Ljósberinn - 01.12.1955, Síða 29
Jesús tólf ára
Þegar Jesús var orðinn tólf
ára, tóku þau Jósef og María
hann með sér á páskahátíð-
ina í Jerúsalem. Er þau sneru
heim að hátíðinni lokinni,
varð sveinninn Jesús eftir í
Jerúsalem, án þess að þau
yrðu þess vör. Fóru þau eina
dagleið og leituðu hans. Er
þau fundu hann ekki, sneru
þau aftur til Jerúsalem og
leituðu hans. Eftir þrjá daga
fundu þau hann á meöal
lœrimeistaranna í musterinu.
Þegar María sá hann, sagði
hún: — Barn, hví gerðirðu
okkur þetta? Hann sagði við
þau: — Vissuð þið ekki, að
mér ber að vera í því, sem
míns föður er? Hann fór síð-
an með þeim heim til Nazaret
og var þiem hlýðinn.
Jesús þroskaðist að vizku
og vexti og náð hjá Guði og
mönnum.
— Vinur, svaraði faðir hans. Þú verður
að flýta þér að sækja nautið.
Það stóð ekki á að semdist með þeim.
Kaupandinn greiddi út í hönd sextíu silfur-
dali. Það var rneira eh Fú Benn hafði gert
sér von um.
Vang Lí vissi ekki hvaðan á'hann stóð veðr-
ið. Hann fékk sig ekki til að trúa þvi, að
búið væri að selja nautið. Hann stóð lengi í
sömu sporum og horfði á eftir nianninum,
sem nú hafði kvatt og gekki niðúr veg með
nautið í taumi. Við fyrstu bugðu á veginum
leit nautið við, horfði í átt til húsa og baulaði.
Þá var Vang Lí öllum lokið. Hann hljóp inn
i bambuslundinn og gaf tilfinningunum laus-
an tauminn. Hann hafði hirt nautið og um-
gengist síðan það ' var lítill kálfur, og ekki
átt neinn betri vin og leikfélaga. Og nú fór
ókunnur maður með það, og hann mundi
aldrei framar sjá það, aldrei framar líta glað-
an dag.
Einhver kallaði á hann. Það var pabbi hans.
L J □ S e E R I N N
i:i7