Ljósberinn - 01.12.1955, Qupperneq 35

Ljósberinn - 01.12.1955, Qupperneq 35
X* & X® & X* ^ ^ J(» 6URHAR HENNAR MÖMMU Söngur á jólanólt Á aðfangadag árið 1875 ferðaðist hinn frægi vakningasöngvari, Sankey, með stóru gufuskipi upp Delawarefljótið í Ameríku. Það var farið að skyggja og stjörnurnar tindr- uðu á heiðum himninum. Margt fólk var samankomið uppi á þiljum. — Syngið nú eitthvað fyrir okkur, sögðu ýmsir við Sankey. Hann tók strax vel í það. Hann stóð við skorsteininn á skipinu. Áður en hann hóf raust sína, leit hann upp í stjörnubjartan himininn og lyfti hjarta sínu í bæn til Guðs. Hann ætlaði sér að syngja jólasálm, en eitt- hvert undarlegt afl knúði hann til að syngja „Hirðissálminn". Djúp kyrrð ríkti á meða] áheyrenda. Tón- arnir bárust skærir og hrífandi út yfir skipið og kyrrt fljótið. Er söngnum var lokið, kom maður hörku- legur og veðurbarinn, til Sankeys og spurði: — Hafið þér einhverntíma verið í Norður- hernum? — Já, svaraði Sankey, ég gekk í hann vorið 1860. — Minntist þér þess, að hafa staðið sem útvörður bjarta tunglskinsnótt árið 1862? — Já, svaraði Sankey undrandi. — Það gerði ég líka, sagði ókunni maður- inn, en ég var í Suðurhernum. Er ég sá yður á verðinum, hugsaði ég: Þessi skal nú ekki sleppa lifandi. Ég lyfti byssunni og miðaði á yður. Eg hafði falið mig í skugga, en tunglið skein á yður. í sama bili lyftuð þér höfði yðar og horfðuð til himins, alveg eins og þér gerðuð áðan. Síðan fóruð þér að syngja. Söng- ur og tónlist hefur alltaf haft undarleg áhrif á mig. Ég sleppti gikknum á byssunni. — Það er bezt að lofa honum að syngja sönginn til enda, hugsaði ég með mér. Ég get alveg eins skotið hann á eftir. Hann gengur mér hvort eð er ekki úr greipum. En söngurinn, sem þér sunguð, var sami söngur- inn og þér sunguð áðan. Ég heyrði greini- lega orðaskil í söngnum: Þinn er mátturinn, leiddu oss við hönd þér í neyð og stríði. — Þessi orð vöktu svo margar minningar hjá mér. Ég fór að hugsa um bernsku mína og guðhrædda móður mína. Hún hafði svo oft sungið þennan söng fyrir mig. En hún dó svo snemma, annars hefði vafalaust margt farið öðru vísi fyrir mér, bætti hann við í angurblíðum róm. Eftir þennan söng átti ég ómögulegt með að miða á yður aftur. Eg hugsaði sem svo: Sá Drottinn, sem getur bjargað manni frá bráðum bana, er áreiðanlega mikill og mátt- ugur, — og ég lét byssuna síga. Síðan þetta gerðist hefi ég flækzt víða um, en þegar ég sá yður áðan standa og lyfta augunum til him- ins í bæn eins og forðum, þekkti ég yður aftur. Þá talaði Guð til hjarta míns, en nú bið ég yður um að hjálpa mér til að eignast frið við Guð. Mjög hrærður í huga tók Sankey þennan fyrrverandi óvin sinn í faðm sér, og þessa jólanótt komu þeir báðir að jötunni í Betle- hem. Þar fann þessi ókunni maður frelsara sinn, góða hirðinn, sem leitar að týnda lamb- inu sínu unz hann finnur það. Er hann hefur fundið það, leggur hann það glaður á herðar sér og ber það heim. m Bezla gjöfin Mamma barnanna vann úti. Þegar hún kom heim hafði hún oft smá gjafir meðferðis handa þeim. Einn daginn ákvað hún að koma tóm- hent heim. Börnin komu fagnandi á móti henni, er hún kom inn: — í dag hefi ég enga gjöf handa ykkur, sagði hún við þau. — Ó, mamma, það gerir ekkert til, svaraði eitt barnanna, þú ert sjálf bezta gjöfin! Þannig er því varið með Jesúm, hann er sjálfur bezta gjöfin! LJ ÓSBERINN 143

x

Ljósberinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósberinn
https://timarit.is/publication/362

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.