Ljósberinn - 01.12.1955, Side 26
Myndin á veggnum
SAGA EFTIR
LARS RUSTB0LE
rjvAV.1
Bjarni var duglegur drengur, og honum
gekk líka ágætlega í skólanum. Hann var í
12-ára bekk og var duglegri í reikningi og
móðurmáli en allir hinir í bekknum.
En hann hafði einn stóran galla, og hann
kom í ljós í hvert skipti, sem foreldrar hans
báðu hann um eitthvað. Hann svaraði ónotum
eða gretti sig og gekk sína leið án þess að
gera það, sem hann var beðinn um.
Mamma hans hafði áhyggjur út af drengn-
um sínum og sárnaði reglulega, þegar vondi
gallinn var á honum. Hún hefði víst heldur
viljað eiga dreng, sem væri bæði skakkur og
skældur, en dreng, sem hafði vondar verur
í fylgd með sér.
— Eigum við að semja um dálítið, sagði
mamma dag nokkurn, þegar Bjarni var bæði
vondur og ólundarlegur. Þú átt sparibauk,
sem þú villt gjarnan fá nokkra fleiri aura í,
og ég þarf helzt að láta negla nokkra nagla
í vegginn.
— Nagla! Ég skal negla þó að þú vildir
hundrað, bara ef ég fæ peninga fyrir. Pabbi
segir, að ég eigi að safna mér svo ég geti feng-
ið nýja skauta fyrir jólin.
— Það er skynsamlegt af þér. Þú getur
grætt mikla peninga, því ég hef hugsað mér
að gefa þér 10 aura fyrir hvern nagla; en
þegar þú segir nei, þá tek ég og tæmi allt úr
sparibyssunni þinni í ihinn vasa. Gengur þú
að þessu?
— Já, já! Drengurinn horfði á mömmu
sína og augun leiftruðu af ákafa.
— Komdu, þá skal ég sýna þér hvar þú átt
að negla naglana.
Mamma kom með stóran pakka með þriggja
þumlunga nöglum og stóran hamar, svo fór
hún með drenginn með sér inn í svefnher-
bergið.
— Þú átt að reka þá í vegginn fyrir ofan
rúmið þitt.
— Á að hengja nokkuð á þá?
— Nei, þú átt að reka þá alveg á kaf. Haus-
inn á nöglunum á að ganga alveg inn í við-
inn. Heldurðu að þú getir þetta?
— Uss, þetta er ekkert. í fyrra hjálpaði ég
smiðnum, sem var að setja nýja gólfið í
geymsluna. Þú hefðir átt að sjá alla naglana,
sem ég negldi þá. Bjarni þreif í hamarinn og
ætlaði að fara að byrja.
— Bíddu dálítið, ég skal láta þig vita hve-
nær þú átt að reka fyrsta naglann. Hún tók
naglapakkann og hamarinn og lagði hann
undir rúmið.
Bjarni fór út aftur. Honum þótti þetta kyn-
legt uppátæki. Af hverju vildi hún eyðileggja
fallega, nýmálaða vegginn með öllum þessum
nöglum? Hann gat ekki skilið, að mamma
væri svo heimsk. Og af hverju vildi hún láta
hann bíða?.
Það leið heill klukkutími. Bjarni var ein-
mitt að setja nýtt tagl á tréhestinn sinn, þeg-
ar mamma hans kom og spurði hann hvort
hann vildi gera svo vel og hjálpa henni við
uppþottinn.
— Nei, ég er engin stelpa. Hún Inga getur
gert það. Hann leit til systur sinnar, sem sat
við borðið og var að hekla.
— Nú mátt þú reka fyrsta naglann, sagði
móðir hans.
Bjarni var ekki seinn á sér að hlýða. Hann
rak naglann í vegginn svo að glumdi í öllu
húsinu. Hann hvarf nærri því inn í viðinn,
svo fast var slegið, en hamarinn skildi eftir
ljótt far á málningunni.
Mamma kom inn og leit á verkið.
Bjarni stóð kyrr og klóraði sér í hnakkan-
um.
— Það varð dálítið ljótt far eftir síðasta
hamarshöggið, en þú vildir að ég ræki hann
alveg á kaf.
— Já, já, þetta er reglulega gott. Næst
verður þú að gera það eins vel, en reyndu að
koma nöglunum eins þétt og mögulegt er í
ferhyrning.
— Hvað á ferhyrningurinn að vera stór?
i:si
LJQSBERINN