Ljósberinn - 01.12.1955, Side 21

Ljósberinn - 01.12.1955, Side 21
— Er þetta útvarp, Þórður, hvað á þetta að þýða? Þegar Þórður kom inn í verziunina, kallaði Sívertsen strax til hans: — Þú verður að fara niður í banka með þennan kassa. Þú átt að fá húsverðinum hann, en þú verður að vera fljótur. Kassinn var þungur. Þórður gat rétt aðeins lyft honum, en hvorki Sívertsen né neinn annar af félögum hans, rétti honum hjálpar- hönd til að koma kassanum upp á hjólið. — Nú verður þú að vera eins og elding, skilurðu það? öskraði Sívertsen á eftir hon- um, þú verður að fara í aðra sendiferð fyrir klukkan hálf átta! Bankinn stóð á afskekktum stað, með hárri g'irðingu um kring. Þórður hafði komið þang- að áður og vissi, að gengið var inn til hús- varðarins frá bakhlið hússins. Hann rogaðist inn með þunga kassann í fanginu og setti hann niður við eldhúsdyr húsvarðarins. Þá kom hann auga á jakka, sem lá á gólfinu. Dyrnar voru í hálfa gátt. Hann barði að dyrum, en enginn svaraði. Hann ýtti á hurðina. Hún opnaðist. Inni var ijós, en allt var í ringulreið. Hann lokaði dyrunum aftur. Þórður var reyndar engin hetja, það var nú eitthvað annað. En hann var heiðarlegur drengur og vildi alltaf gera það, sem rétt var. Hann vildi ekki hlaupa burt fyrr en hann hefði rannsakað, hvað hér væri á seyði. Ef til vill lá húsvörðurinn einhvers staðar bundinn? Honum rann kalt vatn milli skinns og hör- unds, er honum varð hugsað til þess. Hann læddist eftir dimmum ganginum inn af íbúð húsvarðarins. Langt framundan sá hann öðru hvoru bregða fyrir ljósglætu. Þegar hann kom nær, sá hann, að birtan kom innan úr aðalsal bankans. Þórður hnipraði sig saman í skoti á ganginum og reyndi að gægjast inn um dyragættina. Birtan kom frá tveim skær- um vasaljósum. í birtunni sá hann tvo menn. Annar virtist vera að glíma við að opna skrifborð. Hinn stóð við dyrnar á stóra banka- hólfinu, sem steypt var inn í vegginn. Allt í einu hrópar annar upp yfir sig: — Þetta getur maður nú. kallað hunda- heppni. Hérna í skrifborðinu er Lykillinn að hólfinu! Nú getum við opnað það eins og það væri okkar eigin fataskápur! í sömu svifum opnaðist þunga járnhurðin, og mennirnir gengu inn í stóra bankahólfið með vasaljósin sín. Þórður vissi varla, hvað hann gerði nú. Hann læddist hljóðlega fram með glerveggn- um, sem skipti bankasalnum í tvennt. Hann færðist nær og nær — og nú, hann ýtti á, — og hár smellur kvað við. Þunga járnhurðin skall aftur, svo að glumdi í glerrúðunum. Þá var sem Þórður vaknaði skyndilega af draumi. Hann gleymdi öllu í kring um sig. Aðeins eitt komst að í huga hans — Sívertsen, Sívertsen, sem hafði sagt, að hann yrði að vera eins og elding og koma n,ógu snemma til að geta farið í aðra sendiferð fyrir klukkan hálf átta. Hvað átti hann að gera? Verið gat, að Sívertsen reiddist svo, að hann borgaði honum ekki út vikulaunin, — og hvað yrði þá um jólatréð og jólagrautinn og allt hitt? Hann varð að flýta sér. Hann þreifaði sig áfram eftir dimmum ganginum, fann hjólið sitt og þaut af stað. Það var aðeins farið að birta, og nístandi morgunþokunni var farið að létta. Sporvagn- arnir skröltu eftir teinunum troðfullir af fólki, og gangstéttirnar voru fullar af gangandi fólki á leið til vinnu sinnar. Skyndilega dró Þórður úr ferðinni. Já, harm nam svo snöggt staðar, að hjól- reiðamaður, sem kom rétt á eftir honum, hafði nær því ekið á hann. — Reyndu að vakna, draugurinn þinn, öskraði hjólreiðamaðurinn til hans, um leið og hann þaut fram hjá. Þórður fór af baki. — Nú verð ég að hugsa mig um, sagði hann við sjálfan sig. — Verið getur, að húsvörðurinn liggi bund- inn einhvers staðar i húsinu, og verið getur, að þjófarnir kafni inni í skápnum. Þá er ég orðinn morðingi. Nei, ég verð að ná í lögreglu- þjón — og það strax! Hann þaut á bak og hjólaði af stað, en það leið nokkur stund, unz hann kom auga á lög- regluþjón. — Heyrið þér, lögregluþjónn, kallaði hann með öndina í hálsinum. Þér skuluð flýta yður út í bankann. Þar er eitthvað um að vera. Þ,að eru tveir þjófar þar, og ég lokaði þá inni LJQSSERINN 12»

x

Ljósberinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.