Ljósberinn - 01.12.1955, Blaðsíða 31

Ljósberinn - 01.12.1955, Blaðsíða 31
Jóhaimes Markus ♦ myndasaga ♦ 13 Páll frétti um þjónustu Jóhannesar Markúsar og skildist nú, að óhætt var að treysta honum. Hann skrif- aði honum bréf, bað hann um að koma til sín. Gömlu vin- irnir sættust fullum sáttum á ný. Jóhannes Markús varð Páli aftur þarfur til þjón- ustu. Þegar Páli var varpað í fangelsi, fylgdi Jóhannes Markús honum og þjónaðl honum. Er Páll þurfti á sendimanni að halda, gat hann reitt sig á Jóhannes Markús. Þannig unnu þeir í öllu saman að útbreiðslu fagnaðarerindis Jesú Krists. ENDIR. — Ég held ég segi dómaranum eitthvað af þessu, án þess að láta þín getið. Hann má ekki halda, að feðgarnir frá Lástöðum séu neinir englar. Snemma um morguninn, daginn eftir, hringdi klukkan í turni kristniboðsstöðvar- innar. Gistihúshaldarinn og Fú Benn hröðuðu sér af stað. Annars benti ekkert til þess, að helgidagur væri. Bændur úr þorpunum óku vörum sínum til markaðs. Verzlanir voru opnar og verkamenn við vinnu. — Fú Benn varð undrun lostinn, er hann kom í kirkjuna. Annan eins sal hafði hann aldrei áður augum litið. Hann setti sig á neðsta bekk og horfði í kring um sig og kveikti sér í pípu. Honum þótti einkennileg ókyrrð koma á fólkið, sem sat næst honum. Sumir hvísluðu, aðrir horfðu í áttina til hans ' og brostu. Hann skildi hvorki upp né niður. Þá kom til hans ungur maður, lagði höndina á öxl hans og sagði: Gerið svo vel að xæykja ekki hér í kirkjunni. Fú Benn fór hjá sér og lagði löngu pípuna sína á gólfið undir bekknum. Hann þurfti víst að gæta sín, hér var svo hátíðlegt og hljótt. Hann var ekki slíku vanur. í hofunum var hlegið, rabbað og reykt, á hátíðlegustu fórnar og tilbeiðslu stundum. Og nú fékk hann um annað að hugsa. Frá pallinum innst í kirkju heyrðist undarlegt hljóð. Þar sat maður og sló með fingrinum á stóran kassa, og komu þá úr kassanum óskap- LJÓSBERINN 13»

x

Ljósberinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.