Ljósberinn - 01.12.1955, Síða 19

Ljósberinn - 01.12.1955, Síða 19
— Ég hefi öfundað þig, stundi Jörgen, ég sé nú, að það var ljótt af mér. —• Ég er ekki reiður þér, sagði Páll, og mér þykir vænt um, að við skyldum f inna þig hérna. En segðu mér af hverju blæðir svona úr þér? — Þegar ég datt, lenti ég í dýraboganum með hend- ina, — sjáðu! Þetta var ljótt að sjá. Það gat orðið enn hættulegra en fótbrotið. — Ég var svo hræddur um, að ég mundi deyja hérna, stundi Jörgen, en þá komst þú------ Jörgen var farinn að gráta. — Ef til vill get ég aldrei gengið framar, stundi hann litlu síðar. Það getur komið skemmd í sárið----—. — Nei, nei,. svona mátt þú ekki hugsa! Amma flýtir sér eftir hjálp. — Hún var reið við mig út af dýrabogan- um, og samt ætlar hún að hjálpa mér, stundi Jörgen. Þeir þögðu báðir stundarkorn. Öðru hvoru engdist Jörgen af kvölum. Hundurinn lá hjá honum og sleikti hönd hans. Stundum ýlfraði hann eins og hann vildi segja við Pál: — Þú verður að gera eitthvað. Það var farið að skyggja, og Páli var farið að verða kalt. — Ó, að amma kæmi nú bráðum, hugs- aði hann. Þá heyrðu þeir hróp innan úr skóginum. Páll hrópaði á móti og hundurinn gelti. Rétt á eftir var hrópað aftur og nú miklu nær. Og nú kom amma i ljós með sleða á eftir sér. Þau hjálpuðust að við að koma Jörgen fyr- ir á sleðanum. Því næst héldu þau af stað heim. Páll dró sleðann og amma studdi sjúk- linginn. Hún sagði þeim frá þvi, að búið væri að senda eftir lækni og koma skilaboðum heim til Jörgens. — Ég verð víst að liggja á sjúkrahúsi um jólin---7---stundi Jörgen —---P Þetta gekk nú allt betur en Jörgen átti UÓS0ERINN skilið. Beinbrotið gréri og sömuleiðis sárið á hendinni. Það tók langan tíma, en hann slapp við alvarlegar afleiðingar. Hann fékk góðan tíma til að iðrast framkomu sinnar við Pál, og hann einsetti sér að koma öðruvísi fram hér eftir. Þegar Jörgen kom aftur í skólann, þekkt- ust ekki betri vinir en hann og Páll. Það frétt- ist fljótt, hver hafði bjargað Jörgen í skóg- inum. Nú varð Páll hetja í allra augum. Allir vildu vera með honum. Og hann var alls ekki montinn! Systkinin eignuðust nú gleðileg jól hjá ömmu sinni. Hún kunni vel að koma þeim í jólaskap og ekki spilltu indælu gjafirnar, sem pabbi og mamma höfðu sent litlu börnunum sínum. Þó að Pál og Margréti langaði til að hafa mömmu og pabba hjá sér, voru þau samt hreykin af því, að þau voru að hjálpa þeim, sem áttu bágt. Pál dreymdi- nú um það áð vei'ða láeknir, þegar hann yrði stór, svo að hann gæti hjálpað þeim, sém þjáðust. eins og pabbi hans. (27

x

Ljósberinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.