Ljósberinn - 01.12.1955, Síða 7

Ljósberinn - 01.12.1955, Síða 7
Jú, ég gæti lokað fyrir gufuna? Nei, það var ekki nóg. Éf halli væri á teinunum, mundi vagninn renna eftir sem áður. Ég reyndi öll handföng og hjól, og loks fann ég hemlana. Ég setti þá varlega á og fann mér til mikillar ánægju, að hraðinn minkaði strax, og eftir stutta stund nam vagn- inn staðar. Nú var eftir að aka til baka. Ég athugaði öll hjól og tæki. Það hlaut að vera þetta hjól þarna. Ég skrúfaði það og hleypti gufunni á. Það var alveg rétt. Vélin 115 ina, hefði vatnið hitnað svo, að nú var kominn fullur þrýstingur á gufuna. Ég leit á þrýstimælinn og sá, að vís- irinn var kominn upp að rauða strikinu — og um leið fór vagninn af stað. Það heyrðist ógurlegur hvinur úr bullustrokkunum og allt húsið fylltist af gufu. Ég sá ekki handa minna skil fyrir gufunni, og það var ekki laust við, að ég væri dá- lítið utan við mig, er tilraun mín heppnaðist svona vel. Allt í einu kváðu við brak og brestir. Ég fékk högg og var nærri því dottinn niður af vagninum. Vagninn hafði ekið á læst- ar dyr byrgisins og mölbrot- ið þær. Ég hafði engan tíma til að hugsa mig um. Vagninn þaut af stað eftir brautarteinun- um út í storm og myrkur jólanæturinnar. Neistaflugið úr reykháfnum minnti helzt á rakettu. Nú lék kaldur gustur um ökumannspallinn, og ég flýtti mér að týna aftur á mig spjarirnar. Til allrar ham- ingju voru fötin orðin ver þurr, og ég gat dregið upp tjald fyrir vindinn, svo að aftur varð notalegt fyrir framan eldinn. Ég naut ferðarinnar. í þá daga voru járn- brautir aldrei á ferð á nóttunni, svo að ég þurfti engar áhyggjur að hafa af árekstri. En ekki leið á löngu unz áhyggjurnar vöknuðu. Mér var ljóst, að ég fór í sömu átt og ég hafði komið úr um kvöldið. Ég mundi því bráðum koma að stöðinni, sem ég hafði verið rekinn frá. Stöðvarstjórinn mundi vafalaust verða vagnsins var. Þvi næst mundi hann senda skeyti til næstu stöðvar, og þá mundi rann- sókn hafin og æfintýri mitt væri á enda. Það mátti ekki eiga sér stað, ogþvívarð ég aðfinna út, hyerhig hægt mundi að stöðva vagninn.

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.