Ljósberinn - 01.06.1952, Blaðsíða 17

Ljósberinn - 01.06.1952, Blaðsíða 17
LJDSBERINN 65 ómögulegt að greina þær hverja frá annarri, og þrumurnar dundu í sífellu. Ebbi hafði aldrei verið hræddur í óveðri, og hann sat kyrr hinn rólegasti. Þegar þrum- urnar létu sem hæst, fann hann, að jörðin titraði, og inn á milli kom hver reiðarþruman á eftir annarri, svo að þrumur og eldingar runnu út í eitt. Það var dásamleg sjón. Loks féllu fyrstu stóru regndroparnir til jarðar. Það var eins og loftið yrði þegar í stað svalara. En óveðrið lét ekki undan, og þrum- ur og eldingar geisuðu áfram, meðan regnið streymdi niður í stríðum straumum. Ebbi hugsaði oft um Wenk. Hvernig tæki hann þessu? Ekkert hafði jafnmikil áhrif á hann og þrumur og eldingar. Hann hafði varla hugsað hugsunina til enda, þegar dyrunum var hrundið upp, og Wenk kom þjótandi út. Hólm var rétt á eftir honum, en vitfirringur- inn var frárri á fæti. Hann þaut út í rigning- una með flaksandi hár og drusluleg föt. — Fljótt — náðu í hann! stundi Hólm upp. Hann var ekki eins léttur á fæti og Ebbi. En áður en Ebbi var einu sinni staðinn á fætur til þess að ná honum, hljóp Wenk á tré nokkurt á fullri ferð og féll þegar í stað endilangur til jarðar. í einu vetfangi var Hólm kominn að hlið hans. Wenk hafði fengið stórt sár á ennið. Blóðið seytlaði hægt úr því, og hann lá grafkyrr með lokuð augu. — Nú getur ekkert gerzt meira um stundar- sakir, sagði Hólm og hagræddi honum. —- Skrepptu upp og hringdu til læknisins, Ebbi, og segðu Óla, að hann eigi að hjálpa mér til þess að bera prófessorinn inn. Jómfrú Möller kom hlaupandi og þurrkaði varlega blóðið af andliti prófessorsins. Bæði henni og Hólm hafði létt mjög við það, að baráttunni var lokið að þessu sinni. Ebbi náði í Óla í skyndi. Síðan hljóp hann á bak reiðhjólinu sínu. Hólm hafði ekki hugs- að um það, að síminn var ónothæfur í þessu veðri. Læknirinn bjó alveg niðri í bænum, en Ebbi var hvorki hræddur við rigningu né þrumuveður. Hann hjólaði allt hvað af tók. Hann sá andlit Wenks fyrir sér allan tímann. Það hafði verið eldrautt, þegar hann þaut út í garðinn. Á eftir, er hann lá með höfuðið í VERSTI ÓVIIMUR OKK/IR — Ég er voldugri en allir herir verald- arinnar. — Ég hefi tortímt fleiri mönnum en allar styrjaldir heimsins til samans. — Ég er banvænni en sprengikúlur, og ég hef lagt fleiri heimili í rústir en allar fallbyssur í veröldinni. — Ég get alltaf náð í menn, hvar sem þeir eru, og hvort sem þeir eru ungir eða gamlir. —- Ég get hindrað framkvæmd allra góðra áforma og framfara. — Ég get valdið andlegri tortímingu, nið- urlægingu og dauða. — Ég er alls staðar á vappi. — Ég vinn verk mitt í kyrrþey. — Ég get drepið allan kærleika. — Ég er versti, miskunnarlausasti og hættulegasti óvinur þinn. — Ég heiti kæruleysi. kjöltu Hólms, var hann náfölur — aðeins blóðið litaði enni hans rautt. Hann var gegnvotur, þegar hann kom upp til læknisins, sem til allrar hamingju var heima. Hann sagði í skyndi frá því, sem við hafði borið, og fimm mínútum síðar brun- aði læknisbíllinn út eftir til „Skógarlundar“. Þau voru búin að koma Wenk í rúmið. Hon- um hafði verið þvegið og bundið hafði verið um hann, en hann var meðvitundarlaus enn- þá. Læknirinn rannsakaði hann nákvæmlega og skipti um umbúðir á sárinu. Sárið var all- djúpt. — Þér verðið að gæta hans vel, sagði hann við Hólm. — Það getur vel verið, að hann verði trylltur og óviðráðanlegur, þegar hann vaknar. — Rice prófessor í Lundúnum sagði, að á- fall gæti gefið prófessornum vitið aftur, sagði Hólm. — Heldur læknirinn ekki, að þetta geti haft þau áhrif, að hann verði með fullu viti, þegar hann vaknar? — Nei, því miður. Ég held fremur, að þetta hafi gert illt verra. Eftir því, sem þér segið, hlýtur hann að hafa legið undir mjög þungri sálarlegri byrði, þegar slysið átti sér stað. Við

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.