Ljósberinn - 01.12.1955, Side 33
Þektcirðu jólaguðspjallið?
1. Hvenær og hversvegna tóku þau Jósef
og María sig upp?
2. Hvert var ferðinni heitið?
3. Hvers vegna fóru þau einmitt þangað?
4. Hvers vegna lagði María barnið í jötu?
5. Hverjir fengu fyrstir að heyra um fæð-
ingu barnsins?
6. Hver var boðskapur englanna?
7. Hve mörgum hafði Guð búið frelsi?
8. Hvar áttu hirðarnir að finna barnið?
9. Hverjir sungu fyrsta jólasálminn?
10. Hvernig hljóðaði fyrsti jólasálmurinn?
Athugaðu hve fljótur þú ert að svara rétt
þessum spurningum. Leggðu þær líka fyrir
félaga þína. Svörin finnurðu í jólaguðspjallinu
í Lúk. 2, 1.—14.
Hvað mundir þú gera?
— Þú færð eina eldspýtu. Með henni átt þú
að kveikja á arninum, kerti og oliulampa, sem
hangir uppi í lofti. Á hverju mundir þú kveikja
fyrst?
— Pyrst á kertinu, með kertinu á hinu
hvoru tveggja.
— Er það auðveldast?
Gizkaðu á:
1. Hve þungt er höfuðið á flóðhesti?
100 kg? — 200 kg? — 300 kg?
2. Hve marga kílómetra getur fíllinn hlaupið
á klukkutíma?
10 km? — 15 km? — 20 km?
3. Hve mörg vængjatök getur húsfluga tekið
á mínútu?
13000? — 19000? — 25000?
4. Hve marga kílómetra getur örninn flogið á
klukkutíma?
100? — 150? — 200?
5. Hver af þessum borgum er nyrst?
New York? — Kanton? — Róm?
6. Hve lengi er hljóðið að berast frá Norður-
pólnum til Suðurpólsins?
8 tíma? — 16 tíma? — sólarhring?
Spurningar og svör:
1. Hvor hleypur hraðar, strúturinn eða sebra-
dýrið?
2. Hver var „ljóti andarunginn"?
3. Hvor borgin er sunnar, Melbourne eða
J óhannesarborg ?
4. Hver var það í fornöld, sem hljóp nakinn
út á götu og hrópaði: — Hevreka?
5. Hvað hét „galdramaðurinn i Menlo Park“?
6. Hvert af þessum löndum er stærst að flat-
armáli: Kanada, Brazilía eða Bandarikin?
7. Hvað er það, sem kallað hefur verið „skip
eyðimerkur innar“ ?
8. Hvaða dýr sefur með höfuðið niður?
9. Hver sagði þetta og hvar: — Ráði Guð
fyrir lífi mínu, en aldrei mun ég á flótta
leggja?
LJDSBERINN
Krossgáta:
Lárétt 1 karlmannsnafn, 7 kraftur, 8 gælu-
nafn konu, 9 ekki gömul, 10 karlmannsnafn,
11 hraði, 13 ekki sjaldan, 14 eignast, 15 kraftur,
16 lífgjafi, 17 ekki að innan.
Lóðrétt: 1 persónufornafn, 2 gamall ættingi,
3 tveir eins, 4 gælunafn karlmanns, 5 gælunafn
karlmanns, 6 á siglutré, 10 göfug tilfinning,
11 útvega sér, 12 viðskipti, 13 ekki sjaldan, 14
hélt af stað, 15 tvíhljóði, 16 skammstöfun.
Hvernig stóð á því?
Smith á heima á 17 hæð i skýjakljúfi. Hann
fer alla leið niður í lyftu á hverjum morgni.
En þegar hann kemur heim á kvöldin, fer hann
með lyftunni aðeins upp á 5. hæð og gengur
síðan það, sem eftir er.
Hvernig stendur á sliku háttarlagi?
Dularfulla flaskan:
Á opinn stútinn á tómri gosdrykkjaflösku
skaltu setja einseyring. Pyrst skaltu aðeins
væta stútinn. Síðan skaltu taka þétt utan
um flöskuna með báðum höndum. Eftir dá-
litla stund lifnar yfir einseyringnum. Hann
fer að lyftast upp.
Það er vegna þess, að loftið í flöskunni
þenst út við hitann af höndunum á þér.
Erfið lína:
Settu tvo punkta á blað með 7—8 cm milli-
bili. Reyndu síðan að draga beina linu á milli
punktanna með því að horfa í spegil.
Hver getur dregið beinasta línu?
Bókin lyftist:
Pétur leggur stóra og allþunga bók á borðið
og segir:
— Eg get lyft þessari bók upp með því að
blása á hana með munninum.
— Það væri gaman að sjá, svaraði Óli. Hann
heldur, að Pétur sé að leika á sig.
Pétur brosir og tekur stóran bréfpoka og
leggur undir bókina þannig, að opið er laust.
Því næst blæs hann upp pokann, og — bókin
lyftist upp.
— Svör á bls. 142. —
141