Ljósberinn - 01.06.1952, Blaðsíða 20
68
LJD5BERINN
] NOKKRIR
«vuwuwuvwwww
1. Kétt parahlaup.
Um það bil 10 manns taka þátt í hverjum
leik. Tveir og tveir eru bundnir saman um
öklann, annar á hægri fæti og hinn vinstri.
Þegar merki er gefið, hlaupa þeir að ákveðnu
marki og til baka aftur. Þeir, sem fyrstir eru
í mark aftur, hafa unnið.
2. Öfugt parahlaup.
Eins margir og rúm er fyrir á hlaupabraut-
inni raða sér upp þannig, að tveir og tveir
snúa bökum saman. Annar hleypur áfram,
hinn hleypur aftur á bak. Þá hefst leikurinn
og þeir, sem fyrstir eru í mark, fá eitt stig.
Leikinn má endurtaka svo oft sem vill, og
þeir, sem hafa flest stig að leikslokum, hafa
unnið.
3. Ameríkuferðin.
Við höfum tvær ferðatöskur og látum í þær
trefil, vettlinga, frakka og húfu. Við hliðina
á hvorri tösku látum við regnhlíf og blóm-
vönd. Tveir af þátttakendunum taka sér stöðu,
sinn við hvora tösku. Þegar merki er gefið,
opna þeir töskurnar, klæða sig í það, sem 1
þeim er, taka blómvöndinn og regnhlífina,
opna hana og hlaupa af stað ákveðna leið,
helzt með einhverjum hindrunum á. Þegar
þeir koma aftur til baka í sama mark, fara
þeir úr flíkunum, brjóta þær vandlega sam-
an í töskuna og leggja regnhlífina og blóm-
vöndinn hjá. Sá, sem verður fyrstur, hefur
unnið.
4. Hoppandi hringur.
Þátttakendurnir raða sér í hring og takast
í hendur. Einn stendur í miðjum hringnum
og sveiflar í kring um sig löngu bandi með
stórum hnút eða einhverjum hlut á endan-
um. Hnúturinn á að snerta jörðina, þegar
bandinu er sveiflað. Þátttakendurnir eiga að
hoppa yfir bandið þannig, að það snerti þá
ekki. Sá, sem verður fyrir bandinu, skiptir við
þann, sem er inni í hringnum.
5. Jósef segir.
Þátttakendur raða sér upp í eina eða fleiri
raðir. Einn stjórnar og skipar fyrir: — Jósef
segir: Arma upp rétt. Jósef segir: Hné beygja.
Jósef segir: Til hliðar snú o. s. frv. Ef stjórn-
andinn sleppir orðunum „Jósef segir“ á und-
an skipunum sínrnn, á ekki að framkvæma
þær. Þeir, sem það gera, eru úr leik. Halda
skal áfram, þangað til aðeins einn er eftir, og
hefur hann þá unnið.
ÚTILEIKIR \
^VWVWWWVWWWV-.
r
SKOTASOGUR
Þið hafið eflaust öll heyrt ýmsar sögur um
Skotana. Þeir eru frægir fyrir sparsemi sína,
og hafa margar kynlegar sögur verið sagðar
um þá. Henda þeir sjálfir mikið gaman að
sögum þessum. Hér eru nokkrar skotasögur.
♦
Skoti nokkur kom eitt sinn í verzlun og
keypti handtösku.
— Á ég að pakka henni inn? spurði búðar-
stúlkan.
— Þakka yður fyrir, þess þarf ekki, svaraði
Skotinn, þér getið sett pappírinn og bandið
inn í töskuna.
Skoti nokkur var að sýna kunningja sínum
nýja íbúð, sem hann hafði tekið á leigu.
— En hvers vegna hefur þú saumað vegg-
fóðrið á veggina en ekki límt það eins og
venja er? spurði kunningi hans.
— Það er nú ekki víst, svaraði Skotinn, að
ég búi hér alltaf, þess vegna vil ég geta tekið
veggfóðrið með mér, þegar ég flyt.
♦
Skoti nokkur í Aberdeen lét svo ummælt í
erfðaskrá sinni, að allt, sem hann léti eftir
sig, skyldi renna til barnaheimilis í borginni.
Hann lét eftir sig sex börn.
♦
Hafið þið heyrt um Skotann, sem trúlofað-
ist dóttur nágranna síns til þess að spara
skóna sína.