Ljósberinn - 01.06.1952, Blaðsíða 10

Ljósberinn - 01.06.1952, Blaðsíða 10
LulOSÐERINN 58 HÚS IN NFÆDDRA EYJASKEGGJA. íbúarnir á einni eyju skilja ekki íbúa annarr- ar. Flestir menntaðir Filippseyjabúar skilja þó nú orðið ensku, og er hún mikið notuð sem hjálparmál. Auk þess er spánska enn mjög útbreidd á eyjunum frá þeim tímum, er eyj- arnar lutu Spánverjum. Menntun eyjaskeggja er á sæmilegu stigi. Skólar eru nokkuð almennir og meira að segja nokkrir háskólar, svo að allmargt yngri manna hefur hlotið dágóða menntun. Flestir eyjaskeggjar eru rómversk-kaþólsk- ir. Heiðingjar eru enn taldir vera um hálf milljón. Auk þess er á Mindanao dálítið af Múhameðstrúarmönnum. Voru þeir fyrr á tímum alræmdir fyrir rán og grimmd. Skipið rann inn Manila-flóann snemma á ' . - mggam ’ ’ «»• •ragi sunnudagsmorgni. Það hafði farið fram hjá hinu 160 metra háa strandvirki, Corregidor, og var nú á leið til Manila, perlu Austur- landa, höfuðborgar Filippseyja. Manila er við botn 45 kílómetra langs flóa. íbúarnir voru mjög vingjarnlegir og mér gekk vel að ná mér í leigubíl. Á hafnarbakkanum var heil röð af jeppa-bílum, sem voru yfir- byggðir eins og leigubílar. Eftir dálítið þjark kom okkur, eigandanum og mér, saman um verðið, og ég hoppaði upp í bílinn. Við ókum af stað áleiðis til Santa Cruz. Aldrei á ævi minni hef ég farið í aðra eins ökuferð. Ég hafði hlakkað til að geta virt fyrir mér götu- lífið í borginni, en það fór á annan veg. Ég hafði nóg að gera við að ríghalda mér föst- um. Bíllinn þaut af stað eins og slökkviliðs- bíll. Mér fannst stundum engu líkara en að ég væri kominn upp í flugvél, og allan tím- ann lá bílstjórinn á flautunni. Ég var þeirri stund fegnastur, er bíllinn nam staðar. Ég flýtti mér út og borgaði í FILIPPSEYJAR Lýðveldi, 296.285 km2, 16 millj. íbúa. Til þeirra teljast rúmar 7000 eyjar, stærst er Luzon (105 þús. km2). Stjórnað af for- seta, sem valinn er til 6 ára, og þingi með 100 meðlimum. Magellan fann Filipps- eyjar árið 1521. 1565 köstuðu Spánverjar eign sinni á þær og nefndu þær eftir Fil- ippusi II. Árið 1898 létu þeir eyjarnar af hendi við Bandaríkjamenn. Sjálfstæðar árið 1946. B o r g i r : Höfuðborgin Manila (673 þús. íbúar), Cebu (155 þús. íbúar). Þjóðflokkar: Malajar (Togatar, Igorotar o. fl.), Negritoar (dvergar), Indónesar, Evrópumenn og ýmsir Austur- Asíu þjóðflokkar. F j ö 11 : Hæsta fjallið er Apo — 2940 m. A f u r ð i r : Sykur, kókósolía, maníla- hampur, kobra, tóbak og gúmmí. M á I m a r : Gull, járn, silfur, kopar, blý o. m. fl. T u n g u m á 1 : Opinber tunga er mal- aja mállízka, er nefnist Tagalog. GAMALT SJÚKRAHÚS.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.