Ljósberinn - 01.12.1955, Side 20

Ljósberinn - 01.12.1955, Side 20
^JJamma Jreutz Yjatauái en: INNBRDT A AÐFANGADAE Það var mjög snemma morguns á aðfanga- dag. Klukkan var sex og svarta myrkur. Þórður hneppti jakkanum sínum upp í háls, og nú var hann tilbúinn að fara af stað til vinnunnar. Áður en hann leggur af stað, geng- ur hann að rúmi mömmu sinnar. — Heldurðu, að þú getir nú bjargað þér, þangað til ég kem heim aftur, mamma? — Já, já, það er allt í bezta lagi. Mér líður mikið betur núna. Ég hugsa, að ég geti farið aðeins í fötin í kvöld. Það er nú aðfanga- dagur jóla. — Það yrði gaman, mamma. — Mér þykir verst, að þú skulir þurfa að þræla svona í sendiferðum. Þetta er svo erfitt fyrir þig, þú ert ekki orðinn það stór enn þá. — Vertu nú ekki að hugsa um það, mamma. Það er ekki eins erfitt og þú heldur. Og í dag losnum við svo snemma. — Jæja, væni minn, en farðu nú samt varlega. Það var nístandi kuldi úti og hrímþoku- hringir mynduðust utan um götuljóskerin, þegar Þórður hjólaði af stað. Kuldinn nísti hann í gegn. Hann skalf, svo að tennurnar glömruðu í munninum á honum. Þórður var orðinn 15 ára, en leit ekki út fyrir að vera meira en 13 ára. Hinir dreng- irnir í búðinni stríddu honum oft með þvi og kölluðu hann mömmubarn. En það var hátíð hjá verzlunarstjóranum sjálfum, honum Sívertsen gamla. Hann var rumur að vexti, og þegar hann reiddist, gneistaði úr augum hans, og hann var svo hávær, að maður fékk hellu fyrir eyrun. En Þórður beit á jaxlinn og þrælaði, svo að Sívertsen þyrfti ekki að hafa neitt út á hann að setja. Hann þurfti á peningunum að halda, og ekki sízt nú fyrir jólin. Þegar hann fengi vikulaunin sín í dag, ætlaði hann að kaupa jólatré, kerti, hnetur og appelsínur. Hann og mamma hans áttu að fá jólagraut að borða í kvöld, og á eftir áttu þau að fá kaffi, jóla- köku og vanilluköku, sem mömmu þótti svo ákaflega góð. En nú hugsaði hann mest um jólagjöfina, sem hann ætlaði að gefa mömmu, útvarps- tækið, sem hann hafði sjálfur smíðað. Hann hafði keypt allt til þess smátt og smátt og nú síðast hátalarann, sem hann hafði fengið á gjafverði. Hann hafði ekki þurft að borga nema fimm krónur fyrir hann. Nú var út- varpstækið tilbúið. Hann hafði fengið leyfi til að reyna það niðri í kjallara. Mamma hafði enga hugmynd um það. Hann hafði svo falið það inni í skáp, svo ætlaði hann að opna það allt í einu . . .! Hann var oft búinn að hugsa til þess, hve mamma yrði undrandi, er hún heyrði allt í einu í útvarpinu. Hún mundi hrópa upp yfir sig og segja: 128 LJDSSERINN

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.