Ljósberinn - 01.12.1955, Page 22
í bankahólfinu. Það getur verið, að þeir kafni.
Þér verðið að flýta yður.
Þórður ætlaði að flýta sér af stað aftur, en
lögregluþjónninn þreif í hann.
— Bíddu svolítið, karl minn, og útskýrðu
þetta betur.
— Ég má ekki vera að því, þér verðið að
sleppa mér!
— Hvað heitirðu?
— Þórður Smith, — má ég nú fara?
Lögregluþjónninn sleppti takinu andartak,
og Þórður notaði tækifærið. Hann þaut af stað
eins og elding niður eftir götunni.
Það væri ekki satt að segja, að Sívertsen
hafi verið reiður, þegar Þórður loks kom aft-
ur. Hann var blátt áfram viti sínu fjær.
— Afsakið, herra Sívertsen, stamaði Þórð-
ur, má ég útskýra málið?
— Haltu þér saman, annars skal ég kreista
úr þér líftóruna.
Hann þreif í herðarnar á drengnum og
hristi hann fram og aftur. Þórður hélt, að sín
síðasta stund væri komin. Honum fannst allt
hringsnúast fyrir sér og vissi hvorki upp né
niður, er Sívertsen loksins sleppti honum.
Þórður og mamma hans voru búin að borða
jólagrautinn. Þau sátu yfir kaffi og kökum.
Þá stóð mamma upp til að kveikja á jólatrénu.
Það tók dálítinn tíma. Það voru svo mörg kerti
á því. Þórður hafði keypt fullan kassa.
— Er þetta ekki fallegt, Þórður? sagði hún,
þegar því var lokið.
— Ég er að koma, sagði Þórður, hann var
eitthvað að bauka inn í skápnum.
Þá kveður allt í einu við indæll kórsöngur:
Syng með oss þakkarljóð, himnanna herskari
, glaður,
heill vorri fagna þú, englanna dýrlegi staður:
dauðlegra láð
dásama vegsami náð:
Guðs sonur gjörzt hefur maður.
— Hvað er þetta, Þórður? segir mamma
með tárin í augunum. Útvarp, hvernig stend-
ur á þessu?
— Vertu nú róleg, mamma. — Nú skulum
við hlusta. Fréttirnar eru að byrja.
— Hérna koma fréttir, segir röddin i út-
varpinu. Snemma í morgun var framið inn-
brot í aðalbankann hér í bænum. Drengur, að
nafni Þórður Smith, stöðvaði lögregluþjón á
götunni og bað hann um að flýta sér í bank-
ann. Drengurinn hvarf, en er komið var í
bankann, fannst húsvörðurinn og starfslið
hans bundið. Enginn hefur samt orðið fyrir
alvarlegum meiðslum. Þjófarnir fundust lok-
aðir inni í bankahólfinu. Þeir höfðu meðferðis
mikið af peningum. Ein af þvottakonunum
telur sig hafa séð dreng skella aftur hurðinni
á bankahólfinu. Lögreglan biður nú þennan
hugrakka dreng, að nafni Þórð Smith, að gefa
sig fram á lögreglustöðinni.
— Þórður, hrópaði mamma upp yfir sig,
hefur þú, — nei, það getur ekki átt sér stað!
— Jú, það var víst ég. Ég gat ekki annað
gert, annars hefðu þjófarnir hlaupið á brott
með alla peningana.
Það, sem nú gerðist, var allt svo óvænt, að
Þórður gat ekkert skilið í allri þeirri ham-
ingju, sem hann varð aðnjótandi.
Hann fékk borgaðar 5000 krónur í verð-
laun, og auk þess — og það var enn þá meira
virði — bauð bankastjórinn honum vinnu við
bankann. Loks ætlaði bankinn að kosta Þórð
til náms, svo að hann gæti unnið sig upp í
bankanum.
En þegar Sívertsen las fréttina í blöðunum,
sagði hann við sjálfan sig og klóraði sér á bak
við eyrað:
— Nei, hafið þið nú heyrt annað eins. Þessi
auli, þessi hengilmæna . . . hvefjum hefði
dottið annað eins í hug? Jæja, það getur ann-
ars vel verið, að hann geti orðið bankastjóri,
þó að hann geti ekki verið sendisveinn!
130
LJOSBERINN