Vaka - 01.12.1929, Blaðsíða 31
vaka’
LYFJAVERZLUN Á ÍSLANDI.
285
til grcina gctur komið, að sjúklingurinn þurfi, og afhent
honum þau án tafar, til ómetanlegs gagns og hagræðis
i'yrir alla, sem hlut eiga að máli. Auk þess er hægðar-
leikur fyrir læknana að flytja jafnan með sér á ferð-
uni sínum svo mikið úrval af þessum nýtízku Iyfjum
i lítilli tösku, að þeir séu jafnan við því búnir utan
heimilis síns, er sjúklingar leita þeirra, að veita þeim
hina fyrstu nauðsynlegu úrlausn. Hver þægindi væri að
þeirri tilhögun, eins og víða hagar til á fslandi, þarf
ekki um að ræða.
Tel ég að öll rök hnígi að því, að mjög mikið vanti
á allt það, er ég vildi krefjast af lyfjaverzlun á íslandi,
til þess að hún mætti kallast í góðu lagi:
1) Almenningi er gert óþarflega erfitt fyrir að ná til
nauðsynlegra lyfja.
2) Trygging fyrir því, að lyfin, sem til landsins flytj-
ast, séu ósvikin, vönduð og áreiðanleg, er svo lítil
sem verða má, auk þess sem hin tiðkanlegu lyfja-
húðalyf þola að þessu leyti engan samanburð við
verksiniðjulyf þau, sem völ er á.
3) Svo illa er um það búið, að slys geti ekki orðið af
skakkt samsettum eða skakkt útilátnum lyfjum, að
það er meira slympilukku en fyrirkomulaginu að
þakka, að þau koma ekki iðulega fyrir.
4) Mikið vantar á, að lyfin séu eins snyrtilega með-
farin og afgreidd, sem ákjósanlegt væri.
5) Og þrátt fyrir þetta eru lyl' á íslandi dýrari en
þörf væri á, þó að bætt væri úr öllum þessura ágöll-
um. Mun ég síðar í þessari grein leiða að því nokk-
ur beinni rök en gert hefir verið.
Þó að lyfjaverzluninni á íslandi hafi verið og sc svo
ábótavant, sem Iýst hefir verið, eru allar líkur til þess,
að henni sé ætíað að hraka drjúgum frá því, sem var
og er, nema heilbrigðisstjórnin hreyti um stefnu. Þang-