Ljósberinn - 01.06.1952, Blaðsíða 9

Ljósberinn - 01.06.1952, Blaðsíða 9
Frá f jarlægum löndum FILIPPSEY JAR dd^tir Sicftird ^Jdaaland. Filippseyjar eru 7083 að tölu, og af þeim eru 2441 byggð. Nyrztu eyjarnar hafa mynd- ast við eldgos, en þær syðstu eru kóraleyjar. Sumar af þessum eyjum eru stórar, fjöllóttar og skógivaxnar, en aðrar eru eins og smá pálmahólmar upp úr hafinu. Þær ná yfir geysi- langt svæði frá norðri til suðurs. Ein af nyrztu eyjunum heitir Batan, en syðstu eyjarnar heita Sulu-eyjar. Loftslagið er hitabeltisloftslag, og skiptast á regn- og þurrkatímabil. Stöðugir staðvindar blása um eyjarnar og skipta um átt á þriggja mánaða fresti. Svöl gola dregur alltaf úr versta hitanum á dag- inn, svo að hann er aldrei til ama. Næturn- ar eru dásamlegar. Versti veðurvágesturinn eru hvirfilvindarnir, sem öðru hvoru fara yfir eyjarnar og skilja ekkert eftir, sem á vegi þeirra verður. Heimsstyrjöldin síðari skildi eftir sig djúp spor á Filippseyjum. Eyjar eins og Luzon, gæti farið aftur til drengjanna sinna í Kemen- dine. Hann vildi ekki fara heim í aðgerðar- leysið til þess eins að lengja lífið um nokkur ár. Hugur hans var hjá blindu drengjunum, fyrir þá vildi hann lifa og deyja. Læknisaðgerðin tókst vel. En hið fyrsta, sem hann spurði um að aðgerðinni lokinni var: — Hvenær fæ ég fyrstu ferð til Burma? Honum héldu engin bönd. Hann fór aftur af stað. Á leiðinni versnaði honum á ný, en svo bráði dálítið af honum, er til Kemendine kom og hann hitti drengina sína aftur. Brátt varð mönnum þó ljóst, að kraftarnir voru þrotnir. Hann lagðist rúmfastur og reis ekki á fætur aftur. Mindanao, Leyte, Samar og Panay voru oft nefndar í fréttum af þeim hildarleik, sem þar var háður á milli Bandaríkjamanna og Jap- ana. Alls staðar má sjá merki eftir þau grimmilegu átök. Borgir og þorp eru meira eða minna í rústum. Allt verður að byggja upp aftur og að því er unnið af kappi. Allri þessari eyðileggingu hafa fylgt húsnæðis- vandræði eins og annars staðar í veröldinni. Jarðvegur eyjanna er frjósamur og lofts- lagið vel fallið til ræktunar, svo að eyjarnar hafa öll skilyrði til að vera stórkostlegt mat- vælaforðabúr, ef aðstæðurnar væru notaðar. Þess í stað verður að flytja inn mikið af hrís- grjónum og öðrum matvælum, en út er flutt mikið af tóbaki, sykri og manílahampi. íbúar eyjanna eru sambland af um það bil 50 þjóðflokkum og eru nálægt 16 milljónir. Þeir tala 8 ólík tungumál og 87 mállízkur. Það veldur því, að reynzt hefur ákaflega erfitt að byggja upp heilsteypt þjóðfélag á eyjunum. Landstjórinn í Burma, Charles Innes, kom í heimsókn til Kemendine til þess að kytma sér starfið, sem svo mikið orð fór af. Hann hafði meðferðis indversku keisaraorðuna, sem hann sæmdi hinn blinda og rúmliggjandi kristniboða. Rétt fyrir jólin árið 1931 dó Willie Jackson, 42 ára að aldri. Nóttina eftir héldu blindu drengirnir hans vörð í bæn við líkbörur hans. Hann hafði lifað fyrir þá, og þeir höfðu kunn- að að meta starf hans. Líf þessa unga, blinda manns er órækur vottur þess, hversu Guð getur notað þá, sem gefast honum af öllu hjarta. ------■-------

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.