Ljósberinn - 01.12.1955, Page 11
unni var yndi hans og eftirlæti, og þegar pabbi
hans eða mamma áttu tómstund, bað hann
þau ávallt um að segja sér frá Jesú, englun-
um eða helgum mönnum Ritningarinnar.
Þegar lokið var við að drekka síðdegiskaff-
ið, gekk afi inn í herbergið sitt og sótti þang-
að einn böggulinn. Jón litli stóð hjá, rjóður og
eftirvæntingarfullur, á meðan leyst var utan
aí bögglinum. Þegar Biblían, stór og falleg,
kom loks í Ijós, rak hann upp fagnaðaróp.
Hánn leit á hana, og svo mikið sá hann og
skildi, að letrið á henni var stórt og skýrt.
Svo komu gleraugun til viðbótar, og ákafinn
var svo mikill, að hann gat varla beðið næsta
dags með að færa Andrési gamla gjafirnar.
En móðir hans sýndi honum fram á, að það
væri of framorðið og dimmt úti til að fara
með það nú. — En þú færð að fara með gjaf-
irnar frá jólabarninu til Andrésar gamla á
morgun, sagði hún.
Morguninn eftir, á aðfangadaginn, var blítt
og gott veður sem betur fór. Þegar hestun-
um var beitt fyrir sleðann, lá við að hin börn-
in öfunduðu Jón litla, er þau sáu hann leggja
af stað, ásamt afa og mömmu, með böggulinn
sinn í fanginu.
Þau voru alllengi á leiðinni til Andrésar
gamla, en þegar þangað var komið, knúði
mamma dyra. Tengdadóttir gamla mannsins
lauk upp fyrir þeim og bauð þeim að ganga í
bæinn. Þau gengu svo öll inn, ásamt Pétri,
ökumanninum, sem hafði stóra körfu, með
margskonar jólagóðgæti, meðferðis. Pétur
setti hana frá sér innan við dyrnar og hélt
svo út til hesta sinna aftur. Inni var allt fágað
og hreint, reglulega jólalegt um að litast, þó
að fátæklegt væri. Andrés gamli sat við
borðið með stóra sálmabók í hendinni. Við
hlið hans sat sonardóttir hans og las jóla-
sálma hátt fyrir afa sinn. Þau risu bæði á
fætur fagnandi, er þau sáu að það var prests-
konan, sem komin var. Það var auðséð, að
Jón litli og mamma hans voru þar kærir gest-
u- og velkomnir.
— Góðan dag, Andrés minn, sá'gði frúin,
við erum komin hingað, hann Jón litli og hann
faðir minn elskulegur, til þess að. óska ykkur
öllum gleðilegra jóla og friðar frá Jesú Kristi
á heilagri jólahátíð. Og svo er drengurinn
litli með dálitla jólagjöf handa þér.
— Jólagjöf handa mér! anzaði Andrés undr-
andi.
Jón litli beið í mikilli eftirvæntingu á með-
an gamli maðurinn leysti utan af bögglinum
með stirðum fingrum. Loks var því lokið.
— Biblía! — Guðs eigið, blessaða orð! —-
Jafn stór og gamla Biblían mín var! varð
Andrési gamla að orði.
— Og hérna er ég með gleraugu handa þér
Mka, svo að þú getir séð til að lesa, sagði Jón
litli.
Gamli maðurinn lét á sig gleraugun með
skjálfandi höndum, lauk svo upp bókinni og
las: „Drottinn er minn hirðir. mig mun ekk-
ert bresta.“ ,
Alger þögn ríkti í stofunni andartak, en
svo tók Andrés af sér gleraugun og féllu þá
stór tár niður vanga hans.
— Nú get ég þá aftur lesið blessað orð
Drottins sjálfur, sagði hann titrandi, klökkum
rórni. Ég hefi þráð það, en Biblían hans sonar
míns er með svo smáu letri, að ógerlegt hefir
verið fyrir mig að lesa það, og sjaldan hefir
nokkur haft tóm til að lesa fyrir mig. Ég
þakka þér, Jón litli. Guð blessi þig um tima
og eiMfð.
— Hann afi minn gaf mér það, sagði Jón
litli og Ijómaði af gleði.
— Já, það er rétt, sagði þá afi hans, en
hann vildi heldur fá BibMuna og gleraugun
handa Andrési, en jólagjöf handa sér sjálfum.
— Guð blessi hann! endurtók Andrés gamM
og fleiri orðum gat hann ekki upp komið.
Þá var tekið upp það, sem í körfunni var,
og gladdi það fátæka fjölskylduna, eins og
nærri má geta.
Að svo búnu héldu þau afi og mamma og
Jón litli heimleiðis. Fögnuður fyllti hjörtu
þeirra yfir morgunverkinu, en ekki veit ég
hvert þeirra var glaðast.
Um kvöldið fékk Steini bókina sína, Gunn-
hildur töskuna, Svenni litakassann og Eirikur
garðyrkjuáhöldin, ásamt jólagjöf frá pabba og
mömmu, sem þau öll fengu. En Jón litli varð
að sætta sig við faðmlag og blessunaróskir
afa og jólagjöf foreldranna, og virtist honum
það auðvelt, því að hann var jafnglaður og
kátur og hin börnin þessi jól.
—----- ♦-----
LJÓSBERINN
119