Ljósberinn - 01.06.1952, Blaðsíða 22

Ljósberinn - 01.06.1952, Blaðsíða 22
LJDSBERINN 70 LJÓSBERINN _______________________________ Barna- og unglingablað með myndum. — Útgefandi Bókagerðin Lilja. — Ritstjóri Ástráður Sigursteindórsson, kennari. — Utanáskrift: Ljósberinn, Pósth. 276, Rvík. Kemur út sem svarar 12 siðu blaði á mánuði, þar af tvöfalt sumarblað og þrefalt jóla- blað. Áskriftargjald kr. 20.00. Gjalddagi 15. april. Áskriftargjaldi í Reykjavík veitir móttöku Steinar Þórðarson í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar h.f. Prentaður í Félagsprentsmiöj.unni h.f. ---------------------------.f.------------ Skoti og Englendingur fóru eitt sinn saman á matsöluhús. Þegar búið var að bera á borð, sagði Englendingurinn við Skotann svo hátt að allir gestirnir heyrðu: — Nú skalt þú, vera mamma og skammta okkur. Allir viðstaddir skellihlógu, en Skotinn lét það ekkert á sig fá. Þegar þeir voru búnir að borða, sagði hann svo hátt að allir heyrðu: — Nú getur þú verið pabbinn og borgað. Því næst tók hann hatt sinn og fór. ♦ Svo var það Skotinn, sem sótti -um að fá afslátt af útvarpsafnotagjaldi sínu. Ástæðan var sú, að hann var heyrnarlaus á öðru eyr- anu. ♦ SVÖii ♦ SVÖR VIÐ HEILABROTUM Á BLS. 69. Kanntu vel Biblíusögur: 1) Heiðra skaltu föður þinn og móður. — 2) Bækur. — 3) Lúkas. — 4) Pétur og Jóhannes. — 5) Filippí. Þekkirðu landið þitt: 1) Kollafjörður. — 2) Laxá í Kjós, Hvítá, Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, ■Blanda og Héraðsvötn. — 3) Hallormsstaða- skógur, Bæjarstaðarskógur og Vaglaskógur. — 4) Vatnajökull, Langjökull og Hofsjökull. — 5) Eyjafjörður. Peningaþraut: Rökfrœði: Enginn köttur hefur tvö skott. Einn köttur hefur einu skotti meira en enginn köttur. Einn köttur hefur því 3 skott! Hver var það: Sonur Sveins. Á rjúpnaveiðum: 5 veiðimenn svo framarlega sem nóg er af rjúpum og veiðimennirnir hitti alltaf jafn vel. Stafaþraut: Ingimundur, Nikulás, Guðmund- ur, Vilhjálmur, Arngrímur, Ríkharður og upp- hafsstafirnir mynda orðið Ingvar. Uppfinningamenn: l)Watt, 2)Gutenberg, 3) Schwarz, 4) Gaililei, 5) Edison, 6) Wright, 7)Marconi, 8) Flemming, 9) Nipkow og 10) Dugger. Eldspýtnaþraut: Uraþraut: Reikningsþraut: 123+4-^5+67-^89=100 Gáta: Svipa. SVÖR VIÐ HEILABROTUM í SÍÐASTA BLAÐI: Ertu kunnugur Bíblíunni: 1) Er Marta kom til Mariu systur sinnar og sagði henni, að Jesús væri kominn til Betaníu. 2) Jóh. 3, 16. Finndu það í Biblíunni. 3) Iesus Nasarenus Rex Iudeorum = Jesús frá Nazaret konungur Gyð- inga. 4) Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn ná- unga þínum. 5) Hebreabréfið. Hvað eru þeir margir: 71. Gátur: Sú leiðinlega prentvilla hefur slæðst inn í fyrstu gátuna í síðustu próförk, að fyrsta línan hefur verið tekin út og röng lína sett í staðinn. Rétt er gátan þannig: Hvaða kven- mannsnafn er eins hvort sem það er lesið aftur á bak eða áfram? — Svör: 1) Anna. — 2) Teitur, eitur. — 3) Reiði. — 4) Ekkert. — 5) Sjö. SVÖR VIÐ ÓTRÚLEGUM SÖGUM Á BLS. 62. 1. Úr því að allir fórust, var enginn til frá- sagnar um atburðina. 2. Með ártalinu gat ekki staðið „f. Kr.“ þvi að enginn vissi fyrir fram, hvenær Kristur mundi fæðast. 3. Þeir voru þrír. Faðir, sonur og afi. Nœsta blað kemur út 1. september.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.