Ljósberinn - 01.06.1952, Blaðsíða 11

Ljósberinn - 01.06.1952, Blaðsíða 11
LJDSBERINN 59 anna, var mjög illa útleikinn eftir styrjöld- ina. Allt hverfið svo að segja í rústum. Gaml- ar kirkjur og klaustur, þráðbeinar götur og fagrar byggingar í spánskum stíl, var allt svo að segja horfið af sjónarsviðinu. Menjarnar frá tímum Spánverjanna verða þó ekki afmáðar með öllu. Spönsk máláhrif eru rótgróin enn. í aðalgötu borgarinnar, La Escolta, eru flest- ar auglýsingar verzlananna enn í dag á spönsku. Manila er stórborg. Hún hefur 673 þúsund íbúa. Utan við gömlu borgarmúrana umhverf- is Intra Muros er ameríski borgarhlutinn. Þar eru stór verzlunarhús og bankar, allt að am- erískri fyrirmynd. Þegar maður virðir fyrir sér þessa glæsilegu heimsborg, á maður erfitt SKÁTAR Á FILIPPSEYJUM. með að gera sér grein fyrir því, að inni í frumskógunum ekki langt undan lifa hinir innfæddu hálfnaktir, eins og þeir hafa gert í margar aldir. Filippseyingar standa í mikilli þakkarskuld við Bandaríkjamenn. Þeim hefur tekizt að sameina hina ólíku þjóðflokka og skapa úr þeim sjálfstæða þjóð. 4. júlí 1946 urðu eyj- arnar sjálfstætt lýðveldi. Síðan hafa Banda- ríkjamenn veitt þeim margháttaða aðstoð. Þegar skipið lagði frá bryggju í borginni Cebu, og við yfirgáfum Filippseyjar fyrir fullt og allt, stóð fólkið á bryggjunni og veifaði höttum og vasaklútum og hrópaði: Congatoa! Komið fljótt aftur! (Ny horisont). AÐALGATAN í MANILA. skyndi, sæll og heppinn að hafa sloppið lif- andi. Nú var ég kominn til Santa Cruz, mið- depils Manilu. Þarna iðaði allt af lífi og fjöri. Út af veit- ingahúsunum heyrðust nýjustu vestrænu danslögin. Dökkir og viðfeldnir eyjaskeggjar gengu um göturnar. Karlmennirnir voru klæddir í litsterk föt eftir amerískri tízku, og konurnar voru málaðar og búnar sem kyn- systur þeirra á Vesturlöndum. Búðarglugg- arnir voru fullir af alls konar amerískum vörum. Hér voru sannarlega allsnægtir af öllu. Ég gekk fram og aftur og virti þetta allt fyrir mér. Gamli borgarhlutinn, Intra Muros, þessar gömlu, glæsilegu menjar frá tímum Spánverj- PÓSTHÚEIÐ í MANILA.

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.