Ljósberinn - 01.12.1955, Page 10
um hætti stundum til að koma heim í fötum
sínum, einkum buxunum, illa förnum eftir riðl
sitt á húsþökum, görðum og girðingum, en
hann lofaði statt og stöðugt bót og betrun og
bað þá mömmu sína og Dóru gömlu afsökunar
á aðförum sínum. Hann hugsaði mikið um
æfintýralíf í fjarlægum löndum, og þegar
pabbi eða mamma safnaði börnunum saman
og sagði þeim frá kristniboðinu og ýmsum
undraverðum atburðum, sem gerðust þar, ósk-
aði Sveinn með sjálfum sér, að hann gæti ver-
ið þar og varið kristniboðana fyrir villidýr-
um og villimönnum. En þá þurfti hann að
hafa góða byssu meðferðis.
Afi varð líka öldungis forviða, er Svenni,
blóðrjóður í kinnum, óskaði sér að fá byssu í
jólagjöf, — reglulega byssu, sem hægt væri að
drepa ljón með. —
Systkinin ráku upp skellihlátur og afi gat
ekki varist því að hlæja með þeim. En hann
gat ekki orðið við þessari ósk Svenna, og það
þó að hann fengi að vita tilgang og ástæður
fyrir henni. Komu þeir sér þá saman um, að
góður litakassi mundi henta betur.
Eiríkur litli hafði mikinn áhuga fyrir garð-
yrkju og honum var heitið skóflu og hjól-
börum við hans hæfi. Og nú var röðin kornin
að Jóni litla.
Hann leit með trúnaðartrausti hálffeimnis-
lega á afa sinn og hvíslaði að honum:
— Mig langar mest að fá Biblíu með stóru
letrí og góð gleraugu. ,
Einhvern veginn heyrðu systkini hans
hverju hann hvíslaði að afa sínum og varð
þá heldur en ekki ys og pískur þeirra á milli.
— Hvað ætlar þú að gera við gleraugun?
spurði Steini.
— Heldurðu, að þú getir lesið, ef þú setur
á þig gleraugu? sagði Eiríkur, sem var dálítið
montinn yfir nýfenginni lestrarkunnáttu sinni,
og þannig héldu þau áfram að spyrja hvert
af öðru.
Afi gat jafnvel ekki að sér gert að brosa
að þessari einkennilegu ósk hins sex vetra
sveins, en þegar honum varð litið á skjálfandi
varir drengsins og tárin í augum hans, tók
hann drenginn blíðlega á hné sér, strauk ljósa
hárið frá enni hans og spurði:
— Hvað ætlar þú að gera við þetta? Þú
getur ekki lesið enn.
Þá fór Jón litli að skæla.
— Já, — en — ég ætlaði — að gefa — hon-
um — Andrési — gamla það-------------
Nú varð afi alvarlegur í bragði.
— Það er allt annað mál, litli vinur minn.
Þá skaltu sannarlega fá bæði Biblíuna og gler-
augun. En segðu mér annars hver þessi Andrés
gamli er.
— Hann á heima . . ., sagði Steini, en afi tók
fram í fyrir honum:
— Nei, hann Jón litli á að segja mér frá
því.
— Já, — Jón litli andvarpaði og reyndi að
stöðva snöktið, — já, hann býr hjá syni sín-
um inni í skóginum. Hann átti svolítið hús
sjálfur, en það brann og þá brann Biblían
hans líka og gleraugun. En hann er svo fá-
tækur, að hann getur ekki keypt sér það aft-
ur honum þykir það svo leitt. ,
Afi kyssti drenginn á ennið og mælti:
— Og nú vill Jonni minn enga jólagjöf frá
mér handa sjálfum sér, heldur gleðja aðra
með henni. Þú skalt sannarlega fá reglulega
stóra Biblíu og beztu gleraugun, sem ég get
fundið. Ég fer í kaupstaðinn á morgun með
honum pabba þínum, og þá skal ég kaupa
þetta allt.
Jón litli andvárpaði af ánægju yfir þess-
um málalokum, og það lá við að hin börnin
færu hjá sér, er þau þökkuðu afa og gengu út.
Síðdegis daginn eftir heyrðist loksins lang-
þráður bjölluhljómur, þegar tveir sprækir
klárar komu í ljós með sleðann í eftirdragi.
Það hrikti ískyggilega í dyraþrepunum,
þegar öll börnin ruddust út á þau.
Hver böggullinn öðrum stærri var borinn
inn í húsið, en engan þeirra mátti opna fyrr
en á aðfangadagskvöld.
-— Hvar er Jón litli? spurði afi, er hann var
kominn úr loðkápunni.
Jón kom skjótt í ljós, og pabbi hans faðm-
aði hann að sér með óvenjulegri blíðu, því
að hann fékk að heyra söguna um Biblíuna
og gleraugun í kaupstaðarferðinni. Honum
var það mikið gleðiefni, að litli drengurinn
hans skyldi þegar á barnsaldri afneita sjálf-
um sér til þess að geta glatt aðx-a. Jón litli
var andlega bráðþroska, og niá vel vera, að
seinþi'oski líkamans hafi átt sinn þátt í því,
að hann hugsaði meira en títt er um börn á
hans aldri. Biblíumyndir og frásögur úr Bibli-
118
LJ ÓS BERINN