. Wenk reyndi sjálfur að muna áfram, enda hafði hann enga hugmynd um geðveikina. — Ég finn, að ég hef verið mjög veikur. Mér finnst ég vera eins og þvottatuska, og ég á erfitt með að muna, en ég er svo svangur ... .• Hann var ekki fyrr búinn að segja þetta en Ebbi þaut fram í eldhúsið. — Prófessorinn er kominn til sjálfs sín, hrópaði hann. — Hann er með öllu ráði —

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.