Ljósberinn - 01.06.1952, Blaðsíða 13

Ljósberinn - 01.06.1952, Blaðsíða 13
LJDSBERINN 61 fást við örn, sem átti unga í hreiðri. Auk þess var örninn sjálfsagt svangur, því að annars hefði hann ekki hætt sér svona nærri bænum. Fyrir það var hann ennþá hættu- legri. Það reið því á fyrir drenginn að kom- ast eins nærri hreiðrinu og hann gat, áður en örninn yrði hans var. ' Nú var hann kominn fram á klettanibbu. Hann teygði sig fram yfir nibbuna og skimaði niður í djúpið fyrir neðan. Það lá við að hann sundlaði. En þarna niðri kom hann auga á hreiðrið. — Góði Guð, bað hann. í hreiðrinu voru rytjulegir ungar. Örninn sat sjálfur rétt hjá þeim og skimaði í kring um sig. Rétt þar hjá kom hann auga á syst- ur sína. Hún baðaði út litlu handleggjunum sínum. Með einu skoti mundi vera hægt að hæfa örninn. En þegar drengurinn miðaði byssunni, varð honum ljóst, að líkurnar til, að hann gæti hæft, voru sára litlar. Honum mundi ef til vill aðeins takast að særa hann og þá mundi hann aðeins verða ennþá hættulegri. Jerry vissi ekki hvað til bragðs skyldi taka. Hann varð að gera eitthvað. Hann hafði reyndar fleiri en eitt skot meðferðis. Það væri kannski rétt að hræða örninn. Hann mundi kannski fljúga burt. — Bang!!! Það glumdi við í klettunum. Kúlan fór langt niður í djúpið. Örninn gargaði. Hann bærði vængina og færði sig að hreiðrinu. Ungarnir voru ómeiddir. Því næst sveiflaði hann sér út af klettinum og sveif í stóran boga yfir djúpinu. Þetta fór allt eftir áætlun. Jerry miðaði nú á örninn. Hann treysti sér ekki til að hæfa hann, en hann ætlaði að reyna að skjóta það nærri honum, að hann fyndi þytinn af kúl- unni. Skotið reið af. Örninn gargaði og hækk- aði flugið. Eftir stundarkorn var hann horfinn. Jerry lagði rjúkandi byssuna frá sér. Nú varð hann að sýna hæfileika sína á öðru sviði. Faðir hans hafði oft hrósað honum fyrir, hve duglegur hann væri að hæfa með snöru. Nú reið á að sýna það! Snaran þaut í gegn um loftið og lenti nákvæmlega utan um Maríu litlu. Hann hagræddi snöri.nni of- urlitla stund. Síðan hóf hann systur sína á loft og dró hana varlega upp. Aldrei hafði hann haldið á jafndýrmætri byrði í höndum sér. Skyldi örninn nú koma aftur, áður en honum hefði tekizt að ná barninu upp á brúnina til sín. Svona! Jerry tók föstum tökum á línunni og dró hana varlega upp. Hann lokaði snöggv- ast augunum, og þá hrutu tár niður eftir kinnum hans. Hann var kófsveittur. Blóðið streymdi svo ört í æðum hans, að hann fékk suðu fyrir eyrun. Byrðin færðist hægt og varlega nær. Svona! Nú greip hann með annarri hend- inni í föt barnsins og dró það til sín upp á klettabrúnina. Hann treysti sér ekki til að standa upp. Hann þrýsti systur sinni fast upp að brjósti sér. Föt hennar voru öll rifin og tætt. Örninn hafði læst klónum í þau. En barnið sjálft var alveg ómeitt. Drengurinn þrýsti sér upp að klettaveggn-r um. Hann heyrði vængjaþyt yfir höfði sér.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.